Frystum ekki mannúð Guðrún Sif Friðriksdóttir skrifar 31. janúar 2024 09:31 Nú hafa nokkrar þjóðir, þar á meðal Ísland, ákveðið að frysta greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu (UNRWA) vegna ásakana Ísraels um að 12 starfsmenn UNRWA hafi tekið þátt í árásum Hamas þann 7. október. Þessu tengt hafa tvö atvik komið upp í huga minn frá störfum mínum sem tengjast átakasvæðum. Annað atvikið er frá rannsóknarvinnu minni í Búrúndí fyrir doktorsverkefnið mitt þegar einn af aðal viðmælendum mínum, „Jacques“, sagði mér frá því hvernig hann varð skæruliði. Hann var 17 ára gamall og hafði flúið til Tansaníu. Mörgum ungum mönnum og strákum var safnað saman í flóttamannabúðunum og boðið að taka þátt í hæfileikakeppni í öðrum flóttamannabúðum sem hann þáði. Það var hinsvegar ekki farið með þá í aðrar búðir, heldur í skóginn við landamæri Búrúndí þar sem þeir voru þjálfaðir til að gerast skæruliðar. Bíllinn sem notaður var til að ræna þessum ungu mönnum og drengjum var merktur Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Nokkrum árum áður en ég átti þetta spjall við „Jacques“ starfaði ég hjá Sameinuðu þjóðunum í Líberíu. Stuttu áður en samningi mínum lauk og ég yfirgaf landið logaði allt innan Sameinuðu þjóðanna því það lak út að í Líberíu stæði yfir rannsókn á vændi/mansali þar sem hluti fórnarlambanna voru börn. Einhverjir friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna voru viðriðnir málið. Mér fannst erfitt að heyra sögu „Jacques“ og var reið yfir því að starfsmaður Sameinuðu þjóðanna hefði annaðhvort verið tengdur skæruliðahópi beint eða þegið mútur fyrir afnot af bíl til að ræna ungum mönnum og drengjum. Ég fann líka til reiði gagnvart friðargæsluliðunum í Líberíu, að þeir skyldu nýta sér neyð fólks með svo ógeðfelldum hætti. En ekki hafði ég hugmyndaflug að láta mér detta í hug að það hefði átt að frysta greiðslur til Flóttamannaaðstoðarinnar í Tansaníu sem á þessum tíma hélt nokkur hundruð þúsund búrúndískum flóttamönnum á lífi, né að frysta greiðslur til Friðargæslunnar í Líberíu sem á þessum tíma var forsenda fyrir stöðugleika og öryggi í landinu. Fleiri dæmi eru til af því að einhverjir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafi gerst sekir um glæpi. Það er ekki vegna þess að Sameinuðu þjóðirnar séu slæm samtök eða hafi óheiðarlegt starfsfólk. En það er gríðarlega erfitt að stjórna og hafa yfirsýn yfir mörg þúsund manns á átakasvæði þar sem neyð fólks er mikil. Innfæddir starfsmenn tengjast átökunum alltaf á einhvern hátt og því miður eru dæmi um að einhverjir erlendir starfsmenn nýtir sér neyð hinna innfæddu. Í umræðu um brot starfsmanna Sameinuðu þjóðanna hef ég aldrei nokkurn tíma heyrt neina manneskju láta sér detta það í hug að eðlileg viðbrögð við brotum starfsfólks stofnunar væru að hætta fjárhagsaðstoð við þá stofnun. Refsa viðkomandi einstaklingum? Já. Skoða verkferla og athuga hvort betur sé hægt að koma í veg fyrir slík brot í framtíðinni? Já. En að hætta að styrkja stofnunina og refsa þar með fólkinu sem hún styrkir? Aldrei. Fyrr en nú. Þau dæmi sem ég veit um þegar greiðslur hafa verið frystar til Sameinuðu þjóða stofnanna hefur verið þegar grunur hefur verið um fjárdrátt eða ójóst hvort fjármagn hafi verið notað eins og til var ætlast, eða þegar komist hefur upp um spillingu meðal æðstu stjórnenda stofnunar. Það er algjör rökleysa að frysta greiðslur til UNRWA nú. Það er afleitt að Ísland ætli að taka þátt í slíku óhæfuverki. Fjárhæðin sjálf er ekki það sem skiptir meginmáli, framlag Íslands er það lítill hluti af heildarframlaginu. En þetta snýst um að rétta fólki sem er hefur misst ástvini, heimili og á hvorki í sig né á, hjálparhönd. Þetta snýst um að sýna fólki í neyð samstöðu þegar ofurveldi heimsins vinna að því að útrýma því. Og þetta snýst um að berjast fyrir mennskunni á tímum þegar hún virðist vera að glatast. Höfundur hefur starfað hjá UN Women í Líberíu, Suður-Súdan og Laos og er nú rannsakandi við Norrænu