Hvernig stendur á þessum hörmungunum? Halldór Gunnarsson skrifar 28. janúar 2024 17:00 Þessa daga er heimsbyggðin að horfa á vægðarlausar aftökur saklausra manneskja í Ísrael og á Gaza-ströndinni. Hvernig getur svona gerst? Förum aftur í tímann til Þýskalands nazismans, þegar Hitler tókst að höfða til þjóðerniskenndar Þjóðverja og spila á hugmyndir um yfirburði eins kynþáttar umfram annarra. Í leiðinni fann hann kynþátt sem var sökudólgurinn fyrir öllu því sem aflaga fór í Þýskalandi – gyðinga. Jarðvegur skapaðist fyrir grimmdarlegustu þjóðernishreinsanir í sögunni. Hér væri vert að staldra við og skoða hvernig íslensk yfirvöld tóku á móti gyðingum á flótta, það minnir um margt á viðhorfin til palestínskra flóttamanna í dag. Látum það kjurt liggja – í bili. Að seinni heimstyrjöld lokinni, stóð heimurinn sakbitinn frammi fyrir þeirri spurningu hvernig og hvar mætti finna gyðingum sem þjóð öruggt skjól. Hugmyndin um að gyðingar flyttu aftur til „landsins helga“ hljómaði fallega í eyrum hins kristna heims. Bretar, sem höfðu öll tök á svæðinu, ásamt öðrum vesturveldum beittu sér fyrir þessari lausn, sem varð síðan lendingin. Ísrealsríki varð í framhaldinu alþjóðlega viðurkennt ríki og öllum var létt, eða hvað? Það var eitt „smá“ vandamál; á því landi í Palestínu sem var ætlað Ísraelsríki, bjó fólk, Arabar að vísu, sem höfðu ekki skilning á öðru en að landið væri þeirra og veittu vopnaða viðspyrnu, en máttu sín lítils. Gyðingar víðsvegar að streymdu til landsins helga og brátt var ljóst að það þyrfti meira land og til að gera langa sögu stutta hefur Ísrael lagt undir sig meira og meira land allt til dagsins í dag og byggt múra sem eiga að aðskilja þjóðirnar tvær og haldið Palestínumönnum í því sem oft er kallað stærsta fangelsi í heimi. Hér kemur í ljós að kynþáttahyggjan er ekki bundin við eina þjóð fremur en aðra. Þeir Arabar sem tóku því ekki með þegjandi að vera sviptir heimilum sínum og veittu mótspyrnu, fengu stimpilinn hryðjuverkamenn, enda var við „Guðs útvöldu þjóð“ að etja, og umheimurinn hafði ekki mikla samúð með sjónarmiðum Palestínumanna. Þeir gyðingar sem fluttu til Palestínu gerðu það að sjálfsögðu í góðri trú og þyrsti í öruggt skjól fyrir sig og börnin sín eftir undangengnar hörmungar. Þessi yfirsjón að virða að vettugi búseturétt Palestínumanna á eigin landi, hefur gert þessa mórölsku lausn Vesturveldanna að dauðagildru saklausra borgara, Palestínumanna sem gyðinga. Átökin nú sýna það svart á hvítu. Landnám Ísraels og ofbeldisfull aðferðafræðin við það hefur fætt af sér magnað hatur meðal Palestínumanna með skelfilegum afleiðingum fyrir saklausa borgara í Ísrael. Því hefur verið svarað með að drepa sem flesta hatursmenn, og börn drepin í leiðinni í nafni sjálfsvarnar. Hth Það eykur aðeins á hatrið og undirbýr jarðveginn fyrir frekari grimmdarverk. Sjái Ísrael þetta ofbeldi sem lausn á vítahringnum og vilji fara þá leið til enda, dugir ekkert minna en að útrýma Palestínumönnum alveg, og bendir margt til þess að það sé sú leið sem hafi verið valin. Alþjóðadómstóllinn í Haag, telur með nýlegum úrskurði að slíkt sé alls ekki útilokað og ástæða til að skoða betur. Eina leiðin útúr þessu hörmulega ástandi virðist vera hin margumrædda tveggja ríkja lausn sem ráðamönnum í Ísrael er því miður mjög á móti skapi, eða samfélag þar sem allir hafi sama rétt, burtséð frá trú eða kynþætti. Má þar nefna dæmið þegar endir var bundinn á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku. En er það kannski til of mikils mælst? Höfundur er tónlistarmaður og textasmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þessa daga er heimsbyggðin að horfa á vægðarlausar aftökur saklausra manneskja í Ísrael og á Gaza-ströndinni. Hvernig getur svona gerst? Förum aftur í tímann til Þýskalands nazismans, þegar Hitler tókst að höfða til þjóðerniskenndar Þjóðverja og spila á hugmyndir um yfirburði eins kynþáttar umfram annarra. Í leiðinni fann hann kynþátt sem var sökudólgurinn fyrir öllu því sem aflaga fór í Þýskalandi – gyðinga. Jarðvegur skapaðist fyrir grimmdarlegustu þjóðernishreinsanir í sögunni. Hér væri vert að staldra við og skoða hvernig íslensk yfirvöld tóku á móti gyðingum á flótta, það minnir um margt á viðhorfin til palestínskra flóttamanna í dag. Látum það kjurt liggja – í bili. Að seinni heimstyrjöld lokinni, stóð heimurinn sakbitinn frammi fyrir þeirri spurningu hvernig og hvar mætti finna gyðingum sem þjóð öruggt skjól. Hugmyndin um að gyðingar flyttu aftur til „landsins helga“ hljómaði fallega í eyrum hins kristna heims. Bretar, sem höfðu öll tök á svæðinu, ásamt öðrum vesturveldum beittu sér fyrir þessari lausn, sem varð síðan lendingin. Ísrealsríki varð í framhaldinu alþjóðlega viðurkennt ríki og öllum var létt, eða hvað? Það var eitt „smá“ vandamál; á því landi í Palestínu sem var ætlað Ísraelsríki, bjó fólk, Arabar að vísu, sem höfðu ekki skilning á öðru en að landið væri þeirra og veittu vopnaða viðspyrnu, en máttu sín lítils. Gyðingar víðsvegar að streymdu til landsins helga og brátt var ljóst að það þyrfti meira land og til að gera langa sögu stutta hefur Ísrael lagt undir sig meira og meira land allt til dagsins í dag og byggt múra sem eiga að aðskilja þjóðirnar tvær og haldið Palestínumönnum í því sem oft er kallað stærsta fangelsi í heimi. Hér kemur í ljós að kynþáttahyggjan er ekki bundin við eina þjóð fremur en aðra. Þeir Arabar sem tóku því ekki með þegjandi að vera sviptir heimilum sínum og veittu mótspyrnu, fengu stimpilinn hryðjuverkamenn, enda var við „Guðs útvöldu þjóð“ að etja, og umheimurinn hafði ekki mikla samúð með sjónarmiðum Palestínumanna. Þeir gyðingar sem fluttu til Palestínu gerðu það að sjálfsögðu í góðri trú og þyrsti í öruggt skjól fyrir sig og börnin sín eftir undangengnar hörmungar. Þessi yfirsjón að virða að vettugi búseturétt Palestínumanna á eigin landi, hefur gert þessa mórölsku lausn Vesturveldanna að dauðagildru saklausra borgara, Palestínumanna sem gyðinga. Átökin nú sýna það svart á hvítu. Landnám Ísraels og ofbeldisfull aðferðafræðin við það hefur fætt af sér magnað hatur meðal Palestínumanna með skelfilegum afleiðingum fyrir saklausa borgara í Ísrael. Því hefur verið svarað með að drepa sem flesta hatursmenn, og börn drepin í leiðinni í nafni sjálfsvarnar. Hth Það eykur aðeins á hatrið og undirbýr jarðveginn fyrir frekari grimmdarverk. Sjái Ísrael þetta ofbeldi sem lausn á vítahringnum og vilji fara þá leið til enda, dugir ekkert minna en að útrýma Palestínumönnum alveg, og bendir margt til þess að það sé sú leið sem hafi verið valin. Alþjóðadómstóllinn í Haag, telur með nýlegum úrskurði að slíkt sé alls ekki útilokað og ástæða til að skoða betur. Eina leiðin útúr þessu hörmulega ástandi virðist vera hin margumrædda tveggja ríkja lausn sem ráðamönnum í Ísrael er því miður mjög á móti skapi, eða samfélag þar sem allir hafi sama rétt, burtséð frá trú eða kynþætti. Má þar nefna dæmið þegar endir var bundinn á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku. En er það kannski til of mikils mælst? Höfundur er tónlistarmaður og textasmiður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun