Lést viku eftir frumsýningu Útkalls: „Hann var svo þakklátur að fá að faðma bjargvættinn sinn“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2024 07:00 Ingvi Hallgrímsson var einn af skipbrotsmönnunum á Dísarfelli, sem sökk á milli Íslands og Færeyja þann 9. mars 1997. Skjáskot „Í vikunni sem Ingvi lést hringdi hann í mig til að segja mér hvað honum fannst þátturinn koma vel út og hvað það hafði mikla þýðingu fyrir hann að hafa fengið óvænt að hitta Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóra. „Bjargvætturinn minn,“ sagði hann hrærður þegar hann faðmaði Benna,“ segir Óttar Sveinsson, stjórnandi Útkallsþáttanna á Vísi. Fyrir skömmu var sýndur þáttur um það þegar Dísarfell, skip Samskipa, sökk á milli Færeyja og Íslands í mars árið 1997. Þar kom fram að Ingvi Hallgrímsson var einn eftir í sjónum, og þyrlan TF-LÍF lögð af stað til Íslands, þegar uppgötvaðist að hann vantaði. Þá upphófst mikið kapphlaup við tímann við að finna Ingva og bjarga honum. Útför Ingva fór fram í gær en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 20. janúar síðastliðinn. Ingvi starfaði lengi hjá Kaupfélaginu í Búðardal og síðar fyrir Samskip þar sem hann sigldi með Dísarfellinu og eftir það var hann á viðgerðarverkstæði Samskipa. Ákvað að koma Ingva á óvart „Ég minnist Ingva með mikilli hlýju. Ég tók við hann viðtal fyrir bókina sem kom út árið 1997 – nokkrum mánuðum eftir að Dísarfellið sökk. Leiðir okkar lágu svo saman í nóvember síðastliðnum þegar við vorum að taka upp Útkallsþættina fyrir Vísi. Ingvi var fyrst heldur tregur til að koma í viðtal en kom samt,“ segir Óttar. Það var stutt í tárin þegar þeir Ingvi og Benóný voru sameinaðir á ný í fyrsta skiptið síðan 1997 í þætti Útkalls nú á dögunum.Skjáskot „Ég lofaði honum að hann yrði ánægður þegar hann færi heim. Ég var þá búinn að ákveða nokkuð sem hann vissi ekki af. Þegar leið á upptökuna vorum við Heiðar Aðalbjörnsson framleiðandi búnir að undirbúa að koma honum og Valdimari Sigþórssyni, félaga hans af Dísarfellinu, á óvart með því að leiða Benóný þyrluflugstjóra óvænt inn.“ Þegar þremenningarnir hittust svo fengu allir gæsahúð og gleðitár á hvarm. Svo innilegt var augnablikið. Ég mun aldrei gleyma því hvað þetta gaf þremenningunum mikið. Það er svo mikilvægt að fá að þakka fyrir lífsbjörg og líka að taka við þakklæti. „Ingvi hringdi svo í mig þegar þátturinn hafði verið sýndur, alsæll og þakklátur. Honum fannst þetta koma svo vel út. Mér brá því mikið þegar frændi hans, Birgir Óskarsson, önnur söguhetja úr Útkallsbókunum, ættaður úr Búðardal eins og Ingvi, hringdi í mig fjórum dögum eftir símtalið þar sem hann sagði mér að Ingvi hefði orðið bráðkvaddur. Ég votta aðstandendum mína innilegustu samúð. Ingvi var einstaklega svipsterkur og fallegur persónuleiki,“ segir Óttar. Útkallsþættirnir eru sýndir á Vísi á sunnudögum. Horfa má á alla Útkallsþættina á Vísi hér fyrir neðan: Útkall Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Sjá meira
Fyrir skömmu var sýndur þáttur um það þegar Dísarfell, skip Samskipa, sökk á milli Færeyja og Íslands í mars árið 1997. Þar kom fram að Ingvi Hallgrímsson var einn eftir í sjónum, og þyrlan TF-LÍF lögð af stað til Íslands, þegar uppgötvaðist að hann vantaði. Þá upphófst mikið kapphlaup við tímann við að finna Ingva og bjarga honum. Útför Ingva fór fram í gær en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 20. janúar síðastliðinn. Ingvi starfaði lengi hjá Kaupfélaginu í Búðardal og síðar fyrir Samskip þar sem hann sigldi með Dísarfellinu og eftir það var hann á viðgerðarverkstæði Samskipa. Ákvað að koma Ingva á óvart „Ég minnist Ingva með mikilli hlýju. Ég tók við hann viðtal fyrir bókina sem kom út árið 1997 – nokkrum mánuðum eftir að Dísarfellið sökk. Leiðir okkar lágu svo saman í nóvember síðastliðnum þegar við vorum að taka upp Útkallsþættina fyrir Vísi. Ingvi var fyrst heldur tregur til að koma í viðtal en kom samt,“ segir Óttar. Það var stutt í tárin þegar þeir Ingvi og Benóný voru sameinaðir á ný í fyrsta skiptið síðan 1997 í þætti Útkalls nú á dögunum.Skjáskot „Ég lofaði honum að hann yrði ánægður þegar hann færi heim. Ég var þá búinn að ákveða nokkuð sem hann vissi ekki af. Þegar leið á upptökuna vorum við Heiðar Aðalbjörnsson framleiðandi búnir að undirbúa að koma honum og Valdimari Sigþórssyni, félaga hans af Dísarfellinu, á óvart með því að leiða Benóný þyrluflugstjóra óvænt inn.“ Þegar þremenningarnir hittust svo fengu allir gæsahúð og gleðitár á hvarm. Svo innilegt var augnablikið. Ég mun aldrei gleyma því hvað þetta gaf þremenningunum mikið. Það er svo mikilvægt að fá að þakka fyrir lífsbjörg og líka að taka við þakklæti. „Ingvi hringdi svo í mig þegar þátturinn hafði verið sýndur, alsæll og þakklátur. Honum fannst þetta koma svo vel út. Mér brá því mikið þegar frændi hans, Birgir Óskarsson, önnur söguhetja úr Útkallsbókunum, ættaður úr Búðardal eins og Ingvi, hringdi í mig fjórum dögum eftir símtalið þar sem hann sagði mér að Ingvi hefði orðið bráðkvaddur. Ég votta aðstandendum mína innilegustu samúð. Ingvi var einstaklega svipsterkur og fallegur persónuleiki,“ segir Óttar. Útkallsþættirnir eru sýndir á Vísi á sunnudögum. Horfa má á alla Útkallsþættina á Vísi hér fyrir neðan:
Útkall Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Sjá meira