Afríkustofnunina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Nú hafa nokkrar þjóðir, þar á meðal Ísland, ákveðið að frysta greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu (UNRWA) vegna ásakana Ísraels um að 12 starfsmenn UNRWA hafi tekið þátt í árásum Hamas þann 7. október. Þessu tengt hafa tvö atvik komið upp í huga minn frá störfum mínum sem tengjast átakasvæðum. Annað atvikið er frá rannsóknarvinnu minni í Búrúndí fyrir doktorsverkefnið mitt þegar einn af aðal viðmælendum mínum, „Jacques“, sagði mér frá því hvernig hann varð skæruliði. Hann var 17 ára gamall og hafði flúið til Tansaníu. Mörgum ungum mönnum og strákum var safnað saman í flóttamannabúðunum og boðið að taka þátt í hæfileikakeppni í öðrum flóttamannabúðum sem hann þáði. Það var hinsvegar ekki farið með þá í aðrar búðir, heldur í skóginn við landamæri Búrúndí þar sem þeir voru þjálfaðir til að gerast skæruliðar. Bíllinn sem notaður var til að ræna þessum ungu mönnum og drengjum var merktur Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Nokkrum árum áður en ég átti þetta spjall við „Jacques“ starfaði ég hjá Sameinuðu þjóðunum í Líberíu. Stuttu áður en samningi mínum lauk og ég yfirgaf landið logaði allt innan Sameinuðu þjóðanna því það lak út að í Líberíu stæði yfir rannsókn á vændi/mansali þar sem hluti fórnarlambanna voru börn. Einhverjir friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna voru viðriðnir málið. Mér fannst erfitt að heyra sögu „Jacques“ og var reið yfir því að starfsmaður Sameinuðu þjóðanna hefði annaðhvort verið tengdur skæruliðahópi beint eða þegið mútur fyrir afnot af bíl til að ræna ungum mönnum og drengjum. Ég fann líka til reiði gagnvart friðargæsluliðunum í Líberíu, að þeir skyldu nýta sér neyð fólks með svo ógeðfelldum hætti. En ekki hafði ég hugmyndaflug að láta mér detta í hug að það hefði átt að frysta greiðslur til Flóttamannaaðstoðarinnar í Tansaníu sem á þessum tíma hélt nokkur hundruð þúsund búrúndískum flóttamönnum á lífi, né að frysta greiðslur til Friðargæslunnar í Líberíu sem á þessum tíma var forsenda fyrir stöðugleika og öryggi í landinu. Fleiri dæmi eru til af því að einhverjir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafi gerst sekir um glæpi. Það er ekki vegna þess að Sameinuðu þjóðirnar séu slæm samtök eða hafi óheiðarlegt starfsfólk. En það er gríðarlega erfitt að stjórna og hafa yfirsýn yfir mörg þúsund manns á átakasvæði þar sem neyð fólks er mikil. Innfæddir starfsmenn tengjast átökunum alltaf á einhvern hátt og því miður eru dæmi um að einhverjir erlendir starfsmenn nýtir sér neyð hinna innfæddu. Í umræðu um brot starfsmanna Sameinuðu þjóðanna hef ég aldrei nokkurn tíma heyrt neina manneskju láta sér detta það í hug að eðlileg viðbrögð við brotum starfsfólks stofnunar væru að hætta fjárhagsaðstoð við þá stofnun. Refsa viðkomandi einstaklingum? Já. Skoða verkferla og athuga hvort betur sé hægt að koma í veg fyrir slík brot í framtíðinni? Já. En að hætta að styrkja stofnunina og refsa þar með fólkinu sem hún styrkir? Aldrei. Fyrr en nú. Þau dæmi sem ég veit um þegar greiðslur hafa verið frystar til Sameinuðu þjóða stofnanna hefur verið þegar grunur hefur verið um fjárdrátt eða ójóst hvort fjármagn hafi verið notað eins og til var ætlast, eða þegar komist hefur upp um spillingu meðal æðstu stjórnenda stofnunar. Það er algjör rökleysa að frysta greiðslur til UNRWA nú. Það er afleitt að Ísland ætli að taka þátt í slíku óhæfuverki. Fjárhæðin sjálf er ekki það sem skiptir meginmáli, framlag Íslands er það lítill hluti af heildarframlaginu. En þetta snýst um að rétta fólki sem er hefur misst ástvini, heimili og á hvorki í sig né á, hjálparhönd. Þetta snýst um að sýna fólki í neyð samstöðu þegar ofurveldi heimsins vinna að því að útrýma því. Og þetta snýst um að berjast fyrir mennskunni á tímum þegar hún virðist vera að glatast. Höfundur hefur starfað hjá UN Women í Líberíu, Suður-Súdan og Laos og er nú rannsakandi við Norrænu Afríkustofnunina.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun