Hamingjusamari í Síerra Leóne en á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 27. febrúar 2024 10:32 Fjölskyldan í Freetown ásamt tökuliðinu. Efst frá vinstri: Sigurður Már Davíðsson myndatökumaður, Regína Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Auroru velgjörðarsjóðs, Henry Alexander Henrysson heimspekingur. Neðri röð frá vinstri: Henry Benedikt Henrysson, Lóa Pind Aldísardóttir leikstjóri og Emma Karen Henrysdóttir. „Þetta er mjög líflegt land og það er mjög skemmtilegt að búa hérna,“ segir Henry Alexander Henrysson en þau Regína Bjarnadóttir búa ásamt börnum sínum tveimur í einu fátækasta ríki veraldar Síerra Leóne. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti þau til höfuðborgarinnar Freetown í vetur og afraksturinn var sýndur í þættinum Hvar er best að búa? á sunnudagskvöld á Stöð 2. Þau hjónin fluttu þangað eftir að Regína fékk draumastarfið - sem framkvæmdastjóri Auroru Velgjörðarsjóðs í Síerra Leóne. Regína er þróunarhagfræðingur og var áður að vinna sem forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Nú vinnur hún við að halda utan um fjölmörg verkefni í Síerra Leóne sem snúa að því að búa til útflutningsmarkað og skapa raunverulegar tekjur fyrir handverksfólk í landinu og styðja frumkvöðla með öflugum hætti til að stofna og reka fyrirtæki. Lóa Pind og Sigurður Már Davíðsson myndatökumaður þáttarins ásamt fjölskyldunni og vinum þeirra á ströndinni. Þau kunna því ákaflega vel að búa í Freetown, eins og heyra má í myndbrotinu sem hér fylgir. Elsta dóttir þeirra Elín katla er flutt heim enda á leið í háskólanám en Emma 15 ára og Henry Benedikt 11 ára eru í bandarískum einkaskóla í Freetown og hafa búið í Síerra Leóne flest sín uppvaxtarár. „Ég alveg elska þetta land svo mikið,“ segir Emma. „Þetta er minn uppáhaldsstaður á jörðinni.“ Einn af vefurunum sem vefur m.a. púða eftir hönnun íslenska hönnunarfyrirtækisins Hugdettu. Í 3. þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind þau Regínu, Henry og börnin þeirra tvö til Freetown í Síerra Leóne. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Lóa með Guðbjörgu í fanginu. Ein af starfskonunum á keramíkverkstæðinu Lettie Stuart Pottery sem Aurora styrkir eignaðist þessa litlu stúlku fyrir nokkrum mánuðum og skírði hana í höfuðið á Guðbjörgu Káradóttur leirlistarkonu sem hefur oftsinnis dvalið á svæðinu til að aðstoða handverksfólkið. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Hamingjusamari í Síerra Leóne en á Íslandi Hvar er best að búa? Síerra Leóne Íslendingar erlendis Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira
Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti þau til höfuðborgarinnar Freetown í vetur og afraksturinn var sýndur í þættinum Hvar er best að búa? á sunnudagskvöld á Stöð 2. Þau hjónin fluttu þangað eftir að Regína fékk draumastarfið - sem framkvæmdastjóri Auroru Velgjörðarsjóðs í Síerra Leóne. Regína er þróunarhagfræðingur og var áður að vinna sem forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Nú vinnur hún við að halda utan um fjölmörg verkefni í Síerra Leóne sem snúa að því að búa til útflutningsmarkað og skapa raunverulegar tekjur fyrir handverksfólk í landinu og styðja frumkvöðla með öflugum hætti til að stofna og reka fyrirtæki. Lóa Pind og Sigurður Már Davíðsson myndatökumaður þáttarins ásamt fjölskyldunni og vinum þeirra á ströndinni. Þau kunna því ákaflega vel að búa í Freetown, eins og heyra má í myndbrotinu sem hér fylgir. Elsta dóttir þeirra Elín katla er flutt heim enda á leið í háskólanám en Emma 15 ára og Henry Benedikt 11 ára eru í bandarískum einkaskóla í Freetown og hafa búið í Síerra Leóne flest sín uppvaxtarár. „Ég alveg elska þetta land svo mikið,“ segir Emma. „Þetta er minn uppáhaldsstaður á jörðinni.“ Einn af vefurunum sem vefur m.a. púða eftir hönnun íslenska hönnunarfyrirtækisins Hugdettu. Í 3. þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind þau Regínu, Henry og börnin þeirra tvö til Freetown í Síerra Leóne. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Lóa með Guðbjörgu í fanginu. Ein af starfskonunum á keramíkverkstæðinu Lettie Stuart Pottery sem Aurora styrkir eignaðist þessa litlu stúlku fyrir nokkrum mánuðum og skírði hana í höfuðið á Guðbjörgu Káradóttur leirlistarkonu sem hefur oftsinnis dvalið á svæðinu til að aðstoða handverksfólkið. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Hamingjusamari í Síerra Leóne en á Íslandi
Hvar er best að búa? Síerra Leóne Íslendingar erlendis Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira