Stjörnufans á Nesinu og forsetahjónin skella sér í pottinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2024 10:05 Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid bjuggu á Seltjarnarnesinu áður en Guðni var kjörinn forseti Íslands árið 2016. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Eliza Reid forsetafrú fara í opinbera heimsókn til Seltjarnarness á morgun í tilefni af 50 ára afmæli bæjarins. Seltjarnarnes hlaut kaupstaðarréttindi í lok mars 1974. Stjörnur á borð við Jón Jónsson, Bubba Morthens, Helga Hrafn og Tinu Dickow, Víking Heiðar og Jóhann Helgason koma fram. Heimsóknin hefst klukkan 07:40 í Sundlaug Seltjarnarness þar sem Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri tekur á móti forsetahjónum og fara þau í heita pottinn saman ásamt fastagestum laugarinnar. Að því loknu heimsækja forsetahjón bæjarskrifstofur Seltjarnarnesbæjar þar sem þau njóta morgunkaffis með starfsfólki og fá kynningu á uppbyggingu og helstu verkefnum bæjarins um þessar mundir. Þá ávarpar forseti hátíðarfund bæjarstjórnar í tilefni 50 ára afmælisins. Bæjarskrifstofur Seltjarnarness.Vísir/Arnar Forsetahjón munu að því loknu heimsækja fjölda stofnana og fyrirtækja á Seltjarnarnesi til að fræðast um bæjarlífið og ræða við íbúa. Byrjað verður í Mýrarhúsaskóla, Valhúsaskóla og leikskólanum Mánabrekku. Lúðrasveit tónlistarskólans leiðir göngu milli lóðanna og við Mánabrekku sameinast leikskólabörn og syngja fyrir forsetahjón og föruneyti. Því næst heimsækja hjónin nýsköpunarhúsið Innovation House og Vivaldi á Eiðistorgi og fá þar kynningu á starfsemi ungra frumkvöðla og sprotafyrirtækja sem þar hafa aðstöðu. Þaðan verður gengið yfir á Bókasafn Seltjarnarness og þar sem opnuð verður sýningin „Stiklað á stóru um sögu Seltjarnarness“. Nokkrir Seltirningar segja frá minningum sínum af uppbyggingu bæjarins og forseti ávarpar gesti. Von er á margmenni á Eiðistorg seinni partinn á morgun.Vísir/Vilhelm Þegar líður að hádegi verður haldið í skoðunarferð út í Gróttu. Á leiðinni verður Seltjarnarneskirkja heimsótt og komið við í góðgerðarversluninni Elley auk þess sem numið verður staðar við hitaveituhúsið, hákarlahjallinn og listaverkið Bollastein. Því næst verður fjaran gengin út í Gróttu, náttúran og húsin í eyjunni skoðuð auk þess sem farið verður upp í Gróttuvita. Þá verður hádegisverður snæddur á veitingastaðnum Ráðagerði. Eftir hádegi heimsækja forsetahjón hjúkrunarheimilið Seltjörn og síðan safnasvæðið þar sem þau skoða verðandi Náttúruhús, Lyfjafræðisafnið. Þá verður Tónlistarskóli Seltjarnarness heimsóttur en þar mun Víkingur Heiðar Ólafsson vígja nýjan konsertflygil sem keyptur var í tilefni af 50 ára afmæli skólans. Forsetahjón heimsækja að því loknu félagsstarf í íbúðakjarna eldri bæjarbúa á Skólabraut og líta loks inn á síðdegisæfingum barna í íþróttahúsinu. Opinberri heimsókn forsetahjóna til Seltjarnarness lýkur með þátttöku í afmælishátíð á Eiðistorgi þar sem blásið er til kl. 16:30 fyrir íbúa bæjarins. Þar verður boðið upp á afmælisköku og fjöldi tónlistarfólks frá Seltjarnarnesi kemur fram. Má þar nefna Jón Jónsson ásamt ungum tónlistarskólanemum, einnig Bubba Morthens og Jóhann Helgason ásamt Selkórnum auk hjónanna Helga Hrafns og Tinu Dickow. Eva María Jónsdóttir stýrir veislunni. Eftir því sem fréttastofa kemst næst gefa listamennirnir allir vinnu sína á þessum tímamótum bæjarins. Forseti flytur hátíðarávarp og færir bæjarstjóra gjöf til bæjarins. Seltjarnarnes Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Heimsóknin hefst klukkan 07:40 í Sundlaug Seltjarnarness þar sem Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri tekur á móti forsetahjónum og fara þau í heita pottinn saman ásamt fastagestum laugarinnar. Að því loknu heimsækja forsetahjón bæjarskrifstofur Seltjarnarnesbæjar þar sem þau njóta morgunkaffis með starfsfólki og fá kynningu á uppbyggingu og helstu verkefnum bæjarins um þessar mundir. Þá ávarpar forseti hátíðarfund bæjarstjórnar í tilefni 50 ára afmælisins. Bæjarskrifstofur Seltjarnarness.Vísir/Arnar Forsetahjón munu að því loknu heimsækja fjölda stofnana og fyrirtækja á Seltjarnarnesi til að fræðast um bæjarlífið og ræða við íbúa. Byrjað verður í Mýrarhúsaskóla, Valhúsaskóla og leikskólanum Mánabrekku. Lúðrasveit tónlistarskólans leiðir göngu milli lóðanna og við Mánabrekku sameinast leikskólabörn og syngja fyrir forsetahjón og föruneyti. Því næst heimsækja hjónin nýsköpunarhúsið Innovation House og Vivaldi á Eiðistorgi og fá þar kynningu á starfsemi ungra frumkvöðla og sprotafyrirtækja sem þar hafa aðstöðu. Þaðan verður gengið yfir á Bókasafn Seltjarnarness og þar sem opnuð verður sýningin „Stiklað á stóru um sögu Seltjarnarness“. Nokkrir Seltirningar segja frá minningum sínum af uppbyggingu bæjarins og forseti ávarpar gesti. Von er á margmenni á Eiðistorg seinni partinn á morgun.Vísir/Vilhelm Þegar líður að hádegi verður haldið í skoðunarferð út í Gróttu. Á leiðinni verður Seltjarnarneskirkja heimsótt og komið við í góðgerðarversluninni Elley auk þess sem numið verður staðar við hitaveituhúsið, hákarlahjallinn og listaverkið Bollastein. Því næst verður fjaran gengin út í Gróttu, náttúran og húsin í eyjunni skoðuð auk þess sem farið verður upp í Gróttuvita. Þá verður hádegisverður snæddur á veitingastaðnum Ráðagerði. Eftir hádegi heimsækja forsetahjón hjúkrunarheimilið Seltjörn og síðan safnasvæðið þar sem þau skoða verðandi Náttúruhús, Lyfjafræðisafnið. Þá verður Tónlistarskóli Seltjarnarness heimsóttur en þar mun Víkingur Heiðar Ólafsson vígja nýjan konsertflygil sem keyptur var í tilefni af 50 ára afmæli skólans. Forsetahjón heimsækja að því loknu félagsstarf í íbúðakjarna eldri bæjarbúa á Skólabraut og líta loks inn á síðdegisæfingum barna í íþróttahúsinu. Opinberri heimsókn forsetahjóna til Seltjarnarness lýkur með þátttöku í afmælishátíð á Eiðistorgi þar sem blásið er til kl. 16:30 fyrir íbúa bæjarins. Þar verður boðið upp á afmælisköku og fjöldi tónlistarfólks frá Seltjarnarnesi kemur fram. Má þar nefna Jón Jónsson ásamt ungum tónlistarskólanemum, einnig Bubba Morthens og Jóhann Helgason ásamt Selkórnum auk hjónanna Helga Hrafns og Tinu Dickow. Eva María Jónsdóttir stýrir veislunni. Eftir því sem fréttastofa kemst næst gefa listamennirnir allir vinnu sína á þessum tímamótum bæjarins. Forseti flytur hátíðarávarp og færir bæjarstjóra gjöf til bæjarins.
Seltjarnarnes Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning