„Viljum ekki bara tvö stig, viljum líka vera spila vel.“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 14. mars 2024 21:51 Benedikt Guðmundsson stýrði Njarðvíkurliðinu til sigurs í kvöld. vísir / pawel Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með gestina frá Hveragerði í kvöld þegar Hamar leit við í Ljónagryfjuna í 20.umferð Subway deild karla. Heimamenn fóru með öruggan 31 stiga sigur 103-72. „Ánægður að vinna. Þessi tvö stig eru alveg jafn mikilvæg og einhver önnur tvö stig á móti einhverju liði sem er kannski ekki fallið. Það þarf að klára þessa leiki og við gerðum það.“ Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. „Við tókum stjórn snemma. Ég er ekki að segja að við höfum verið að yfirspila þá, Hamar stóðu sig bara virkilega vel og voru fáliðaðir og höfðu engu að keppa. Þeir eru að spila frábæran körfubolta hérna og unnu frábæran sigur í síðustu umferð þannig það var skrítið að fá þá allt í einu hérna með eitthvað sjálfstraust sem að hefur kannski vantað eftir marga tapleiki í röð. Ég er ekkert að segja að ég sé valhoppandi hérna eftir leik með frammistöðuna en ég er ánægður heilt yfir.“ Hamar var fyrir leikinn fallið og því öðruvísi mótherjar heldur en Njarðvíkingar hafa verið að mæta að undanförnu. Benedikt Guðmundsson vildi þó ekki meina að það hafi breytt neinu varðandi hvernig þeir nálguðust leikinn. „Nei, við þurfum bara að hugsa um okkur og okkar frammistöðu. Við höfum bara verið upp og ofan, sem betur fer töluvert oftar að spila vel en ég hefði viljað halda þeim undir 70[stig] og við rétt náðum að halda þeim í 72[stig] en menn lögðu sig fram og það fengu allir að spila svo það er mark jákvætt.“ Njarðvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn og þrátt fyrir að vera með fínasta forskot í leiknum mátti sjá Benedikt Guðmundsson berja sína menn áfram og heimta meira. „Þegar þú ert komin með 20 stig forskot snemma í leiknum þá er auðvelt að detta í eitthvað kæruleysi og aðeins að missa orkustigið niður og verða full ‘cocky’. Ég var að reyna að passa það að menn væru á fullu allan tíman og væru að framkvæma það sem að við viljum framkvæma, bæði í vörn og sókn. Vera bara fókuseraðir og láta ekki stöðuna á töflunni vera hafa einhver áhrif á það. Það þarf að vera á bakinu á mönnum og það er hlutverk okkar þjálfarana því við viljum vera bæta okkar leik. Við viljum ekki bara vera að koma og ná í einhver tvö stig, við viljum líka vera að spila vel. Það er stutt í úrslitakeppnina.“ Njarðvíkingar fá ekki mikinn tíma til að jafna sig en þeir spila frestaðan leik strax á mánudaginn aftur gegn Breiðablik. „Það eru bara þrír dagar í næsta leik. Frestaður leikur hérna sem átti að vera þegar allt datt út hérna í Reykjanesbæ og núna getum við spilað leikinn. Hann verður spilaður á mánudaginn og það er bara annar svona leikur þar sem við þurfum að spila vel. Blikarnir eru ekki að fara koma hérna og leggjast í gólfið. Þeir eru alltaf á fullu og ef við verðum ekki tilbúnir þá verður það hættulegur leikur þannig við þurfum að vera vel fókuseraðir núna næstu þrjá daga og svo kemur smá bikar pása.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
„Ánægður að vinna. Þessi tvö stig eru alveg jafn mikilvæg og einhver önnur tvö stig á móti einhverju liði sem er kannski ekki fallið. Það þarf að klára þessa leiki og við gerðum það.“ Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. „Við tókum stjórn snemma. Ég er ekki að segja að við höfum verið að yfirspila þá, Hamar stóðu sig bara virkilega vel og voru fáliðaðir og höfðu engu að keppa. Þeir eru að spila frábæran körfubolta hérna og unnu frábæran sigur í síðustu umferð þannig það var skrítið að fá þá allt í einu hérna með eitthvað sjálfstraust sem að hefur kannski vantað eftir marga tapleiki í röð. Ég er ekkert að segja að ég sé valhoppandi hérna eftir leik með frammistöðuna en ég er ánægður heilt yfir.“ Hamar var fyrir leikinn fallið og því öðruvísi mótherjar heldur en Njarðvíkingar hafa verið að mæta að undanförnu. Benedikt Guðmundsson vildi þó ekki meina að það hafi breytt neinu varðandi hvernig þeir nálguðust leikinn. „Nei, við þurfum bara að hugsa um okkur og okkar frammistöðu. Við höfum bara verið upp og ofan, sem betur fer töluvert oftar að spila vel en ég hefði viljað halda þeim undir 70[stig] og við rétt náðum að halda þeim í 72[stig] en menn lögðu sig fram og það fengu allir að spila svo það er mark jákvætt.“ Njarðvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn og þrátt fyrir að vera með fínasta forskot í leiknum mátti sjá Benedikt Guðmundsson berja sína menn áfram og heimta meira. „Þegar þú ert komin með 20 stig forskot snemma í leiknum þá er auðvelt að detta í eitthvað kæruleysi og aðeins að missa orkustigið niður og verða full ‘cocky’. Ég var að reyna að passa það að menn væru á fullu allan tíman og væru að framkvæma það sem að við viljum framkvæma, bæði í vörn og sókn. Vera bara fókuseraðir og láta ekki stöðuna á töflunni vera hafa einhver áhrif á það. Það þarf að vera á bakinu á mönnum og það er hlutverk okkar þjálfarana því við viljum vera bæta okkar leik. Við viljum ekki bara vera að koma og ná í einhver tvö stig, við viljum líka vera að spila vel. Það er stutt í úrslitakeppnina.“ Njarðvíkingar fá ekki mikinn tíma til að jafna sig en þeir spila frestaðan leik strax á mánudaginn aftur gegn Breiðablik. „Það eru bara þrír dagar í næsta leik. Frestaður leikur hérna sem átti að vera þegar allt datt út hérna í Reykjanesbæ og núna getum við spilað leikinn. Hann verður spilaður á mánudaginn og það er bara annar svona leikur þar sem við þurfum að spila vel. Blikarnir eru ekki að fara koma hérna og leggjast í gólfið. Þeir eru alltaf á fullu og ef við verðum ekki tilbúnir þá verður það hættulegur leikur þannig við þurfum að vera vel fókuseraðir núna næstu þrjá daga og svo kemur smá bikar pása.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira