Hver er þinn hirðir? Ingólfur Gíslason skrifar 7. febrúar 2024 11:00 Í hvert skipti sem ég nota kreditkort renna sjálfkrafa nokkrar krónur til milliliðs sem nefndur er færsluhirðir. Hluti þessarar greiðslu lendir beint á mér, en hluti á söluaðilanum. Ég verð að viðurkenna að fyrir nokkrum mánuðum vissi ég ekki einu sinni af þessum góða peningahirði. En nú veit ég að bæði ég og þau sem ég kaupi vörur og þjónustu af borga honum svolítið klink við öll þessi viðskipti. Safnast er saman kemur og tugir milljarða eru hirtir á ári hverju með þessum hætti. En þó að mér þyki þetta dálítið skrítið þá er það ekkert miðað við þá uppgötvun að í hvert skipti sem ég borga með korti í mörgum búðum hér á landi renna peningar til landtökunýlendunnar Ísraels í Palestínu. Því stærsti færsluhirðirinn hér á landi er í eigu fólks sem býr í þessu hernámsríki. Fyrirtæki þeirra heitir Rapyd. Og við þetta fyrirtæki versla margar búðir og stofnanir. Fyrirtækið borgar skatta í hernámsríkinu og þess vegna renna mínir peningar beint í rekstur stríðsvélar Ísraels sem Alþjóðadómstóllinn í Haag telur rökstuddan grun um að fremji þjóðarmorð á íbúum Gaza í Palestínu! Og ekki nóg með það, heldur hefur forstjóri fyrirtækisins lýst því opinberlega yfir að hann telji engar fórnir á lífum Palestínumanna of miklar til að ná sigri. Með öðrum orðum þá styður hann opinberlega þjóðarmorð hernámsliðsins á íbúum Gaza. Þegar þetta er skrifað hefur Ísraelsher þegar drepið um 30 þúsund manns í yfirstandandi hópmorði, þar af að minnsta kosti 12 þúsund börn. Á hverjum degi slátrar Ísrael um 100 börnum til viðbótar. Þetta fjármagna ég með mínum kortaviðskiptum við matvörubúðir eins og Bónus, Hagkaup og Nettó, svo ekki sé minnst á ríkisstofnanir sem eru í viðskiptum við Rapyd gegnum Ríkiskaup. Þetta þýðir að hver greiðsla til ríkisstofnunnar á Íslandi gefur Ísraelsher nokkrar krónur til að drepa fleiri. Ég legg til að samningur Ríkiskaupa við Rapyd verði ekki endurnýjaður, en hann gildir einmitt til 19. þessa mánaðar. Við getum kallað þetta frystingu á viðskiptum þar til Alþjóðadómstóllinn hefur endanlega úrskurðað um þjóðarmorðið. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta“ segir í sálminum góða. Rapyd er ekki minn færsluhirðir og mig mun ekkert bresta. Ég versla almennt ekki lengur við Bónus og ekki við Hagkaup og ekki við Nettó. Í neyð hef ég notað seðla. Ég athuga á vefsíðunni hirdir.is hvort fyrirtæki hafa Rapyd fyrir færsluhirði. Engin réttlát manneskja borgar með korti ef það þýðir að fjármagn renni til þjóðarmorðingja og stuðningsmanna þjóðarmorðs. Forðist Bónus, Hagkaup og Nettó, og önnur fyrirtæki þar til þau hafa fært sig frá vonda hirðinum. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í hvert skipti sem ég nota kreditkort renna sjálfkrafa nokkrar krónur til milliliðs sem nefndur er færsluhirðir. Hluti þessarar greiðslu lendir beint á mér, en hluti á söluaðilanum. Ég verð að viðurkenna að fyrir nokkrum mánuðum vissi ég ekki einu sinni af þessum góða peningahirði. En nú veit ég að bæði ég og þau sem ég kaupi vörur og þjónustu af borga honum svolítið klink við öll þessi viðskipti. Safnast er saman kemur og tugir milljarða eru hirtir á ári hverju með þessum hætti. En þó að mér þyki þetta dálítið skrítið þá er það ekkert miðað við þá uppgötvun að í hvert skipti sem ég borga með korti í mörgum búðum hér á landi renna peningar til landtökunýlendunnar Ísraels í Palestínu. Því stærsti færsluhirðirinn hér á landi er í eigu fólks sem býr í þessu hernámsríki. Fyrirtæki þeirra heitir Rapyd. Og við þetta fyrirtæki versla margar búðir og stofnanir. Fyrirtækið borgar skatta í hernámsríkinu og þess vegna renna mínir peningar beint í rekstur stríðsvélar Ísraels sem Alþjóðadómstóllinn í Haag telur rökstuddan grun um að fremji þjóðarmorð á íbúum Gaza í Palestínu! Og ekki nóg með það, heldur hefur forstjóri fyrirtækisins lýst því opinberlega yfir að hann telji engar fórnir á lífum Palestínumanna of miklar til að ná sigri. Með öðrum orðum þá styður hann opinberlega þjóðarmorð hernámsliðsins á íbúum Gaza. Þegar þetta er skrifað hefur Ísraelsher þegar drepið um 30 þúsund manns í yfirstandandi hópmorði, þar af að minnsta kosti 12 þúsund börn. Á hverjum degi slátrar Ísrael um 100 börnum til viðbótar. Þetta fjármagna ég með mínum kortaviðskiptum við matvörubúðir eins og Bónus, Hagkaup og Nettó, svo ekki sé minnst á ríkisstofnanir sem eru í viðskiptum við Rapyd gegnum Ríkiskaup. Þetta þýðir að hver greiðsla til ríkisstofnunnar á Íslandi gefur Ísraelsher nokkrar krónur til að drepa fleiri. Ég legg til að samningur Ríkiskaupa við Rapyd verði ekki endurnýjaður, en hann gildir einmitt til 19. þessa mánaðar. Við getum kallað þetta frystingu á viðskiptum þar til Alþjóðadómstóllinn hefur endanlega úrskurðað um þjóðarmorðið. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta“ segir í sálminum góða. Rapyd er ekki minn færsluhirðir og mig mun ekkert bresta. Ég versla almennt ekki lengur við Bónus og ekki við Hagkaup og ekki við Nettó. Í neyð hef ég notað seðla. Ég athuga á vefsíðunni hirdir.is hvort fyrirtæki hafa Rapyd fyrir færsluhirði. Engin réttlát manneskja borgar með korti ef það þýðir að fjármagn renni til þjóðarmorðingja og stuðningsmanna þjóðarmorðs. Forðist Bónus, Hagkaup og Nettó, og önnur fyrirtæki þar til þau hafa fært sig frá vonda hirðinum. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun