Var hræddur um að pabbi hans myndi hata hann Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 07:01 Binni Glee er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Raunveruleika- og samfélagsmiðlastjarnan Binni Glee kom út úr skápnum fyrir tæpum níu árum síðan. Honum fannst auðveldara að segja stelpum að hann væri hommi og tók þetta í skrefum en þegar uppi er staðið segist hann einungis hafa fengið ást og stuðning frá fjölskyldu sinni og vinum. Binni Glee er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: „Léttara að segja konum að ég væri hommi“ Aðspurður hvernig það hafi verið að koma út svarar Binni: „Það var alveg erfitt. Í fyrsta bekk í menntaskóla spurði vinkona mín mig hvort ég væri samkynhneigður og ég ákvað bara að segja já. Hún svaraði bara okei æði,“ segir Binni en þetta var í fyrsta skipti sem einhver spurði hann beint út í það. Hann tók þetta svo í pörtum, sagði stelpunum í bekknum sínum, síðan strákunum og þar á eftir fjölskyldu sinni. Hann segist þakklátur fyrir alla þá ást sem hann fékk. „Ég veit ekki afhverju ég gerði þetta en um jólin 2015 setti ég færslu inn á Beautytips síðuna á Facebook þar sem ég sagði eitthvað: „Ég var að koma út úr skápnum fyrir mömmu og systur minni.“ Ég veit ekki afhverju ég gerði þetta en ég held það sé því mér fannst miklu léttara að segja konum að ég væri hommi heldur en körlum. Á Beautytips eru náttúrulega aðallega gellur. Og ég fékk svo mikla ást.“ Binni Glee kom út úr skápnum fyrir tæpum níu árum síðan og segist hafa fengið mikla ást og mikinn stuðning. Vísir/Hulda Margrét Á í góðu sambandi við pabba sinn Hann kom svo ekki út úr skápnum fyrr en hálfu ári síðar fyrir pabba sínum. „Þegar ég kom út fyrir honum sagði hann: Ég trúi þessu ekki. Ég var bara ómægad, ég hélt að ég væri búinn að eyðileggja sambandið okkar. En hann bara fattaði það ekki og þetta var sjokk fyrir hann og ég skil það. Ég var ótrúlega leiður fyrst og fór að gráta en svo bara næsta dag væri bara eins og ekkert hefði gerst. Og já, ég elska pabba,“ segir Binni og bætir við að þeir eigi mjög gott samband og hann skilji að pabbi hans hafi ekki vitað hvernig hann ætti að bregðast við fyrst. „Ég var ekkert eitthvað ómægad hann hatar mig en ég var samt alveg hvað ef hann hatar mig skilurðu? En svo var bara allt í lagi.“ Raunveruleikastjörnurnar og hinsegin fyrirmyndirnar úr Æði seríunum. Frá vinstri Gunnar Skírnir, Sæmundur, Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj. Vísir/Hulda Margrét Páll Óskar áhrifavaldur í lífi Binna Binni er ótrúlega þakklátur fyrir það að geta verið hinsegin fyrirmynd í íslensku samfélagi og finnst ómetanlegt að fá að heyra að hann hafi haft jákvæð áhrif á líf fólks og hjálpað því með sýnileika sínum. Aðspurður hvort hann hafi sjálfur átt einhverja fyrirmynd í æsku svarar hann: „Ég myndi alveg segja að Páll Óskar hafi verið mjög stór.“ Binni á stóra fjölskyldu í Filipseyjum sem hann á í mjög góðu sambandi við og fer hann reglulega í heimsókn til þeirra. „Amma mín í Filipseyjum er bara uppáhalds manneskjan mín í öllum heiminum. Það var líka svo létt að koma út fyrir þeim, ég á svo mikið af hinsegin frændfólki úti.“ Einkalífið er á Spotify. Í spilaranum hér að neðan má heyra viðtalið við Binna: Einkalífið Geðheilbrigði Hinsegin Æði Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Binni Glee er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: „Léttara að segja konum að ég væri hommi“ Aðspurður hvernig það hafi verið að koma út svarar Binni: „Það var alveg erfitt. Í fyrsta bekk í menntaskóla spurði vinkona mín mig hvort ég væri samkynhneigður og ég ákvað bara að segja já. Hún svaraði bara okei æði,“ segir Binni en þetta var í fyrsta skipti sem einhver spurði hann beint út í það. Hann tók þetta svo í pörtum, sagði stelpunum í bekknum sínum, síðan strákunum og þar á eftir fjölskyldu sinni. Hann segist þakklátur fyrir alla þá ást sem hann fékk. „Ég veit ekki afhverju ég gerði þetta en um jólin 2015 setti ég færslu inn á Beautytips síðuna á Facebook þar sem ég sagði eitthvað: „Ég var að koma út úr skápnum fyrir mömmu og systur minni.“ Ég veit ekki afhverju ég gerði þetta en ég held það sé því mér fannst miklu léttara að segja konum að ég væri hommi heldur en körlum. Á Beautytips eru náttúrulega aðallega gellur. Og ég fékk svo mikla ást.“ Binni Glee kom út úr skápnum fyrir tæpum níu árum síðan og segist hafa fengið mikla ást og mikinn stuðning. Vísir/Hulda Margrét Á í góðu sambandi við pabba sinn Hann kom svo ekki út úr skápnum fyrr en hálfu ári síðar fyrir pabba sínum. „Þegar ég kom út fyrir honum sagði hann: Ég trúi þessu ekki. Ég var bara ómægad, ég hélt að ég væri búinn að eyðileggja sambandið okkar. En hann bara fattaði það ekki og þetta var sjokk fyrir hann og ég skil það. Ég var ótrúlega leiður fyrst og fór að gráta en svo bara næsta dag væri bara eins og ekkert hefði gerst. Og já, ég elska pabba,“ segir Binni og bætir við að þeir eigi mjög gott samband og hann skilji að pabbi hans hafi ekki vitað hvernig hann ætti að bregðast við fyrst. „Ég var ekkert eitthvað ómægad hann hatar mig en ég var samt alveg hvað ef hann hatar mig skilurðu? En svo var bara allt í lagi.“ Raunveruleikastjörnurnar og hinsegin fyrirmyndirnar úr Æði seríunum. Frá vinstri Gunnar Skírnir, Sæmundur, Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj. Vísir/Hulda Margrét Páll Óskar áhrifavaldur í lífi Binna Binni er ótrúlega þakklátur fyrir það að geta verið hinsegin fyrirmynd í íslensku samfélagi og finnst ómetanlegt að fá að heyra að hann hafi haft jákvæð áhrif á líf fólks og hjálpað því með sýnileika sínum. Aðspurður hvort hann hafi sjálfur átt einhverja fyrirmynd í æsku svarar hann: „Ég myndi alveg segja að Páll Óskar hafi verið mjög stór.“ Binni á stóra fjölskyldu í Filipseyjum sem hann á í mjög góðu sambandi við og fer hann reglulega í heimsókn til þeirra. „Amma mín í Filipseyjum er bara uppáhalds manneskjan mín í öllum heiminum. Það var líka svo létt að koma út fyrir þeim, ég á svo mikið af hinsegin frændfólki úti.“ Einkalífið er á Spotify. Í spilaranum hér að neðan má heyra viðtalið við Binna:
Einkalífið Geðheilbrigði Hinsegin Æði Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp