Hugleiðingar um Palestínu Sigurlaug Björnsdóttir Blöndal skrifar 24. janúar 2024 13:00 Við lifum skrítna tíma, þar sem það telst ekki vera sjálfsagt að vera á móti þjóðarmorði og stríðsglæpum. Þar sem að það að henda glimmeri á ráðherra er talin árás en hópmorð á þúsundum einstaklingum er það ekki. Þar sem gert er upp á milli hvaða stríðsrekandi þjóðir fá að taka þátt í söngveislunni Eurovision. Síðustu 110 daga hef ég horft á þjóð vera myrta í beinni útsendingu og með hverjum deginum sem líður verð ég reiðari og reiðari. Ég er bálreið yfir aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda, rasískri orðræðu utanríkisráðherra og heigulshætti ríkisstjórnar Íslands. Ég er reið yfir ítökum bandarískra stjórnvalda og að þau geti komist upp með að fjármagna þjóðarmorð. Ég er full heift yfir að ísraelsk stjórnvöld vogi sér að leika fórnarlambið og halda því fram að ef fólk setur sig upp á móti Ísrael þá lýsi það gyðingaandúð. Gyðingar um allan heim hafa lýst andstöðu sinni við Ísraelsríki og stuðningi við frjálsa Palestínu. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 25.000 manns verið myrt, þegar þetta er skrifað, þar af meira en 9.500 börn. Þessi gríðarlegi fjöldi látinna á ekki lengri tíma en þremur mánuðum er óhuggulegt. Þetta er eins og ef að sprengjum hefði verið látið rigna yfir Hafnarfjarðabæ og nánast allir íbúarnir verið drepnir. Fyndist okkur það í lagi? Á meðan ég lifi mínu daglega lífi deyja börn bókstaflega úr hræðslu og foreldrar safna sundursprengdum líkamsleifum barna sinna í plastpoka. Á meðan ég horfi á Netflix eftir vinnu grefur fólk samlanda sína undan húsarústum með berum höndum og fréttafólk er myrt. Á meðan ég vaska upp eftir kvöldmatinn eru sjúkrahús sprengd upp og fólk sveltur. Getum við sett okkur í þessi spor? Íslenska þjóðin þarf að standa saman og þrýsta á stjórnvöld til að taka skýra afstöðu gegn þjóðarmorðinu. Forsætisráðherrra, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra hafa völdin til að veita palestínsku flóttafólki alþjóðlega vernd. Þau hafa völd til að gera fjölskyldum Palestínufólks hér á landi kleift að komast burt frá Gaza og þau hafa völd til að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð. Það er styrkur í fjöldanum og aðgerðir almennings hafa áhrif. Við getum deilt á samfélagsmiðlum og sent tölvupósta á alþingismenn og ráðuneytin. Við getum sniðgengið fyrirtæki og vörur sem hagnast á þjóðarmorði (sjá BDS Ísland). Við getum sent tölvupósta á fréttamenn og fréttaveitur og bent þeim á að laga orðaval sitt á fréttaflutningi frá Palestínu. Við getum rætt mál Palestínu við vini, fjölskyldu og samstarfsfélaga. Mig langar að hvetja öll til að hugsa; ef börnin mín væru í lífshættu, foreldrar mínir, systkini, vinir og skyldmenni, myndi ég ekki gera allt sem í mínu valdi stendur til að forða þeim úr hættunni? Myndi ég ekki ferðast til annarra landa og biðja um hjálp? Ef ég kæmi að læstum dyrum í þessu nýja landi og talaði fyrir daufum eyrum stjórnvalda, myndi ég ekki reyna að hafa sem hæst og vera sem sýnilegust til að vekja athygli? Myndi ég ekki efna til mótmæla og jafnvel tjalda fyrir framan Alþingishúsið ef ég teldi að það myndi hjálpa fjölskyldunni minni? Svo ég svari fyrir mitt leyti, JÚ það myndi ég gera! Lifi frjáls Palestína! Höfundur er tónlistarkennari og manneskja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Við lifum skrítna tíma, þar sem það telst ekki vera sjálfsagt að vera á móti þjóðarmorði og stríðsglæpum. Þar sem að það að henda glimmeri á ráðherra er talin árás en hópmorð á þúsundum einstaklingum er það ekki. Þar sem gert er upp á milli hvaða stríðsrekandi þjóðir fá að taka þátt í söngveislunni Eurovision. Síðustu 110 daga hef ég horft á þjóð vera myrta í beinni útsendingu og með hverjum deginum sem líður verð ég reiðari og reiðari. Ég er bálreið yfir aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda, rasískri orðræðu utanríkisráðherra og heigulshætti ríkisstjórnar Íslands. Ég er reið yfir ítökum bandarískra stjórnvalda og að þau geti komist upp með að fjármagna þjóðarmorð. Ég er full heift yfir að ísraelsk stjórnvöld vogi sér að leika fórnarlambið og halda því fram að ef fólk setur sig upp á móti Ísrael þá lýsi það gyðingaandúð. Gyðingar um allan heim hafa lýst andstöðu sinni við Ísraelsríki og stuðningi við frjálsa Palestínu. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 25.000 manns verið myrt, þegar þetta er skrifað, þar af meira en 9.500 börn. Þessi gríðarlegi fjöldi látinna á ekki lengri tíma en þremur mánuðum er óhuggulegt. Þetta er eins og ef að sprengjum hefði verið látið rigna yfir Hafnarfjarðabæ og nánast allir íbúarnir verið drepnir. Fyndist okkur það í lagi? Á meðan ég lifi mínu daglega lífi deyja börn bókstaflega úr hræðslu og foreldrar safna sundursprengdum líkamsleifum barna sinna í plastpoka. Á meðan ég horfi á Netflix eftir vinnu grefur fólk samlanda sína undan húsarústum með berum höndum og fréttafólk er myrt. Á meðan ég vaska upp eftir kvöldmatinn eru sjúkrahús sprengd upp og fólk sveltur. Getum við sett okkur í þessi spor? Íslenska þjóðin þarf að standa saman og þrýsta á stjórnvöld til að taka skýra afstöðu gegn þjóðarmorðinu. Forsætisráðherrra, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra hafa völdin til að veita palestínsku flóttafólki alþjóðlega vernd. Þau hafa völd til að gera fjölskyldum Palestínufólks hér á landi kleift að komast burt frá Gaza og þau hafa völd til að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð. Það er styrkur í fjöldanum og aðgerðir almennings hafa áhrif. Við getum deilt á samfélagsmiðlum og sent tölvupósta á alþingismenn og ráðuneytin. Við getum sniðgengið fyrirtæki og vörur sem hagnast á þjóðarmorði (sjá BDS Ísland). Við getum sent tölvupósta á fréttamenn og fréttaveitur og bent þeim á að laga orðaval sitt á fréttaflutningi frá Palestínu. Við getum rætt mál Palestínu við vini, fjölskyldu og samstarfsfélaga. Mig langar að hvetja öll til að hugsa; ef börnin mín væru í lífshættu, foreldrar mínir, systkini, vinir og skyldmenni, myndi ég ekki gera allt sem í mínu valdi stendur til að forða þeim úr hættunni? Myndi ég ekki ferðast til annarra landa og biðja um hjálp? Ef ég kæmi að læstum dyrum í þessu nýja landi og talaði fyrir daufum eyrum stjórnvalda, myndi ég ekki reyna að hafa sem hæst og vera sem sýnilegust til að vekja athygli? Myndi ég ekki efna til mótmæla og jafnvel tjalda fyrir framan Alþingishúsið ef ég teldi að það myndi hjálpa fjölskyldunni minni? Svo ég svari fyrir mitt leyti, JÚ það myndi ég gera! Lifi frjáls Palestína! Höfundur er tónlistarkennari og manneskja.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun