Kristian Nökkvi útaf í hálfleik þegar Ajax var niðurlægt Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2024 14:27 Kristian Nökkvi með boltann í leiknum í dag. Vísir/Getty Feyenoord valtaði yfir lið Ajax þegar liðin mættust í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þá var Willum Þór Willumsson í eldlínunni með Go Ahead Eagles. Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði Ajax sem mætti Feyenoord á útivelli í hollensku deildinni í dag. Feyenoord var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn á eftir toppliði PSV sem hefur haft töluverða yfirburði á tímabilinu. Ajax var hins vegar í 6. sæti og þarf að ná inn sigrum á næstunni til að ná í Evrópusæti á næsta tímabili. Það gekk ekki eftir í dag. Feyenoord hreinlega valtaði yfir stórliðið frá Amsterdam sem sá aldrei til sólar. Feyenoord var 3-0 yfir að loknum fyrri hálfleik og þrátt fyrir tvöfalda breytingu í hálfleik hjá Ajax, þar sem Kristian Nökkvi fór meðal annars af velli, lagaðist staðan ekki í seinni hálfleik. Feyenoord bætti við hverju markinu á fætur öðru og var komið í 6-0 um miðjan síðari hálfleikinn. Heimaliðið bætti við marki sem síðan var dæmt af vegna rangstöðu og lokatölur urðu 6-0. Niðurlæging fyrir stórlið Ajax sem hefur átt erfitt tímabil. Willum Þór og félagar fagna marki sínu í dag.Vísir/Getty Willum Þór Willumsson og samherjar hans í Go Ahead Eagles mættu liði Almere City á heimavelli en líkt og Ajax er lið Go Ahead Eagles í baráttu um sæti í Evrópukeppni. Willum Þór var í byrjunarliði heimamanna sem komst í 1-0 strax eftir ellefu mínútna leik en gestunum í Almere City tókst að jafna skömmu síðar. Staðan í hálfleik var 1-1 og fengu heimamenn fá færi til að skora í síðari hálfleiknum. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og Go Ahead Eagles áfram í 7. sæti deildarinnar og missti af tækifærinu að minnka muninn á Ajax í sætinu fyrir ofan. Í Noregi var bróðir Willums, Brynjólfur Willumsson Andersen í byrjunarliði Kristiansund sem mætti KFUM Oslo. Mörk frá báðum liðum í uppbótartíma fyrri hálfleiks sáu til þess að staðan var 1-1 í hálfleik. Ekki var meira skorað í síðari hálfleiknum og 1-1 jafntefli því niðurstaðan. Þetta var annar leikur Kristiansund í norsku deildinni en liðið vann góðan útisigur á Lilleström í fyrstu umferðinni. Hollenski boltinn Norski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Sjá meira
Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði Ajax sem mætti Feyenoord á útivelli í hollensku deildinni í dag. Feyenoord var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn á eftir toppliði PSV sem hefur haft töluverða yfirburði á tímabilinu. Ajax var hins vegar í 6. sæti og þarf að ná inn sigrum á næstunni til að ná í Evrópusæti á næsta tímabili. Það gekk ekki eftir í dag. Feyenoord hreinlega valtaði yfir stórliðið frá Amsterdam sem sá aldrei til sólar. Feyenoord var 3-0 yfir að loknum fyrri hálfleik og þrátt fyrir tvöfalda breytingu í hálfleik hjá Ajax, þar sem Kristian Nökkvi fór meðal annars af velli, lagaðist staðan ekki í seinni hálfleik. Feyenoord bætti við hverju markinu á fætur öðru og var komið í 6-0 um miðjan síðari hálfleikinn. Heimaliðið bætti við marki sem síðan var dæmt af vegna rangstöðu og lokatölur urðu 6-0. Niðurlæging fyrir stórlið Ajax sem hefur átt erfitt tímabil. Willum Þór og félagar fagna marki sínu í dag.Vísir/Getty Willum Þór Willumsson og samherjar hans í Go Ahead Eagles mættu liði Almere City á heimavelli en líkt og Ajax er lið Go Ahead Eagles í baráttu um sæti í Evrópukeppni. Willum Þór var í byrjunarliði heimamanna sem komst í 1-0 strax eftir ellefu mínútna leik en gestunum í Almere City tókst að jafna skömmu síðar. Staðan í hálfleik var 1-1 og fengu heimamenn fá færi til að skora í síðari hálfleiknum. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og Go Ahead Eagles áfram í 7. sæti deildarinnar og missti af tækifærinu að minnka muninn á Ajax í sætinu fyrir ofan. Í Noregi var bróðir Willums, Brynjólfur Willumsson Andersen í byrjunarliði Kristiansund sem mætti KFUM Oslo. Mörk frá báðum liðum í uppbótartíma fyrri hálfleiks sáu til þess að staðan var 1-1 í hálfleik. Ekki var meira skorað í síðari hálfleiknum og 1-1 jafntefli því niðurstaðan. Þetta var annar leikur Kristiansund í norsku deildinni en liðið vann góðan útisigur á Lilleström í fyrstu umferðinni.
Hollenski boltinn Norski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Sjá meira