Guðni segir kjaftasögur einn af löstunum í litlu samfélagi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2024 14:31 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi kosti og galla smæðar íslensks samfélags á dögunum í sérstöku erindi þegar Stjórnunarverðlaun Stjórnvísis voru veitt á Grand Hótel. Þar vísaði hann til kjaftagangs sem algengur væri í íslensku samfélagi vegna smæðar þess. „Mér hefur alltaf þótt vænt um þennan viðburð. Minnt á kraftinn og áræðnina í íslensku samfélagi,“ sagði Guðni í ávarpi sínu. Þar sagði hann að það sem einkennt hefði íslenskt samfélag væri það hvernig smæðinni væri snúið í styrk. „Það sem einkennir okkar ágæta samfélag er að við reynum að snúa smæð okkar í styrk, reynum að horfa á og efla styrkleikana sem búa hvar sem þeir kunna að vera og viðurkennum jafnvel líka veikleikana. Þetta samfélag okkar er sterkt, og lítið og nýtur góðs af smæðinni. En smæðinni geta líka fylgt ókostir,“ sagði Guðni. Að allir þekktu hvort annað. Ísland væri eins og lítið þorp. Þar gæti verið erfitt fyrir aðra að komast inn í samfélagið. Þetta geti verið íslensku samfélagi fjötur um fót. „Smæðin getur líka alið á öðrum löstum. Þessi nánd,“ sagði Guðni og lék eftir fólki að slúðra. „Ja, hafðu mig nú ekki fyrir því en veistu hvað var að gerast? Veistu hvað ég var að heyra?“ sagði Guðni í gervi Íslendinga að slúðra. Hann hélt ekki lengra með leikþátt sinn og sagðist ekki nenna að eyða frekari orðum í að ræða slúður. Reynum að hefja okkur yfir lestina „En þá reynum við að hefja okkur yfir lestina og snúa smæðinni í styrk eins og áður sagði og gera okkur betri dag frá degi, sem einstaklingar og sem samfélag,“ segir Guðni. Hann segir að góður stjórnandi horfi á styrkleika og efli þá. Sé snöggur til ákvarðana en hafi líka undirbúið sig. „Sú var tíðin á Íslandi að talað var um hinn íslenska stjórnunarstíl. Stuttar boðleiðir. Snögg að taka ákvarðanir. Þetta var mjög vinsælt 2007. En svo kom bara 2008. Ég hef heyrt lítið talað um hinn íslenska stjórnunarstíl eftir það,“ sagði Guðni. Vísaði hann þar til hruns fjármálakerfsisins sem hafði farið með himinskautum árin á undan og náð hápunkti 2007 fyrir fallið ári síðar. Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Sjá meira
„Mér hefur alltaf þótt vænt um þennan viðburð. Minnt á kraftinn og áræðnina í íslensku samfélagi,“ sagði Guðni í ávarpi sínu. Þar sagði hann að það sem einkennt hefði íslenskt samfélag væri það hvernig smæðinni væri snúið í styrk. „Það sem einkennir okkar ágæta samfélag er að við reynum að snúa smæð okkar í styrk, reynum að horfa á og efla styrkleikana sem búa hvar sem þeir kunna að vera og viðurkennum jafnvel líka veikleikana. Þetta samfélag okkar er sterkt, og lítið og nýtur góðs af smæðinni. En smæðinni geta líka fylgt ókostir,“ sagði Guðni. Að allir þekktu hvort annað. Ísland væri eins og lítið þorp. Þar gæti verið erfitt fyrir aðra að komast inn í samfélagið. Þetta geti verið íslensku samfélagi fjötur um fót. „Smæðin getur líka alið á öðrum löstum. Þessi nánd,“ sagði Guðni og lék eftir fólki að slúðra. „Ja, hafðu mig nú ekki fyrir því en veistu hvað var að gerast? Veistu hvað ég var að heyra?“ sagði Guðni í gervi Íslendinga að slúðra. Hann hélt ekki lengra með leikþátt sinn og sagðist ekki nenna að eyða frekari orðum í að ræða slúður. Reynum að hefja okkur yfir lestina „En þá reynum við að hefja okkur yfir lestina og snúa smæðinni í styrk eins og áður sagði og gera okkur betri dag frá degi, sem einstaklingar og sem samfélag,“ segir Guðni. Hann segir að góður stjórnandi horfi á styrkleika og efli þá. Sé snöggur til ákvarðana en hafi líka undirbúið sig. „Sú var tíðin á Íslandi að talað var um hinn íslenska stjórnunarstíl. Stuttar boðleiðir. Snögg að taka ákvarðanir. Þetta var mjög vinsælt 2007. En svo kom bara 2008. Ég hef heyrt lítið talað um hinn íslenska stjórnunarstíl eftir það,“ sagði Guðni. Vísaði hann þar til hruns fjármálakerfsisins sem hafði farið með himinskautum árin á undan og náð hápunkti 2007 fyrir fallið ári síðar.
Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Sjá meira