„Var hættur að horfa í spegil“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. apríl 2024 10:31 Árni var mest 130 kíló. Árni Björn Kristjánsson er í dag þriggja barna hamingjusamur faðir. En leiðin þangað var nokkuð erfið. „Ég hef alltaf verið í íþróttum en var frekar svona þybbið barn. Ég byrja í tennis þegar ég er tíu ára og fann mig þar. Ég var í því þangað til ég var um tvítugt og hætti þá bara alveg í íþróttum og í raun þá blés ég bara út eftir það,“ segir Árni og heldur áfram. „Ég vissi ekkert hvað ég vildi verða og lifði bara frekar óheilbrigðum lífsstíl á þessum tíma og var orðinn 130 kíló. Þarna leið mér mjög illa. Ég fer til heimilislæknis og hún vildi fara setja mig á blóðþrýstingslyf. Hún sagði við mig þá að annað hvort þyrfti ég að fara á þessi lyf og vera á þeim það sem eftir er, eða ég þyrfti að taka mig á. Foreldrar mínir skilja þegar ég er í kringum 8, 9 eða 10 ára aldurinn og það sat í mér og ég hef alltaf leitað í mat sem mín svona dópamínfíkn og þarf alveg enn þann dag í dag að passa mig mjög mikið.“ Árni á góðri stundu með börnunum sínum. Hann segir sjálfur að hann hafi ekki litið vel út á þessum tíma. „Ég var hættur að horfa í spegil. Þegar ég fór í sturtu, gerði ég allt til að sjá ekki í spegilinn og þurrkaði mér bara og fór í föt,“ segir Árni sem var á þessum tíma í sambandi með konu sem sleit því sambandi. „Það var rosalega erfitt en eftir á skil ég hana vel. Ég var ekkert að hugsa um sjálfan mig og það er erfitt að vera í sambandi með þannig manneskju.“ Í kjölfarið fór Árni í Crossfit og grenntist mikið. Hann segir að þá hafi honum farið að líða betur. En saga Árna er ekki búin þarna, og hægt er að sjá viðtal Sindra Sindrasonar í Íslandi í dag við þennan sterka mann í heild sinni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Var hættur að horfa í spegil Ísland í dag Heilsa Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ekki reyna að vera klettur og halda öllu inni“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá verða foreldrarnir að vera heilsuhraustir ef þeir ætla að sjá um þetta barn. Þannig að við setjum heilsuna okkar í forgang, alltaf,“ segir Árni Björn Kristjánsson, faðir langveikrar stúlku. 20. október 2020 08:01 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira
„Ég hef alltaf verið í íþróttum en var frekar svona þybbið barn. Ég byrja í tennis þegar ég er tíu ára og fann mig þar. Ég var í því þangað til ég var um tvítugt og hætti þá bara alveg í íþróttum og í raun þá blés ég bara út eftir það,“ segir Árni og heldur áfram. „Ég vissi ekkert hvað ég vildi verða og lifði bara frekar óheilbrigðum lífsstíl á þessum tíma og var orðinn 130 kíló. Þarna leið mér mjög illa. Ég fer til heimilislæknis og hún vildi fara setja mig á blóðþrýstingslyf. Hún sagði við mig þá að annað hvort þyrfti ég að fara á þessi lyf og vera á þeim það sem eftir er, eða ég þyrfti að taka mig á. Foreldrar mínir skilja þegar ég er í kringum 8, 9 eða 10 ára aldurinn og það sat í mér og ég hef alltaf leitað í mat sem mín svona dópamínfíkn og þarf alveg enn þann dag í dag að passa mig mjög mikið.“ Árni á góðri stundu með börnunum sínum. Hann segir sjálfur að hann hafi ekki litið vel út á þessum tíma. „Ég var hættur að horfa í spegil. Þegar ég fór í sturtu, gerði ég allt til að sjá ekki í spegilinn og þurrkaði mér bara og fór í föt,“ segir Árni sem var á þessum tíma í sambandi með konu sem sleit því sambandi. „Það var rosalega erfitt en eftir á skil ég hana vel. Ég var ekkert að hugsa um sjálfan mig og það er erfitt að vera í sambandi með þannig manneskju.“ Í kjölfarið fór Árni í Crossfit og grenntist mikið. Hann segir að þá hafi honum farið að líða betur. En saga Árna er ekki búin þarna, og hægt er að sjá viðtal Sindra Sindrasonar í Íslandi í dag við þennan sterka mann í heild sinni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Var hættur að horfa í spegil
Ísland í dag Heilsa Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ekki reyna að vera klettur og halda öllu inni“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá verða foreldrarnir að vera heilsuhraustir ef þeir ætla að sjá um þetta barn. Þannig að við setjum heilsuna okkar í forgang, alltaf,“ segir Árni Björn Kristjánsson, faðir langveikrar stúlku. 20. október 2020 08:01 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira
„Ekki reyna að vera klettur og halda öllu inni“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá verða foreldrarnir að vera heilsuhraustir ef þeir ætla að sjá um þetta barn. Þannig að við setjum heilsuna okkar í forgang, alltaf,“ segir Árni Björn Kristjánsson, faðir langveikrar stúlku. 20. október 2020 08:01