„Við fórum mögulega smá í svona krúskontról á slæman hátt“ Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2024 22:59 Atli Sigurjónsson fær hjálp frá liðsfélögum sínum eftir að hafa skorað fyrir KR. Vísir/Anton Brink Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, var að vonum sáttur eftir dramatískan 4-3 sigur KR gegn Fylki í Árbænum nú í kvöld. „Fyrstu viðbrögð eru svona smá svekkelsi með það hvernig við enduðum leikinn en þegar maður er búinn að jafna sig á því þá er þetta bara góður sigur.“ Sagði Atli strax að leik loknum. Atli hefur verið einn af mikilvægustu mönnum KR á undanförnum árum en hefur því miður ekki geta leikið mikið með KR á undirbúningstímabilinu. Atli kom inn á í upphafi seinni hálfleiks eftir að Hrafn Tómasson þurfti að fara meiddur af velli en hann hafði komið inn á í fyrri hálfleik fyrir Aron Sigurðarson. Atli var því þriðji maðurinn í dag til að leika á vinstri vængnum fyrir KR og tókst heldur betur að setja mark sitt á leikinn. En hvernig er að vera kominn aftur á völlinn? „Það var auðvitað mjög gaman. Það er búið að vera frekar leiðinlegt að spila engan fótbolta í sirka hálft ár en þetta var bara geggjað. Góð mæting í stúkuna hörkuleikur auðvitað. Ég er kominn í fínt form, kem ábyggilega inn af bekknum í einn eða tvo leiki í viðbót, mesta lagi þrjá og svo er ég klár í 90 mínútur.“ Atli skoraði glæsilegt mark eftir að hafa tekið ábyggilega 50 metra sprett þegar hann slapp einn í gegn eftir að KR-ingar náðu að hreinsa boltann fram. Atli lá aðeins eftir sprettinn en tókst þó að klára leikinn. „Hann (Ólafur Kristófer, markvörður Fylkis) lenti svolítið illa ofan á öxlinni á mér en það jafnar sig fljótt hugsa ég.“ Atli kom svo KR 4-1 yfir þegar um það bil 10 mínútur voru eftir af leiknum en við slökuðu KR-ingar full mikið á og það mátti ekki miklu muna að heimamenn jöfnuðu undir lok leiksins. „Við verðum smá kærulausir. Við fórum mögulega smá í svona krúskontról á slæman hátt eftir að við komumst 4-1 yfir. Mér fannst við verða værukærir og já þetta var bara alls ekki gott og eitthvað sem við þurfum að skoða og passa að þetta gerist ekki aftur.“ Besta deild karla KR Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR vann sterkan 3-4 sigur er liðið heimsótti Fylki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þrjú mörk á tíu mínútna kafla kláruðu dæmið fyrir gestina. 7. apríl 2024 18:31 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru svona smá svekkelsi með það hvernig við enduðum leikinn en þegar maður er búinn að jafna sig á því þá er þetta bara góður sigur.“ Sagði Atli strax að leik loknum. Atli hefur verið einn af mikilvægustu mönnum KR á undanförnum árum en hefur því miður ekki geta leikið mikið með KR á undirbúningstímabilinu. Atli kom inn á í upphafi seinni hálfleiks eftir að Hrafn Tómasson þurfti að fara meiddur af velli en hann hafði komið inn á í fyrri hálfleik fyrir Aron Sigurðarson. Atli var því þriðji maðurinn í dag til að leika á vinstri vængnum fyrir KR og tókst heldur betur að setja mark sitt á leikinn. En hvernig er að vera kominn aftur á völlinn? „Það var auðvitað mjög gaman. Það er búið að vera frekar leiðinlegt að spila engan fótbolta í sirka hálft ár en þetta var bara geggjað. Góð mæting í stúkuna hörkuleikur auðvitað. Ég er kominn í fínt form, kem ábyggilega inn af bekknum í einn eða tvo leiki í viðbót, mesta lagi þrjá og svo er ég klár í 90 mínútur.“ Atli skoraði glæsilegt mark eftir að hafa tekið ábyggilega 50 metra sprett þegar hann slapp einn í gegn eftir að KR-ingar náðu að hreinsa boltann fram. Atli lá aðeins eftir sprettinn en tókst þó að klára leikinn. „Hann (Ólafur Kristófer, markvörður Fylkis) lenti svolítið illa ofan á öxlinni á mér en það jafnar sig fljótt hugsa ég.“ Atli kom svo KR 4-1 yfir þegar um það bil 10 mínútur voru eftir af leiknum en við slökuðu KR-ingar full mikið á og það mátti ekki miklu muna að heimamenn jöfnuðu undir lok leiksins. „Við verðum smá kærulausir. Við fórum mögulega smá í svona krúskontról á slæman hátt eftir að við komumst 4-1 yfir. Mér fannst við verða værukærir og já þetta var bara alls ekki gott og eitthvað sem við þurfum að skoða og passa að þetta gerist ekki aftur.“
Besta deild karla KR Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR vann sterkan 3-4 sigur er liðið heimsótti Fylki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þrjú mörk á tíu mínútna kafla kláruðu dæmið fyrir gestina. 7. apríl 2024 18:31 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR vann sterkan 3-4 sigur er liðið heimsótti Fylki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þrjú mörk á tíu mínútna kafla kláruðu dæmið fyrir gestina. 7. apríl 2024 18:31
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn