Kveðjugjöf Katrínar Stefán Halldórsson skrifar 11. apríl 2024 17:01 Það er hefð fyrir þvi á vinnustöðum landsins að gefa kveðjugjöf þegar aðili sem staðið hefur vaktina í lengri tíma kveður, hvort sem við taka eftirlaun eða nýjar áskoranir á nýjum vinnustað. Í síðustu viku tilkynnti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra til rúmlega sex ára og formaður Vinstri Grænna, um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Tilkynningin kom engum á óvart sem fylgst hafði með umræðunni, teikn höfðu lengi verið á lofti, gárurnar í tebollanum sögðu sína sögu og ekki ljúga spádómsbeinin. Katrín sneri hins vegar dæminu við og gaf landsmönnum stórskemmtilega gjöf, uppstokkun í ríkisstjórninni sem skilaði okkur nýjum (innan harkalegra gæsalappa) forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra, ásamt nýjum matvælaráðherra. Það er skiljanlegt að Katrín vilji skipta um starfsvettvang, þó langt sé í kosningar. Starfið sem hún sækist eftir er í grunninn frekar einfalt og nett, að vera stoltur fulltrúi lands og þjóðar, sameiningartákn og klettur í ólgusjó breytinga og óvissu. Og hver þekkir breytingar betur en einmitt Katrín? Sami gaurinn og hún tók við af sem forsætisráðherra breyttist í fjármálaráðherra, þvínæst utanríkisráðherra og verður svo að lokum aftur forsætisráðherra þegar Katrín hefur skilað staffapassanum. Þetta er hringrás lífsins eins og Múfasa útskýrði fyrir Simba á meðan allt lék í lyndi, „við étum antilópurnar, deyjum og breytumst í gras sem antilópurnar éta”. En hverjir eru hverjir í þessari sviðsmynd? Ég hef á tilfinningunni að við sem fylgjumst með sirkusnum á hliðarlínunni séum annað hvort antilópurnar eða grasið, étin vinstri/hægri. Ef ævintýrið um Simba hefur kennt okkur eitthvað þá er það sú lexía að sterk sýn leiðtoga og göfug markmið mega sín lítils ef undir niðri kraumar óánægja og öfund, kannski Múfasa hefði lifað ef Skari hefði bara fengið sendiherrastöðu í stað þess að húka fýldur í helli, í skugga bróður síns. En hvað með það, Katrín stefnir á Bessastaði og kveður Alþingi með öllu því stressi og veseni sem þar kraumar. Aðskilnaður frá Bjarna og co. getur bara gert henni gott en þó má benda á þá staðreynd að ef ætlunin er að fjarlægjast Sjálfstæðisflokkinn eru búferlaflutningar í Garðabæinn kannski ekki besta lausnin. En hver veit, kannski getur Katrín stuðlað að jákvæðum breytingum í embætti forseta, við skulum bara stilla væntingunum í hóf. Kjörbúð á Álftanesi og stærri öldur í öldulauginni hljóma eins og raunhæf markmið fyrir leiðtoga fólksins. Kveðjugjöf Katrínar er stjórnarsamstarf sem hangir saman á einhvers konar Stokkhólmsheilkenni á sterum, þingflokkur sem næði ekki manni inn ef kosið væri núna og forsætisráðherra sem getur varla pantað sér hálfan bræðing á Subway án þess að úr verði hneykslismál og uppstokkun á ráðuneyti. Mætti ég þá frekar biðja um gjafabréf í dekur og tvo fyrir einn í sund? Höfundur er ekki í framboði til embættis forseta Íslands.....enn sem komið er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Alþingi Vinstri græn Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hefð fyrir þvi á vinnustöðum landsins að gefa kveðjugjöf þegar aðili sem staðið hefur vaktina í lengri tíma kveður, hvort sem við taka eftirlaun eða nýjar áskoranir á nýjum vinnustað. Í síðustu viku tilkynnti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra til rúmlega sex ára og formaður Vinstri Grænna, um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Tilkynningin kom engum á óvart sem fylgst hafði með umræðunni, teikn höfðu lengi verið á lofti, gárurnar í tebollanum sögðu sína sögu og ekki ljúga spádómsbeinin. Katrín sneri hins vegar dæminu við og gaf landsmönnum stórskemmtilega gjöf, uppstokkun í ríkisstjórninni sem skilaði okkur nýjum (innan harkalegra gæsalappa) forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra, ásamt nýjum matvælaráðherra. Það er skiljanlegt að Katrín vilji skipta um starfsvettvang, þó langt sé í kosningar. Starfið sem hún sækist eftir er í grunninn frekar einfalt og nett, að vera stoltur fulltrúi lands og þjóðar, sameiningartákn og klettur í ólgusjó breytinga og óvissu. Og hver þekkir breytingar betur en einmitt Katrín? Sami gaurinn og hún tók við af sem forsætisráðherra breyttist í fjármálaráðherra, þvínæst utanríkisráðherra og verður svo að lokum aftur forsætisráðherra þegar Katrín hefur skilað staffapassanum. Þetta er hringrás lífsins eins og Múfasa útskýrði fyrir Simba á meðan allt lék í lyndi, „við étum antilópurnar, deyjum og breytumst í gras sem antilópurnar éta”. En hverjir eru hverjir í þessari sviðsmynd? Ég hef á tilfinningunni að við sem fylgjumst með sirkusnum á hliðarlínunni séum annað hvort antilópurnar eða grasið, étin vinstri/hægri. Ef ævintýrið um Simba hefur kennt okkur eitthvað þá er það sú lexía að sterk sýn leiðtoga og göfug markmið mega sín lítils ef undir niðri kraumar óánægja og öfund, kannski Múfasa hefði lifað ef Skari hefði bara fengið sendiherrastöðu í stað þess að húka fýldur í helli, í skugga bróður síns. En hvað með það, Katrín stefnir á Bessastaði og kveður Alþingi með öllu því stressi og veseni sem þar kraumar. Aðskilnaður frá Bjarna og co. getur bara gert henni gott en þó má benda á þá staðreynd að ef ætlunin er að fjarlægjast Sjálfstæðisflokkinn eru búferlaflutningar í Garðabæinn kannski ekki besta lausnin. En hver veit, kannski getur Katrín stuðlað að jákvæðum breytingum í embætti forseta, við skulum bara stilla væntingunum í hóf. Kjörbúð á Álftanesi og stærri öldur í öldulauginni hljóma eins og raunhæf markmið fyrir leiðtoga fólksins. Kveðjugjöf Katrínar er stjórnarsamstarf sem hangir saman á einhvers konar Stokkhólmsheilkenni á sterum, þingflokkur sem næði ekki manni inn ef kosið væri núna og forsætisráðherra sem getur varla pantað sér hálfan bræðing á Subway án þess að úr verði hneykslismál og uppstokkun á ráðuneyti. Mætti ég þá frekar biðja um gjafabréf í dekur og tvo fyrir einn í sund? Höfundur er ekki í framboði til embættis forseta Íslands.....enn sem komið er.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar