Coventry fyrst í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2024 14:18 Coventry tryggði sér sæti í undanúrslitum FA-bikarsins á ótrúlegan hátt í dag. Marc Atkins/Getty Images B-deildarlið Coventry varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar er liðið vann 2-3 endurkomusigur gegn úrvalsdeildarliði Wolves. Eins og við var að búast voru heimamenn í Wolves sterkari aðilinn framan af leik, en gestirnir í Coventry náðu þó að skapa sér nokkur ákjósanleg færi í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það tókst hvorugu liðinu að finna netmöskvana fyrir hlé og því var staðan enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var svo ekki nema um átta mínútna gamall þegar gestirnir í Coventry náðu að brjóta ísinn með marki frá Ellis Simms eftir undirbúning Liam Kitching. Gestirnir fengu fleiri færi til að tvöfalda forystuna, en náðu ekki að nýta þau færi sem þeir sköpuðu sér. Þess í stað jafnaði Alsíringurinn Rayan Ait-Nouri metin fyrir heimamenn á 84. mínútu eftir vandræðagang í vörn gestanna og fjórum mínútum síðar var hann aftur á ferðinni þegar hann lagði upp annað mark liðsins fyrir varamanninn Hugo Bueno. Gestirnir frá Coventry gáfust þó ekki upp og á sjöundu mínútu uppbótartíma tókst Ellis Simms að jafna metin með sínu öðru marki og því leit út fyrir að framlenging væri framundan. B-deildarliðið hafði þó engan áhuga á því að fara í framlengingu og á tíundu mínínútu uppbótartíma, þegar tæplega tvær mínútur voru síðan uppgefinn uppbótartími var liðinn, tryggði Haji Wright gestunum ótrúlegan 2-3 sigur með fallegu marki eftir stoðsendingu frá Ellis Simms. Niðurstaðan því 2-3 sigur Coventry sem er á leið í undanúrslit FA-bikarsins á Wembley, en úrvalsdeildarliðið Wolves situr eftir með sárt ennið. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira
Eins og við var að búast voru heimamenn í Wolves sterkari aðilinn framan af leik, en gestirnir í Coventry náðu þó að skapa sér nokkur ákjósanleg færi í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það tókst hvorugu liðinu að finna netmöskvana fyrir hlé og því var staðan enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var svo ekki nema um átta mínútna gamall þegar gestirnir í Coventry náðu að brjóta ísinn með marki frá Ellis Simms eftir undirbúning Liam Kitching. Gestirnir fengu fleiri færi til að tvöfalda forystuna, en náðu ekki að nýta þau færi sem þeir sköpuðu sér. Þess í stað jafnaði Alsíringurinn Rayan Ait-Nouri metin fyrir heimamenn á 84. mínútu eftir vandræðagang í vörn gestanna og fjórum mínútum síðar var hann aftur á ferðinni þegar hann lagði upp annað mark liðsins fyrir varamanninn Hugo Bueno. Gestirnir frá Coventry gáfust þó ekki upp og á sjöundu mínútu uppbótartíma tókst Ellis Simms að jafna metin með sínu öðru marki og því leit út fyrir að framlenging væri framundan. B-deildarliðið hafði þó engan áhuga á því að fara í framlengingu og á tíundu mínínútu uppbótartíma, þegar tæplega tvær mínútur voru síðan uppgefinn uppbótartími var liðinn, tryggði Haji Wright gestunum ótrúlegan 2-3 sigur með fallegu marki eftir stoðsendingu frá Ellis Simms. Niðurstaðan því 2-3 sigur Coventry sem er á leið í undanúrslit FA-bikarsins á Wembley, en úrvalsdeildarliðið Wolves situr eftir með sárt ennið.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira