Åge Hareide: Framtíðin er björt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2024 22:22 Þjálfari Íslands var súr með niðurstöðuna en segir framtíðina bjarta. Rafal Oleksiewicz/Getty Images „Alltaf pirrandi að tapa undir lokin, var að vonast til að við kæmumst í framlengingu til að koma ferskum löppum inn á. Þeir þrýstu okkur aftar en við sköpuðum færi til að ná að jafna. Það eru minnstu smáatriði sem skipta máli í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir grátlegt tap gegn Úkraínu sem gerði út um EM draum liðsins. Íslenska karlalandsliðið tapaði 2-1 fyrir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi nú í sumar. Ísland komst yfir með frábæru marki Alberts Guðmundssonar í fyrri hálfleik en Úkraína skoraði tvívegis í þeim síðari og er nú á leið á EM. Þjálfari Íslands er þó mjög stoltur af liði sínu og telur fyrri hálfleikinn þann besta hjá liðinu undir hans tjórn. „Ég er mjög stoltur af strákunum og liðinu í heild. Við höfum tekið skref fram á við í þessum tveimur umspilsleikjum. Við höfum fengið inn gæðaleikmann sem breytir miklu sóknarlega, liðið er að berjast vel og fyrri hálfleikur var líklega það besta sem við höfum sýnt síðasta árið. Þetta er eitthvað til að byggja á.“ Um síðari hálfleikinn „Við höfðum ekki orku í löppunum til að hreyfa okkur jafn mikið, við þorðum ekki að halda boltanum lengur. Reyndum að breyta til, fengum Orra Stein (Óskarsson) inn fyrir Andra Lucas (Guðjohnsen). Hann hafði gert vel en Albert var að hjálpa til á miðjunni og við náðum ekki nægilega miklum krafti í sóknarleikinn.“ „Hákon (Arnar Haraldsson) stóð sig vel við að hjálpa til á miðjunni en það vantaði meiri kraft sóknarlega. Vorum að vonast til að Mikael (Egill Ellertsson) og Mikael (Neville Anderson) gætu komið okkur í framlengingu. Það gekk ekki að þessu sinni.“ Klippa: Hareide eftir Úkaínuleikinn Um Úkraínu „Það var ekkert sem kom okkur á óvart. Við höndluðum þá vel. Þeir voru mikið með boltann en sköpuð sér fá ef einhver. Sá ekki síðara markið nægilega vel, vorum ekki með nógu marga menn til að verja svæðið.“ Framtíðin er björt „Ég held það. Margir öflugir ungir leikmenn sem geta þroskast í að verða virkilega góðir landsliðsmenn. Þurfum samt fleiri varnarmenn. Hjörtur (Hermannsson) er ekki að spila mikið hjá Pisa en hefur staðið sig vel þegar hann spilar í undankeppninni. Sérstaklega gegn Portúgal.“ „Þurfum að koma Daníel (Leó Grétarssyni) á hærra getustig. Hann kemst vonandi upp í dönsku úrvalsdeildina með liði sínu á næstu leiktíð. Sem stendur er Sverrir Ingi (Ingason) eini reyndi varnarmaðurinn okkar.“ „Á árum áður var Ísland með fullt af öflugum og reynslumiklum miðvörðum. Vildi að ég gæti fengið fleiri svoleiðis því nú erum við með fullt af góðum sóknarþenkjandi leikmönnum,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið tapaði 2-1 fyrir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi nú í sumar. Ísland komst yfir með frábæru marki Alberts Guðmundssonar í fyrri hálfleik en Úkraína skoraði tvívegis í þeim síðari og er nú á leið á EM. Þjálfari Íslands er þó mjög stoltur af liði sínu og telur fyrri hálfleikinn þann besta hjá liðinu undir hans tjórn. „Ég er mjög stoltur af strákunum og liðinu í heild. Við höfum tekið skref fram á við í þessum tveimur umspilsleikjum. Við höfum fengið inn gæðaleikmann sem breytir miklu sóknarlega, liðið er að berjast vel og fyrri hálfleikur var líklega það besta sem við höfum sýnt síðasta árið. Þetta er eitthvað til að byggja á.“ Um síðari hálfleikinn „Við höfðum ekki orku í löppunum til að hreyfa okkur jafn mikið, við þorðum ekki að halda boltanum lengur. Reyndum að breyta til, fengum Orra Stein (Óskarsson) inn fyrir Andra Lucas (Guðjohnsen). Hann hafði gert vel en Albert var að hjálpa til á miðjunni og við náðum ekki nægilega miklum krafti í sóknarleikinn.“ „Hákon (Arnar Haraldsson) stóð sig vel við að hjálpa til á miðjunni en það vantaði meiri kraft sóknarlega. Vorum að vonast til að Mikael (Egill Ellertsson) og Mikael (Neville Anderson) gætu komið okkur í framlengingu. Það gekk ekki að þessu sinni.“ Klippa: Hareide eftir Úkaínuleikinn Um Úkraínu „Það var ekkert sem kom okkur á óvart. Við höndluðum þá vel. Þeir voru mikið með boltann en sköpuð sér fá ef einhver. Sá ekki síðara markið nægilega vel, vorum ekki með nógu marga menn til að verja svæðið.“ Framtíðin er björt „Ég held það. Margir öflugir ungir leikmenn sem geta þroskast í að verða virkilega góðir landsliðsmenn. Þurfum samt fleiri varnarmenn. Hjörtur (Hermannsson) er ekki að spila mikið hjá Pisa en hefur staðið sig vel þegar hann spilar í undankeppninni. Sérstaklega gegn Portúgal.“ „Þurfum að koma Daníel (Leó Grétarssyni) á hærra getustig. Hann kemst vonandi upp í dönsku úrvalsdeildina með liði sínu á næstu leiktíð. Sem stendur er Sverrir Ingi (Ingason) eini reyndi varnarmaðurinn okkar.“ „Á árum áður var Ísland með fullt af öflugum og reynslumiklum miðvörðum. Vildi að ég gæti fengið fleiri svoleiðis því nú erum við með fullt af góðum sóknarþenkjandi leikmönnum,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Sjá meira