Þitt er valið Hafþór Reynisson skrifar 6. mars 2024 14:00 Nú eru liðnir þrír mánuðir síðan ljóðskáldið Refaat Alareer, höfundur ljóðsins "If I must die", var myrtur ásamt fjölskyldu sinni á heimili þeirra á Gaza. Svo virðist sem þessi svokallaða "hernaðaraðgerð" Ísraela á hendur Palestínu hafi lítið farið í manngreinaálit hvort að einstaklingar séu meðlimir Hamas eða ekki, eins og flestum er nú orðið ljóst. En það sem virðist vera deginum ljósara, eftir því sem líður á þetta stríð gegn sakleysingjum og óbreyttum borgurum, er að Ísraelski herinn virðist vera að sigta út einstaklinga sem hafa nokkurn tímann dirfst að skrifa um frjálsa Palestínu. Þannig hefur fjöldinn allur af rithöfundum, blaðamönnum, skáldum, baráttufólki fyrir mannréttindum og öðrum verið slátrað, oft á tíðum með fjölskyldumeðlimum sínum. Ef þetta er ekki þjóðarmorð, að drepa fjöldann allan af saklausu fólki ásamt því að koma yfir milljónum manns á vergang og sigta út menningararfleið þeirra, hvað er þetta þá? Mannúðarsamtök, samtök blaðamanna, hjálparsamtök ásamt aragrúa af öðrum samtökum og einstaklingum hafa fordæmt þessa aðför Ísraelsríkis að heilli þjóð, en fyrir utan Suður-Afríku þá á ég enn eftir að sjá nokkra þjóð virkilega standa í hárinu á Ísrael. Við vitum jú að ríkisstjórnir eins og okkar eru of ragar til að segja eitt orð sem gæti komið þeim í óvild Bandaríkjastjórnar, sem hefur fjármagnað þetta stríð og virðist setja þrýsting á aðrar þjóðir að sitja á hliðarlínunni. En hvað getur einstaklingurinn gert? Svo margir fórna höndum og segja að við getum ekkert gert. En það er einfaldlega ekki rétt. Rapyd er stærsta fjártæknifyrirtæki Ísraels. Rapyd var tiltölulega lítið fyrirtæki áður en þeir fengu fúlgur fjár frá alþjóðlegum vogunarsjóðum til að kaupa Korta og svo Valitor hér á landi. Rapyd var byggt á íslenskum grunni, eins þeir vilja svo oft minna á, og á mikla hagsmuni hér.Rapyd græðir tugi milljarða á ári fyrir það eitt að þú, neytandinn, rennir korti þínu í posa verslanna þar sem Rapyd hefur samning við viðkomandi verslun. Rapyd styður þessar aðfarir Ísrael að Palestínska fólkinu, og það með stolti, sama hversu mikið hinn íslenski forstjóri Rapyd Europe vill meina að þau geri það ekki. En hvað getum við gert ef ríkisstjórnin einfaldlega hlustar ekki? Við getum valið með peningum okkar að styðja ekki Rapyd. Við getum valið að velja eitthvað annað. Höfundur er áhugamanneskja um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Nú eru liðnir þrír mánuðir síðan ljóðskáldið Refaat Alareer, höfundur ljóðsins "If I must die", var myrtur ásamt fjölskyldu sinni á heimili þeirra á Gaza. Svo virðist sem þessi svokallaða "hernaðaraðgerð" Ísraela á hendur Palestínu hafi lítið farið í manngreinaálit hvort að einstaklingar séu meðlimir Hamas eða ekki, eins og flestum er nú orðið ljóst. En það sem virðist vera deginum ljósara, eftir því sem líður á þetta stríð gegn sakleysingjum og óbreyttum borgurum, er að Ísraelski herinn virðist vera að sigta út einstaklinga sem hafa nokkurn tímann dirfst að skrifa um frjálsa Palestínu. Þannig hefur fjöldinn allur af rithöfundum, blaðamönnum, skáldum, baráttufólki fyrir mannréttindum og öðrum verið slátrað, oft á tíðum með fjölskyldumeðlimum sínum. Ef þetta er ekki þjóðarmorð, að drepa fjöldann allan af saklausu fólki ásamt því að koma yfir milljónum manns á vergang og sigta út menningararfleið þeirra, hvað er þetta þá? Mannúðarsamtök, samtök blaðamanna, hjálparsamtök ásamt aragrúa af öðrum samtökum og einstaklingum hafa fordæmt þessa aðför Ísraelsríkis að heilli þjóð, en fyrir utan Suður-Afríku þá á ég enn eftir að sjá nokkra þjóð virkilega standa í hárinu á Ísrael. Við vitum jú að ríkisstjórnir eins og okkar eru of ragar til að segja eitt orð sem gæti komið þeim í óvild Bandaríkjastjórnar, sem hefur fjármagnað þetta stríð og virðist setja þrýsting á aðrar þjóðir að sitja á hliðarlínunni. En hvað getur einstaklingurinn gert? Svo margir fórna höndum og segja að við getum ekkert gert. En það er einfaldlega ekki rétt. Rapyd er stærsta fjártæknifyrirtæki Ísraels. Rapyd var tiltölulega lítið fyrirtæki áður en þeir fengu fúlgur fjár frá alþjóðlegum vogunarsjóðum til að kaupa Korta og svo Valitor hér á landi. Rapyd var byggt á íslenskum grunni, eins þeir vilja svo oft minna á, og á mikla hagsmuni hér.Rapyd græðir tugi milljarða á ári fyrir það eitt að þú, neytandinn, rennir korti þínu í posa verslanna þar sem Rapyd hefur samning við viðkomandi verslun. Rapyd styður þessar aðfarir Ísrael að Palestínska fólkinu, og það með stolti, sama hversu mikið hinn íslenski forstjóri Rapyd Europe vill meina að þau geri það ekki. En hvað getum við gert ef ríkisstjórnin einfaldlega hlustar ekki? Við getum valið með peningum okkar að styðja ekki Rapyd. Við getum valið að velja eitthvað annað. Höfundur er áhugamanneskja um mannréttindi.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar