Segist ekki vilja láta bendla sig við skemmtistaðakeppni Sverris Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. janúar 2024 18:53 Manuela vill ekki tengjast keppninni sem Sverrir heldur. Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Ungfrú Ísland segist ekki vilja láta bendla sig við fegurðarsamkeppnina Miss Bikini Iceland, sem er í eigu athafnamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Myndir af nýlegum titilhöfum Ungfrú Íslands voru notaðar til að auglýsa keppni Sverris. Hann segir á fjórða tug hafa sótt um þátttöku. „Það hefur tekið langan tíma að ná fram jákvæðari ímynd á fegurðarsamkeppnir, og sýna hversu mikið þær hafa breyst og hversu uppbyggilegar og valdeflandi þær geta verið fyrir konur. Ég er búin að vera ótrúlega passasöm á allt mitt og er þessi keppni ekki eitthvað sem ég vil láta bendla mig við. Þetta eru ótrúlega ólíkar keppnir og getur verið villandi fyrir fólk að sjá myndir frá okkur tengt þessu,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Umrædd keppni verður haldin í mars á skemmtistöðunum Exit og B5. Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun þjálfa keppendur, og sagði hún í samtali við Vísi á dögunum að markmiðið væri að endurvekja hina gömlu Ungfrú Hawaiian-Tropic keppni. Ásdís var framkvæmdastjóri þeirra keppni árið 2008. Myndirnar sem Sverrir notaði í auglýsinguna fyrir keppnina voru af þeim Elísu Gróu Steinþórsdóttur, Ungfrú Ísland 2021, Hrafnhildi Haraldsdóttur, Ungfrú Ísland 2022 og Lilju Sif Pétursdóttur, Ungfrú Ísland 2023, en myndirnar eru í eigu Arnórs Traustasonar ljósmyndara. „Þetta var tekið niður sem er aðalatriðið en þær eru samt búnir að vera inni í einhverjar klukkustundir, einhver skaði er skeður. Að bera fyrir sig mistök skil ég ekki. Mér fannst Sverrir gera mjög lítið úr þessu og bar þetta upp eins ég væri með óþarfa vesen,“ segir Manuela. Skjáskot/Manuela Ósk Á fjórða tug umsækjenda Sverrir segir í skriflegu svari til Vísis að um mistök hafi verið að ræða. Hann ætli sér að greiða eiganda myndanna fyrir óheimila birtingu. „Fyrir mistök fóru á samfélagsmiðla tvær færslur með rangri mynd þegar verið að greina frá Miss Bikini Iceland keppninni. Ranga myndin var uppkast frá því verið var að leggja drög að kynningu á Miss Bikini Iceland. Færslurnar voru að sjálfsögðu teknar úr birtingu um leið og mistökin uppgötvuðust. Ekki var á nokkurn hátt ásetningur um að nota myndir frá keppninni Ungfrú ísland sem ég ber mjög mikla virðingu fyrir og hef stutt í gegnum tíðina, meðal annars með samstarfi við Þrastalund. Ég greiði eiganda myndanna eðlilegt verð fyrir óheimila birtingu þeirra þessa stuttu stund sem hún varði, en árétta að þetta voru mistök sem hafa verið leiðrétt,“ segir Sverrir. Viðbrögðin við keppninni hafi verið mjög góð. „Nú þegar höfum við fengið á fjórða tug umsókna um þátttöku í keppninni. Um þær og tilhögun keppninnar verður upplýst nánar þegar nær dregur,“ segir Sverrir. Ungfrú Ísland Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Sjá meira
„Það hefur tekið langan tíma að ná fram jákvæðari ímynd á fegurðarsamkeppnir, og sýna hversu mikið þær hafa breyst og hversu uppbyggilegar og valdeflandi þær geta verið fyrir konur. Ég er búin að vera ótrúlega passasöm á allt mitt og er þessi keppni ekki eitthvað sem ég vil láta bendla mig við. Þetta eru ótrúlega ólíkar keppnir og getur verið villandi fyrir fólk að sjá myndir frá okkur tengt þessu,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Umrædd keppni verður haldin í mars á skemmtistöðunum Exit og B5. Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun þjálfa keppendur, og sagði hún í samtali við Vísi á dögunum að markmiðið væri að endurvekja hina gömlu Ungfrú Hawaiian-Tropic keppni. Ásdís var framkvæmdastjóri þeirra keppni árið 2008. Myndirnar sem Sverrir notaði í auglýsinguna fyrir keppnina voru af þeim Elísu Gróu Steinþórsdóttur, Ungfrú Ísland 2021, Hrafnhildi Haraldsdóttur, Ungfrú Ísland 2022 og Lilju Sif Pétursdóttur, Ungfrú Ísland 2023, en myndirnar eru í eigu Arnórs Traustasonar ljósmyndara. „Þetta var tekið niður sem er aðalatriðið en þær eru samt búnir að vera inni í einhverjar klukkustundir, einhver skaði er skeður. Að bera fyrir sig mistök skil ég ekki. Mér fannst Sverrir gera mjög lítið úr þessu og bar þetta upp eins ég væri með óþarfa vesen,“ segir Manuela. Skjáskot/Manuela Ósk Á fjórða tug umsækjenda Sverrir segir í skriflegu svari til Vísis að um mistök hafi verið að ræða. Hann ætli sér að greiða eiganda myndanna fyrir óheimila birtingu. „Fyrir mistök fóru á samfélagsmiðla tvær færslur með rangri mynd þegar verið að greina frá Miss Bikini Iceland keppninni. Ranga myndin var uppkast frá því verið var að leggja drög að kynningu á Miss Bikini Iceland. Færslurnar voru að sjálfsögðu teknar úr birtingu um leið og mistökin uppgötvuðust. Ekki var á nokkurn hátt ásetningur um að nota myndir frá keppninni Ungfrú ísland sem ég ber mjög mikla virðingu fyrir og hef stutt í gegnum tíðina, meðal annars með samstarfi við Þrastalund. Ég greiði eiganda myndanna eðlilegt verð fyrir óheimila birtingu þeirra þessa stuttu stund sem hún varði, en árétta að þetta voru mistök sem hafa verið leiðrétt,“ segir Sverrir. Viðbrögðin við keppninni hafi verið mjög góð. „Nú þegar höfum við fengið á fjórða tug umsókna um þátttöku í keppninni. Um þær og tilhögun keppninnar verður upplýst nánar þegar nær dregur,“ segir Sverrir.
Ungfrú Ísland Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Sjá meira