Farþegalistar flugfélaga Þorsteinn Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2024 11:00 Nú nýlega hefur komið í ljós að nokkur flugfélög sem fljúga til Keflavíkurflugvallar hafa neitað að láta af hendi farþegalista áður en flogið er. Þetta er bagalegt og gerir íslenskum yfirvöldum erfiðara fyrir að vinna nauðsynlegar athuganir. Mun erfiðara er að stunda öfluga landamæragæslu án farþegalistanna. Svo virðist sem yfirvöld bæði eftirlitsaðilar og ráðuneyti séu nokkuð ráðalaus vegna þessa og ekki verður annað séð en að aðlilar bíði eftir hver öðrum í málinu. Fyrir breytingu á tollalögum árið 2008 var tolleftirlit og landamæraeftirlit auk öryggisleitar lengstum á hendi embættis Sýslumanns á Keflavíkurflugvelli en frá 1. janúar 2007 á hendi nýs embættis Lögreglu- og tollstjóra á Keflavíkurflugvelli. Þetta fyrirkomulag var skilvirkt og unnu ólíkar starfstéttir saman sem einn maður undir einni stjórn. Fagmennska var í fyrirrúmi hvarvetna. Starfsfólk var innblásið og starfsánægja mikil. Starfsmenn embættisins náðu enda eftirtektarverðum árangri í landamæragæslu og fíkniefnamálum á þessum tíma. Illu heilli var embættinu á Keflavíkurflugvelli skipt upp í undanfara breytinga á tollalögum árið 2008. Það góða starf sem unnið hafði verið undanfarin ár var að engu gert. Einn Tollstjóri var settur yfir allt Ísland og nokkrum árum síðar var farin sama leið og í Danmörku að sameina Toll og Skatt. Varð þá enn meiri fjarlægð milli stjórnunar og aðgerða. Danir hafa síðan snúið til fyrra horfs og eru Tollur og Skattur sjálfstæðar einingar. Hringlandi í málefnum tollgæslu og lögreglu hér hefur haft víðtækar afleiðingar m.a. í því máli sem hér er til umfjöllunar um farþegalista flugfélaga.Þar bendir hver á annan og virðist enginn hafa rænu eða frumkvæði. Kveðið er svo á í 3. mgr. 30. gr. Tollalaga nr. 8/2005 að: „Öllum öðrum aðilum, bæði tollskyldum og öðrum, er skylt að láta [tollyfirvöldum] 1) í té ókeypis og í því formi sem óskað er allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn, til nota við almennt tolleftirlit og áhættugreiningu, er [þau fara] 3) fram á og snerta innflutning vöru eða sendingar sem og flutning farþega til og frá landinu. Í því sambandi skiptir ekki máli hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða aðra aðila sem hann getur veitt upplýsingar um.“ Á grundvelli þessara lagaheimilda krafðist Sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli á árum áður afhendingu farþegalista af stórum alþjóðlegum flugfélögum með hótun um að annars yrði þeim óheimilt að lenda á Keflavíkurflugvelli. Listarnir fengust afhentir eftir nokkuð múður. Með lögum nr. 136/2022 sbr. 2.og 3.mgr. 17.gr. er að finna svipaða heimild um upplýsingasöfnun til handa lögreglu: - „Fyrirtækjum sem annast flutning farþega til og frá landinu er skylt að afhenda lögreglu upplýsingar um farþega og áhöfn. Sama skylda hvílir á stjórnendum, eigendum eða umráðamönnum fara á leið til og frá landinu, þar á meðal einkaloftfara og seglbáta. Skyldan nær einnig til upplýsinga um áætlaðan tíma komu og brottfarar.” - „Lögreglu er heimilt að safna og skiptast á upplýsingum um farþega og áhöfn við tollyfirvöld í þágu eftirlits og greiningarstarfs eða vegna rannsókna á ætluðum brotum, og við Landhelgisgæslu Íslands og önnur stjórnvöld að því marki sem nauðsynlegt er til að þau geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Lögreglu er einnig heimilt að miðla upplýsingum um farþega og áhöfn til erlendra yfirvalda að því marki sem nauðsynlegt er til að koma í veg fyrir, koma upp um, rannsaka eða saksækja fyrir hryðjuverk eða önnur alvarleg afbrot. Um slíkar miðlanir fer að öðru leyti eftir ákvæðum III. kafla laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi, nr. 75/2019.” Ekki verður annað séð bæði m.t.t. til tilvitnaðra lagaheimilda og í ljósi reynslu að tiltölulega einfalt sé að krefjast þess að flugfélög afhendi lögbærum yfirvöldum farþegalista hyggist félögin stunda áætlunarflug til Íslands. Fordæmi er þegar fyrir hendi að hóta að synja þeim sem ekki afhenda farþegalista um lendingu á Íslandi. Flugfélög sem fljúga hingað hafa áður afhent farþegalista árum saman. Vandséð er því hvers vegna yfirvöld stíga nú ekki fram og krefjast afhendingar farþegalista af hendi flugfélaga. Oft var þörf en nú er brýn nauðsyn þegar straumur flóttamanna og farandfólks er meiri en nokkru sinni. Skorað er því á fagráðuneyti tollgæslu og löggæslu að nú þegar verði fyrirliggjandi heimildum beitt til að farþegalistar fáist afhentir án tafar. Höfundur er fyrrverandi skrifstofustjóri Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú nýlega hefur komið í ljós að nokkur flugfélög sem fljúga til Keflavíkurflugvallar hafa neitað að láta af hendi farþegalista áður en flogið er. Þetta er bagalegt og gerir íslenskum yfirvöldum erfiðara fyrir að vinna nauðsynlegar athuganir. Mun erfiðara er að stunda öfluga landamæragæslu án farþegalistanna. Svo virðist sem yfirvöld bæði eftirlitsaðilar og ráðuneyti séu nokkuð ráðalaus vegna þessa og ekki verður annað séð en að aðlilar bíði eftir hver öðrum í málinu. Fyrir breytingu á tollalögum árið 2008 var tolleftirlit og landamæraeftirlit auk öryggisleitar lengstum á hendi embættis Sýslumanns á Keflavíkurflugvelli en frá 1. janúar 2007 á hendi nýs embættis Lögreglu- og tollstjóra á Keflavíkurflugvelli. Þetta fyrirkomulag var skilvirkt og unnu ólíkar starfstéttir saman sem einn maður undir einni stjórn. Fagmennska var í fyrirrúmi hvarvetna. Starfsfólk var innblásið og starfsánægja mikil. Starfsmenn embættisins náðu enda eftirtektarverðum árangri í landamæragæslu og fíkniefnamálum á þessum tíma. Illu heilli var embættinu á Keflavíkurflugvelli skipt upp í undanfara breytinga á tollalögum árið 2008. Það góða starf sem unnið hafði verið undanfarin ár var að engu gert. Einn Tollstjóri var settur yfir allt Ísland og nokkrum árum síðar var farin sama leið og í Danmörku að sameina Toll og Skatt. Varð þá enn meiri fjarlægð milli stjórnunar og aðgerða. Danir hafa síðan snúið til fyrra horfs og eru Tollur og Skattur sjálfstæðar einingar. Hringlandi í málefnum tollgæslu og lögreglu hér hefur haft víðtækar afleiðingar m.a. í því máli sem hér er til umfjöllunar um farþegalista flugfélaga.Þar bendir hver á annan og virðist enginn hafa rænu eða frumkvæði. Kveðið er svo á í 3. mgr. 30. gr. Tollalaga nr. 8/2005 að: „Öllum öðrum aðilum, bæði tollskyldum og öðrum, er skylt að láta [tollyfirvöldum] 1) í té ókeypis og í því formi sem óskað er allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn, til nota við almennt tolleftirlit og áhættugreiningu, er [þau fara] 3) fram á og snerta innflutning vöru eða sendingar sem og flutning farþega til og frá landinu. Í því sambandi skiptir ekki máli hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða aðra aðila sem hann getur veitt upplýsingar um.“ Á grundvelli þessara lagaheimilda krafðist Sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli á árum áður afhendingu farþegalista af stórum alþjóðlegum flugfélögum með hótun um að annars yrði þeim óheimilt að lenda á Keflavíkurflugvelli. Listarnir fengust afhentir eftir nokkuð múður. Með lögum nr. 136/2022 sbr. 2.og 3.mgr. 17.gr. er að finna svipaða heimild um upplýsingasöfnun til handa lögreglu: - „Fyrirtækjum sem annast flutning farþega til og frá landinu er skylt að afhenda lögreglu upplýsingar um farþega og áhöfn. Sama skylda hvílir á stjórnendum, eigendum eða umráðamönnum fara á leið til og frá landinu, þar á meðal einkaloftfara og seglbáta. Skyldan nær einnig til upplýsinga um áætlaðan tíma komu og brottfarar.” - „Lögreglu er heimilt að safna og skiptast á upplýsingum um farþega og áhöfn við tollyfirvöld í þágu eftirlits og greiningarstarfs eða vegna rannsókna á ætluðum brotum, og við Landhelgisgæslu Íslands og önnur stjórnvöld að því marki sem nauðsynlegt er til að þau geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Lögreglu er einnig heimilt að miðla upplýsingum um farþega og áhöfn til erlendra yfirvalda að því marki sem nauðsynlegt er til að koma í veg fyrir, koma upp um, rannsaka eða saksækja fyrir hryðjuverk eða önnur alvarleg afbrot. Um slíkar miðlanir fer að öðru leyti eftir ákvæðum III. kafla laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi, nr. 75/2019.” Ekki verður annað séð bæði m.t.t. til tilvitnaðra lagaheimilda og í ljósi reynslu að tiltölulega einfalt sé að krefjast þess að flugfélög afhendi lögbærum yfirvöldum farþegalista hyggist félögin stunda áætlunarflug til Íslands. Fordæmi er þegar fyrir hendi að hóta að synja þeim sem ekki afhenda farþegalista um lendingu á Íslandi. Flugfélög sem fljúga hingað hafa áður afhent farþegalista árum saman. Vandséð er því hvers vegna yfirvöld stíga nú ekki fram og krefjast afhendingar farþegalista af hendi flugfélaga. Oft var þörf en nú er brýn nauðsyn þegar straumur flóttamanna og farandfólks er meiri en nokkru sinni. Skorað er því á fagráðuneyti tollgæslu og löggæslu að nú þegar verði fyrirliggjandi heimildum beitt til að farþegalistar fáist afhentir án tafar. Höfundur er fyrrverandi skrifstofustjóri Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og situr í stjórn Miðflokksins.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun