„Mamma er að fara að deyja“ Jón Þór Stefánsson skrifar 5. febrúar 2024 23:56 Mæðgurnar Anja og Linda nýttu sér báðar þjónustu Krafts. Kraftur Anja var tólf ára gömul þegar móðir hennar, Linda Sæberg, greindist með brjóstakrabbamein. Anja var hrædd um að móðir hennar væri dauðvona. Linda fór í aðgerð, lyfja- og geislameðferð og Anja var eins mikið hjá henni og hún gat í ferlinu. „Ég man bara eftir því að vakna um morguninn, og er að koma fram í stofu, og þá situr sem sagt mamma í sófanum og segir: „Anja komdu ég þarf að tala við þig.“ Hvað er að gerast?“ segir Anja, en mæðgurnar deildu sögu sinni fyrir átakið Lífið er núna, sem stendur yfir þessa dagana. „Svo fæ ég bara að frétta það að mamma mín er með brjóstakrabbamein. Fyrsta hugsunin mín var náttúrulega bara: „Mamma er að fara að deyja. Þetta er bara búið. Hvað á ég að gera? Hvað á hún að gera? Hvað eigum við að gera?““ segir Anja. Linda segir að dóttir hennar hafi þekkt sig of vel til að hún gæti þagað yfir greiningunni. „Hún þekkir mig það vel að ég vissi það að ég gæti ekki farið í gegnum marga daga vitandi þetta.“ Linda hefur nú klárað fimm ára eftirlitið og segist vera búin með þennan kafla í lífinu. Anja og Linda nýttu sér báðar þjónustu Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Fjáröflunarátak Krafts stendur nú yfir. Kraftur vekur athygli á málefninu í átakinu og selur Lífið er núna armbönd sem eru perluð af sjálfboðaliðum víða um land. Fimmtudaginn 8. febrúar hvetur Kraftur landsmenn alla að halda upp á Lífið er núna-daginn og staldra við og njóta líðandi stundar með fólkinu í kringum sig. Krabbamein Heilbrigðismál Fjölskyldumál Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Enginn í joggingbuxum í París Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira
„Ég man bara eftir því að vakna um morguninn, og er að koma fram í stofu, og þá situr sem sagt mamma í sófanum og segir: „Anja komdu ég þarf að tala við þig.“ Hvað er að gerast?“ segir Anja, en mæðgurnar deildu sögu sinni fyrir átakið Lífið er núna, sem stendur yfir þessa dagana. „Svo fæ ég bara að frétta það að mamma mín er með brjóstakrabbamein. Fyrsta hugsunin mín var náttúrulega bara: „Mamma er að fara að deyja. Þetta er bara búið. Hvað á ég að gera? Hvað á hún að gera? Hvað eigum við að gera?““ segir Anja. Linda segir að dóttir hennar hafi þekkt sig of vel til að hún gæti þagað yfir greiningunni. „Hún þekkir mig það vel að ég vissi það að ég gæti ekki farið í gegnum marga daga vitandi þetta.“ Linda hefur nú klárað fimm ára eftirlitið og segist vera búin með þennan kafla í lífinu. Anja og Linda nýttu sér báðar þjónustu Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Fjáröflunarátak Krafts stendur nú yfir. Kraftur vekur athygli á málefninu í átakinu og selur Lífið er núna armbönd sem eru perluð af sjálfboðaliðum víða um land. Fimmtudaginn 8. febrúar hvetur Kraftur landsmenn alla að halda upp á Lífið er núna-daginn og staldra við og njóta líðandi stundar með fólkinu í kringum sig.
Krabbamein Heilbrigðismál Fjölskyldumál Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Enginn í joggingbuxum í París Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira