Tveir sigrar í röð hjá De Rossi og Roma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2024 22:14 Daniele De Rossi og Gianluca Mancini fara yfir málin í leik kvöldsins. EPA-EFE/MASSIMO PICA Daniele De Rossi hefur nú unnið báða leiki sína sem aðalþjálfari Roma í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Rómverjar unnu 2-1 útisigur á Salernitana í eina leik kvöldsins. Leikurinn var heldur rólegur framan af og ekkert skorað í fyrri hálfleik. Í þeim síðari lifnaði yfir mannskapnum en Paulo Dybala kom gestunum frá Róm yfir eftir aðeins sex mínútna leik með marki úr vítaspyrnu. Vítaspyrnan var dæmd eftir að Giulio Maggiore handlék knöttinn innan vítateigs. Hinn þrítugi Dybala hefur átt gott tímabil og skoraði sitt fimmta deildarmark á leiktíðinni af vítapunktinum. Hann hefur einnig lagt upp sex til viðbótar í aðeins 14 leikjum. Lorenzo Pellegrini skoraði svo með góðu skoti eftir undirbúning Rick Karsdorp á 66. mínútu og sigurinn svo gott sem í höfn. Passion. #ASRoma pic.twitter.com/08fWh3DDny— AS Roma English (@ASRomaEN) January 29, 2024 Það skiptir þó miklu máli hver skorar þriðja markið í leikjum og það gerðu heimamenn þessu sinni. Það gerði Grigoris Kastanos með góðum skalla eftir fyrirgjöf Loum Tchaouna og staðan orðin 1-2 þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. José Mourinho, fyrrverandi þjálfari Rómar, hefði eflaust verið ánægður með hvernig hans fyrrverandi lærisveinar vörðu markið það sem eftir lifði leiks. Roma hélt út og vann 2-1 sigur, þeirra annar sigur í röð og De Rossi byrjar því á tveimur sigrum sem aðalþjálfari liðsins. Með sigrinum stekkur Roma upp í 5. sæti deildarinnar með 35 stig. Atalanta er aðeins stigi fyrir ofan en á þó leik til góða. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira
Leikurinn var heldur rólegur framan af og ekkert skorað í fyrri hálfleik. Í þeim síðari lifnaði yfir mannskapnum en Paulo Dybala kom gestunum frá Róm yfir eftir aðeins sex mínútna leik með marki úr vítaspyrnu. Vítaspyrnan var dæmd eftir að Giulio Maggiore handlék knöttinn innan vítateigs. Hinn þrítugi Dybala hefur átt gott tímabil og skoraði sitt fimmta deildarmark á leiktíðinni af vítapunktinum. Hann hefur einnig lagt upp sex til viðbótar í aðeins 14 leikjum. Lorenzo Pellegrini skoraði svo með góðu skoti eftir undirbúning Rick Karsdorp á 66. mínútu og sigurinn svo gott sem í höfn. Passion. #ASRoma pic.twitter.com/08fWh3DDny— AS Roma English (@ASRomaEN) January 29, 2024 Það skiptir þó miklu máli hver skorar þriðja markið í leikjum og það gerðu heimamenn þessu sinni. Það gerði Grigoris Kastanos með góðum skalla eftir fyrirgjöf Loum Tchaouna og staðan orðin 1-2 þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. José Mourinho, fyrrverandi þjálfari Rómar, hefði eflaust verið ánægður með hvernig hans fyrrverandi lærisveinar vörðu markið það sem eftir lifði leiks. Roma hélt út og vann 2-1 sigur, þeirra annar sigur í röð og De Rossi byrjar því á tveimur sigrum sem aðalþjálfari liðsins. Með sigrinum stekkur Roma upp í 5. sæti deildarinnar með 35 stig. Atalanta er aðeins stigi fyrir ofan en á þó leik til góða.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira