Thelma býr í deilihúsi í Tókýó Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2024 20:30 Thelma hefur það gott í Japan. Thelma Rún Heimisdóttir heillaðist af Japan strax sem barn, lærði japönsku í háskólanum og fór seinna í leiklistarskóla í Japan. Hún hefur nú búið í Tókýó í hartnær áratug og kann ákaflega vel við japanska menningu sem hún segir að mörgu leyti ólíka þeirri íslensku. Á Íslandi sé viðurkenndara að hugsa fyrst og fremst um eigin hag en í Japan sé litið svo á að fólki skuli hugsa um hag heildarinnar. Þá er húsnæðismarkaðurinn gjörólíkur því sem við þekkjum. Í Tókýó er algengt að fólk búi í svokölluðum deilihúsum sem eru okkur Íslendingum framandi, með sameiginlegum klósettum og sturtum. En Thelma segir marga kosti við að búa í deilihúsi – fyrir utan að fyrir hana væri of dýrt að búa í einstaklingsíbúð, þótt hún sé í rúmlega fullri vinnu. „Það er svo dýrt að leigja í Tókýó miðað við launin og svo er það líka bara svo einmanalegt að vera í svona stórborg þannig að það er gott að koma heim og það er einhver til að taka á móti manni,” segir Thelma sem býr í stóru deilihúsi, þar sem hún deilir eldhúsi með um 40 öðrum leigjendum eins og sjá má í broti úr 2. þætti af Hvar er best að búa hér að neðan. Létu báðar drauminn rætast Í öðrum þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Thelmu og jafnöldru hennar Unni Söru Eldjárn en þær létu báðar drauminn um að búa í sínum draumalöndum rætast. Þær bjuggu til sín eigin tækifæri, eru báðar í listum, Unnur lifir á því að selja aðgang að fyrirlestrum um tónlist á netinu en Thelma kennir í leikskóla og sinnir almannatengslaverkefnum, fyrirsætustörfum og leiklist í Tókýó. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Thelma býr í deilihúsi í Tókýó Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Japan Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Hún hefur nú búið í Tókýó í hartnær áratug og kann ákaflega vel við japanska menningu sem hún segir að mörgu leyti ólíka þeirri íslensku. Á Íslandi sé viðurkenndara að hugsa fyrst og fremst um eigin hag en í Japan sé litið svo á að fólki skuli hugsa um hag heildarinnar. Þá er húsnæðismarkaðurinn gjörólíkur því sem við þekkjum. Í Tókýó er algengt að fólk búi í svokölluðum deilihúsum sem eru okkur Íslendingum framandi, með sameiginlegum klósettum og sturtum. En Thelma segir marga kosti við að búa í deilihúsi – fyrir utan að fyrir hana væri of dýrt að búa í einstaklingsíbúð, þótt hún sé í rúmlega fullri vinnu. „Það er svo dýrt að leigja í Tókýó miðað við launin og svo er það líka bara svo einmanalegt að vera í svona stórborg þannig að það er gott að koma heim og það er einhver til að taka á móti manni,” segir Thelma sem býr í stóru deilihúsi, þar sem hún deilir eldhúsi með um 40 öðrum leigjendum eins og sjá má í broti úr 2. þætti af Hvar er best að búa hér að neðan. Létu báðar drauminn rætast Í öðrum þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Thelmu og jafnöldru hennar Unni Söru Eldjárn en þær létu báðar drauminn um að búa í sínum draumalöndum rætast. Þær bjuggu til sín eigin tækifæri, eru báðar í listum, Unnur lifir á því að selja aðgang að fyrirlestrum um tónlist á netinu en Thelma kennir í leikskóla og sinnir almannatengslaverkefnum, fyrirsætustörfum og leiklist í Tókýó. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Thelma býr í deilihúsi í Tókýó
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Japan Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning