Bæði lið án nokkurra lykilmanna í toppslagnum í Þýskalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. febrúar 2024 22:15 Lið þeirra mætast í stórleik helgarinnar í Þýskalandi. Lars Baron/Getty Images Hið taplausa lið Bayer Leverkusen tekur á móti Bayern München, liðinu sem hefur unnið þýsku deildina undanfarin 11 tímabil. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport en það eru þó nokkrir sterkir leikmenn sem verða hvergi sjáanlegir þar sem þeir eru á meiðslalistanum fræga. Xabi Alonso er einn heitasti þjálfari Evrópu um þessar mundir en árangur hans með Leverkusen hefur verið hreint út sagt ótrúlegur. Liðið er sem stendur enn án taps í þýsku deildinni en Thomas Tuchel og lærisveinar hans í Bayern fara á toppinn með sigri. Everyone always thinks that Bayern will find a way... but when you beat them, you lose that dread. This is why Bayer Leverkusen against Bayern Munich on Saturday is so important and why this title race is different. @honigstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 9, 2024 Heimamenn í Leverkusen eru án þriggja sterkra leikmanna. Argentíski miðjumaðurinn Exequiel Palacios er frá keppni um þessar mundir vegna meiðsla. Nígeríski framherjinn Victor Boniface hefur verið frábær það sem af er tímabili, með 10 mörk og 7 stoðsendingar í 16 leikjum. Hann er hins vegar einnig að glíma við meiðsli og verður ekki með á morgun. Odilon Kossounou verður ekki með heldur þar sem hann er staddur á Afríkukeppninni með Fílabeinströndinni. Leikur þjóðin um bronsið gegn Nígeríu á sunnudaginn. Bæjarar eru sömuleiðis án fjölda leikmanna en hinn eldsnöggi Alphonso Davies er meiddur sem og þeir Serge Gnabry, Kingsley Coman, Konrad Laimer og Bouna Sarr. Stórleikur helgarinnar í Þýskalandi hefst klukkan 17.30 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Xabi Alonso er einn heitasti þjálfari Evrópu um þessar mundir en árangur hans með Leverkusen hefur verið hreint út sagt ótrúlegur. Liðið er sem stendur enn án taps í þýsku deildinni en Thomas Tuchel og lærisveinar hans í Bayern fara á toppinn með sigri. Everyone always thinks that Bayern will find a way... but when you beat them, you lose that dread. This is why Bayer Leverkusen against Bayern Munich on Saturday is so important and why this title race is different. @honigstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 9, 2024 Heimamenn í Leverkusen eru án þriggja sterkra leikmanna. Argentíski miðjumaðurinn Exequiel Palacios er frá keppni um þessar mundir vegna meiðsla. Nígeríski framherjinn Victor Boniface hefur verið frábær það sem af er tímabili, með 10 mörk og 7 stoðsendingar í 16 leikjum. Hann er hins vegar einnig að glíma við meiðsli og verður ekki með á morgun. Odilon Kossounou verður ekki með heldur þar sem hann er staddur á Afríkukeppninni með Fílabeinströndinni. Leikur þjóðin um bronsið gegn Nígeríu á sunnudaginn. Bæjarar eru sömuleiðis án fjölda leikmanna en hinn eldsnöggi Alphonso Davies er meiddur sem og þeir Serge Gnabry, Kingsley Coman, Konrad Laimer og Bouna Sarr. Stórleikur helgarinnar í Þýskalandi hefst klukkan 17.30 og er sýndur beint á Vodafone Sport.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira