Kalli svikinn um löggilt kynþokkavottorðið Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2024 12:06 Því verður ekki á móti mælt að Karl Sigurðsson, tölvunarfræðingur og poppstjarna, er löðrandi í kynþokka. Sjóðheitur að sögn Tobbu, sem vill hafa hann fyrir sig. Í tilefni bóndadags birti DV lista yfir kynþokkafyllstu karlmenn landsins. Og eru eins og vænta má margir álitlegir menn kynntir til sögunnar. Þar vekur til að mynda athygli að þeir feðgar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og sonur hans Benedikt Bjarnason komast báðir á blað. Löðrandi í kynþokka, myndarlegir og hávaxnir feðgar. Þegar litið er til þeirra sem eru álitsgjafar kemur á daginn að þar eru þekktar drottningar: Tobba Marinós, athafna- og fjölmiðlakona, Ellý Ármanns, spákona, Viktor Andersen, hjúkrunarfræðingur, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ísdrottning og glamúrfyrirsæta. Það sem vekur ennfremur athygli er að bæði Ellý og Ásdís Rán komu sínum körlum á lista, þeim Hlyni Jakobssyni veitingamanni og plötusnúði og svo er ískóngurinn Þórður Daníel á lista. Sjóðheitur Kalli ekki á lista Hér verður því ekki haldið fram að þeir séu þarna af annarlegum ástæðum, vegna klíku en … þetta æpir á spurninguna: Hvar er Karl Sigurðsson, tölvunarfræðingur, poppstjarna og eiginmaður Tobbu? Af hverju er hann ekki á lista? Tobba Marinós ásamt eiginmanni sínum Karli Sigurðssyni. Fjarvera Kalla á lista yfir kynþokkafyllstu karlmenn landsins, sér í lagi af því að Tobba var meðal álitsgjafa, hafa vakið upp ýmsar spurningar. „Já,“ segir Karl. „Sko, mér skilst að henni hafi verið meinað að nefna sinn eiginmann. Ég held að það séu oftast reglurnar.“ Já, ók. Hún er þá bara að fylgja reglunum. „Jájá, hún er svo ofboðslega hlýðin.“ Þær Ásdís Rán og Ellý hafa ekki gefið mikið fyrir þessar reglur, að því er virðist. Nema einhverjir aðrir álitsgjafar hafi nefnt þeirra karla til sögunnar? En þetta getur reyndar átt sér aðrar skýringar, nefnilega þær að Tobba vilji hafa Kalla útaf fyrir sig: „Kona vill auðvitað ekki fá einhverjar einhleypar guggur á eftir eiginmanninum. Hann er sjóðheitur, sko," segir Tobba í samtali við Vísi. Og því til staðfestingar sendir hún blaðamanni Vísis mynd því til sönnunar. „Dálítið fölur, en samt.“ Karl ásamt félögum sínum í Baggalúti. Svolítið fölur en sjóðheitur, að mati eiginkonu sinnar. Fréttir af Klopp yfirskyggja kynþokkatíðindin Karl var ekki búinn að berja listann augum þegar Vísir náði tali af honum, hann var upptekinn af fregnum af Jurgen Klopp og fyrirhuguðu brotthvarfi hans frá Liverpool. „Hræðilegar fréttir. Það ætti að gera frétt af viðbrögðum Liverpool-manna við þeirri frétt. Kynþokkafyllsti þjálfari heimsins. Hvað segir Sóli Hólm? Þetta eru fréttir sem maður man alltaf hvar maður var þegar maður heyrir þær.“ Karl segir vert að gefa kynþokkanum gaum þó sjálfur sé hann ekki að eltast við slíkt, orðinn fimmtugur. En þetta sé klassík. „Þetta var alltaf á rás 2 á sínum tíma, þá var alltaf verið að velja kynþokkafyllstu karlana. Jón Ólafs var að birta 20 ára kynþokkaafmælið sitt af þeim vettvangi,“ segir Karl og flettir yfir á kynþokkaúttekt DV. „Jájá, þetta eru margir álitlegir menn þarna. Heldur betur.“ Fjölmiðlar Ástin og lífið Bóndadagur Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Þar vekur til að mynda athygli að þeir feðgar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og sonur hans Benedikt Bjarnason komast báðir á blað. Löðrandi í kynþokka, myndarlegir og hávaxnir feðgar. Þegar litið er til þeirra sem eru álitsgjafar kemur á daginn að þar eru þekktar drottningar: Tobba Marinós, athafna- og fjölmiðlakona, Ellý Ármanns, spákona, Viktor Andersen, hjúkrunarfræðingur, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ísdrottning og glamúrfyrirsæta. Það sem vekur ennfremur athygli er að bæði Ellý og Ásdís Rán komu sínum körlum á lista, þeim Hlyni Jakobssyni veitingamanni og plötusnúði og svo er ískóngurinn Þórður Daníel á lista. Sjóðheitur Kalli ekki á lista Hér verður því ekki haldið fram að þeir séu þarna af annarlegum ástæðum, vegna klíku en … þetta æpir á spurninguna: Hvar er Karl Sigurðsson, tölvunarfræðingur, poppstjarna og eiginmaður Tobbu? Af hverju er hann ekki á lista? Tobba Marinós ásamt eiginmanni sínum Karli Sigurðssyni. Fjarvera Kalla á lista yfir kynþokkafyllstu karlmenn landsins, sér í lagi af því að Tobba var meðal álitsgjafa, hafa vakið upp ýmsar spurningar. „Já,“ segir Karl. „Sko, mér skilst að henni hafi verið meinað að nefna sinn eiginmann. Ég held að það séu oftast reglurnar.“ Já, ók. Hún er þá bara að fylgja reglunum. „Jájá, hún er svo ofboðslega hlýðin.“ Þær Ásdís Rán og Ellý hafa ekki gefið mikið fyrir þessar reglur, að því er virðist. Nema einhverjir aðrir álitsgjafar hafi nefnt þeirra karla til sögunnar? En þetta getur reyndar átt sér aðrar skýringar, nefnilega þær að Tobba vilji hafa Kalla útaf fyrir sig: „Kona vill auðvitað ekki fá einhverjar einhleypar guggur á eftir eiginmanninum. Hann er sjóðheitur, sko," segir Tobba í samtali við Vísi. Og því til staðfestingar sendir hún blaðamanni Vísis mynd því til sönnunar. „Dálítið fölur, en samt.“ Karl ásamt félögum sínum í Baggalúti. Svolítið fölur en sjóðheitur, að mati eiginkonu sinnar. Fréttir af Klopp yfirskyggja kynþokkatíðindin Karl var ekki búinn að berja listann augum þegar Vísir náði tali af honum, hann var upptekinn af fregnum af Jurgen Klopp og fyrirhuguðu brotthvarfi hans frá Liverpool. „Hræðilegar fréttir. Það ætti að gera frétt af viðbrögðum Liverpool-manna við þeirri frétt. Kynþokkafyllsti þjálfari heimsins. Hvað segir Sóli Hólm? Þetta eru fréttir sem maður man alltaf hvar maður var þegar maður heyrir þær.“ Karl segir vert að gefa kynþokkanum gaum þó sjálfur sé hann ekki að eltast við slíkt, orðinn fimmtugur. En þetta sé klassík. „Þetta var alltaf á rás 2 á sínum tíma, þá var alltaf verið að velja kynþokkafyllstu karlana. Jón Ólafs var að birta 20 ára kynþokkaafmælið sitt af þeim vettvangi,“ segir Karl og flettir yfir á kynþokkaúttekt DV. „Jájá, þetta eru margir álitlegir menn þarna. Heldur betur.“
Fjölmiðlar Ástin og lífið Bóndadagur Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira