Gátan sem Íslendingar keppast við að leysa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2024 13:26 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leysti gátuna í nóvember 2020. Rúmum þremur árum síðar er gátan aftur farin á flug. Vísir/Vilhelm Íslenskir Facebook-notendur, sem er bróðurpartur fullorðins fólks á Íslandi, keppast nú hver við annan að leysa gátu sem fer sem eldur í sinu á samfélagsmiðlinum. Gátan er svo hljóðandi: Þú kemur inn í herbergi. 2 hundar, 4 hestar, 1 gíraffi og önd liggja á rúminu. 3 hænur fljúga yfir stól. Hvað eru margir fætur á gólfinu í herberginu? Fólki er bent á að svari það gátunni rétt þá verði svarinu eytt svo aðrir sjái ekki rétta svarið. Þá verði sá hinn sami, sem leysti gátuna, að birta hana sjálfur. Fjölmargir endurbirta gátuna til staðfestingar eigin árangri, að þeim hafi tekist að leysa gátuna, og bjóða vinum sínum að spreyta sig. En svo eru aðrir sem ná ekki að leysa hana og velta mögulega fyrir sér réttu svari. Gátan verður útskýrt hér fyrir neðan. Þeir sem vilja ekki vita svarið ættu ekki að lesa lengra. Þið hafið verið vöruð við... Lykillinn að svarinu við gátunni er sá að ekkert dýranna snertir gólfið. Hins vegar eru fætur bæði á hefðbundnum rúmum og stólum. Fjórir á hvoru húsgagni. Ef sá sem kemur inn í herbergið, sá sem er að reyna að leysa gátuna, er með tvo fætur þá bætast þeir við heildina. Þannig að svarið er tíu fætur. Svo benda ýmsir á galla á gátunni því ekki komi fram í textanum hvort stóllinn sé á gólfinu eða hvort um hengirúm án fóta sé kannski að ræða. Hvað ef sá sem leysir gátuna notast við hjólastól? Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem gátan fer á flug hjá íslenskum Facebook-notendum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra var á meðal þeirra sem deildi henni í nóvember 2020. „Ég er ekki mikið fyrir keðjupósta en stóðst ekki mátið fyrst ég leysti þessa gátu. Svona er maður hégómlegur,“ segir Ingibjörg Sólrún í færslunni fyrir rúmum þremur árum. Annars er gátan að erlendri fyrirmynd og til í fjölmörgum myndum. Þá eru þeir sem eru komnir með nóg af því að gátunni sé dreift á Facebook. Þeirra á meðal er Jakob Bjarnar blaðamaður á Vísi sem slær gátunni upp í grín. Facebook Samfélagsmiðlar Grín og gaman Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Gátan er svo hljóðandi: Þú kemur inn í herbergi. 2 hundar, 4 hestar, 1 gíraffi og önd liggja á rúminu. 3 hænur fljúga yfir stól. Hvað eru margir fætur á gólfinu í herberginu? Fólki er bent á að svari það gátunni rétt þá verði svarinu eytt svo aðrir sjái ekki rétta svarið. Þá verði sá hinn sami, sem leysti gátuna, að birta hana sjálfur. Fjölmargir endurbirta gátuna til staðfestingar eigin árangri, að þeim hafi tekist að leysa gátuna, og bjóða vinum sínum að spreyta sig. En svo eru aðrir sem ná ekki að leysa hana og velta mögulega fyrir sér réttu svari. Gátan verður útskýrt hér fyrir neðan. Þeir sem vilja ekki vita svarið ættu ekki að lesa lengra. Þið hafið verið vöruð við... Lykillinn að svarinu við gátunni er sá að ekkert dýranna snertir gólfið. Hins vegar eru fætur bæði á hefðbundnum rúmum og stólum. Fjórir á hvoru húsgagni. Ef sá sem kemur inn í herbergið, sá sem er að reyna að leysa gátuna, er með tvo fætur þá bætast þeir við heildina. Þannig að svarið er tíu fætur. Svo benda ýmsir á galla á gátunni því ekki komi fram í textanum hvort stóllinn sé á gólfinu eða hvort um hengirúm án fóta sé kannski að ræða. Hvað ef sá sem leysir gátuna notast við hjólastól? Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem gátan fer á flug hjá íslenskum Facebook-notendum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra var á meðal þeirra sem deildi henni í nóvember 2020. „Ég er ekki mikið fyrir keðjupósta en stóðst ekki mátið fyrst ég leysti þessa gátu. Svona er maður hégómlegur,“ segir Ingibjörg Sólrún í færslunni fyrir rúmum þremur árum. Annars er gátan að erlendri fyrirmynd og til í fjölmörgum myndum. Þá eru þeir sem eru komnir með nóg af því að gátunni sé dreift á Facebook. Þeirra á meðal er Jakob Bjarnar blaðamaður á Vísi sem slær gátunni upp í grín.
Facebook Samfélagsmiðlar Grín og gaman Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira