Maðurinn sem setti upp körfuboltahring heima hjá sér Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2024 10:19 Snorri Bjarnvin er maður sem lætur verkin tala. Hann setti einfaldlega körfuboltahring upp heima hjá sér. Hann vill þó taka það fram að hann er með bolta úr mjúkum svampi sem heyrist ekki í. Snorri Bjarnvin Jónsson spurði ekki einu sinni eiginkonuna um leyfi þegar hann lét áralangan draum rætast og setti upp körfuboltahring í forstofunni heima hjá sér. „Ég veit ekki um neinn sem er með körfuboltahring inni heima hjá sér. Þá langar til þess en taka ekki slaginn,“ segir Snorri Bjarnvin Jónsson. Vinirnir hlógu og sögðu hann aldrei fá þetta samþykkt Snorri hélt upp á afmæli sitt nýverið, hann fékk uppáhaldið sitt sem er rúlluterta í morgunmat og … hann lét gamlan draum sinn rætast með körfuboltahringinn. „Þetta tók átján mánuði. Eða allt frá því að við keyptum þetta hús,“ segir Snorri en um er að ræða einbýlishús í Garðabæ. „Tvöföld meðganga og erfið fæðing. Það þurfti að sannfæra hana. Hún samþykkti þetta aldrei almennilega, ég bara setti hann upp!“ Snorri og eiginkona hans eiga þrjú börn og fluttu í húsið fyrir átján mánuðum. Forstofan er hærri til lofts en gerist og gengur og Snorri sá möguleikana í hendi sér. Og hér fyrir neðan má sjá Snorra leika listir sínar. „Já. Ég sá þetta strax þegar við keyptum að þarna var pláss fyrir körfu. Það var hlegið að þessu fyrst. Allir sem ég nefndi þetta við hlógu og sögðu: Eiginkonan samþykkir þetta aldrei. En, þarna kemur fjórða vaktin inn,“ segir Snorri og er harla ánægður með sig. Margir karlmenn sem hefja sambúð kannast við það að þeir hafa lítið um það að segja hvernig skipulagi er hagað innanhúss. Setti körfuboltahringinn einfaldlega upp Og þeir sem telja sig ráða einhverju um það, eru einmitt þar: Þeir telja sig ráða einhverju um það. Hvar eru plaggötin úr strákaherberginu? Hvar er myndin af Arnold? Hvar er plaggatið af Metallica? „Jú. Ég er í stjórnendastöðu í minni vinnu en við erum bara kóarar þegar við komum heim til okkar. Enginn vina minna er stjórnandi á sínu heimili. En ég fékk þetta í gegn með einhvers konar sannfæringarkrafti. Á maður ekki að framfylgja draumum sínum? Og af hverju er verið að stoppa það? Hver stoppar það? Eiginkonan!“ Snorri kann ekki alveg að lýsa því sem gerðist, hver er lykillinn að þessum árangri. Hann telur þetta sambland af þrautseigju og sannfæringarkrafti og svo því að stíga skrefið. Þora. Hann segir að karlmenn séu að þessu leyti upp til hópa kúgaðir. Það þorir enginn að segja neitt. En þetta er það sem Snorri kallar fjórðu vaktina; hann hvetur eiginkonu sína alltaf til að gera það sem hún vill gera. Fara í gönguskíðaferðir og svo framvegis. „Ég er vel giftur og hún á hrós skilið fyrir að standa ekki í vegi fyrir þessu,“ segir Snorri. Sem er með sérhannaðan bolta úr mjúkum svampi sem heyrist ekki í. Körfubolti Hús og heimili Garðabær Ástin og lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
„Ég veit ekki um neinn sem er með körfuboltahring inni heima hjá sér. Þá langar til þess en taka ekki slaginn,“ segir Snorri Bjarnvin Jónsson. Vinirnir hlógu og sögðu hann aldrei fá þetta samþykkt Snorri hélt upp á afmæli sitt nýverið, hann fékk uppáhaldið sitt sem er rúlluterta í morgunmat og … hann lét gamlan draum sinn rætast með körfuboltahringinn. „Þetta tók átján mánuði. Eða allt frá því að við keyptum þetta hús,“ segir Snorri en um er að ræða einbýlishús í Garðabæ. „Tvöföld meðganga og erfið fæðing. Það þurfti að sannfæra hana. Hún samþykkti þetta aldrei almennilega, ég bara setti hann upp!“ Snorri og eiginkona hans eiga þrjú börn og fluttu í húsið fyrir átján mánuðum. Forstofan er hærri til lofts en gerist og gengur og Snorri sá möguleikana í hendi sér. Og hér fyrir neðan má sjá Snorra leika listir sínar. „Já. Ég sá þetta strax þegar við keyptum að þarna var pláss fyrir körfu. Það var hlegið að þessu fyrst. Allir sem ég nefndi þetta við hlógu og sögðu: Eiginkonan samþykkir þetta aldrei. En, þarna kemur fjórða vaktin inn,“ segir Snorri og er harla ánægður með sig. Margir karlmenn sem hefja sambúð kannast við það að þeir hafa lítið um það að segja hvernig skipulagi er hagað innanhúss. Setti körfuboltahringinn einfaldlega upp Og þeir sem telja sig ráða einhverju um það, eru einmitt þar: Þeir telja sig ráða einhverju um það. Hvar eru plaggötin úr strákaherberginu? Hvar er myndin af Arnold? Hvar er plaggatið af Metallica? „Jú. Ég er í stjórnendastöðu í minni vinnu en við erum bara kóarar þegar við komum heim til okkar. Enginn vina minna er stjórnandi á sínu heimili. En ég fékk þetta í gegn með einhvers konar sannfæringarkrafti. Á maður ekki að framfylgja draumum sínum? Og af hverju er verið að stoppa það? Hver stoppar það? Eiginkonan!“ Snorri kann ekki alveg að lýsa því sem gerðist, hver er lykillinn að þessum árangri. Hann telur þetta sambland af þrautseigju og sannfæringarkrafti og svo því að stíga skrefið. Þora. Hann segir að karlmenn séu að þessu leyti upp til hópa kúgaðir. Það þorir enginn að segja neitt. En þetta er það sem Snorri kallar fjórðu vaktina; hann hvetur eiginkonu sína alltaf til að gera það sem hún vill gera. Fara í gönguskíðaferðir og svo framvegis. „Ég er vel giftur og hún á hrós skilið fyrir að standa ekki í vegi fyrir þessu,“ segir Snorri. Sem er með sérhannaðan bolta úr mjúkum svampi sem heyrist ekki í.
Körfubolti Hús og heimili Garðabær Ástin og lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira