Segir að nú sé komið að Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. apríl 2024 23:00 Mbappé er nú búinn að skora 8 mörk í Meistaradeild Evrópu á leiktíðinni. Xavier Laine/Getty Images Rio Ferdinand, fyrrverandi varnarmaður Manchester United og enska landsliðsins, telur að nú sé tími Kylian Mbappé í Meistaradeild Evrópu kominn. Lið Mbappé, París Saint-Germain, tryggði sér fyrr í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. PSG lagði Barcelona 4-1 á útivelli í ótrúlegum leik eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli 3-2. Liðið er nú komið í undanúrslit þar sem Borussia Dortmund bíður. Mbappé skoraði tvívegis í kvöld og hefði getað skorað eitt eða ef til vill tvö til viðbótar ef ekki hefði verið fyrir Marc-André ter Stegen í marki Börsunga. Ferdinand, sem vann Meistaradeildina einu sinni á sínum ferli en fór tvívegis til viðbótar í úrslit til þess eins að tapa gegn Barcelona, starfar í dag sem sérfræðingur fyrir hina ýmsu miðla á Bretlandi. Hann var meðal þeirra sem fjallaði um sigur PSG í kvöld og telur varnarmaðurinn fyrrverandi að tími Mbappé sé kominn. „Ég tel að sumt fólk virðist einfaldlega hafa fengið blessun að ofan og þegar það gerist þá sé þeirra tími kominn. Mér líður þannig nú með Mbappé.. „Annað markið hans, boltinn fellur ekki svona fyrir neinn annan en hann fellur svona fyrir Mbappé af því hann er þessi leikmaður. Það kemur augnablik í undanúrslitunum þar sem Mbappé mun taka yfir.“ „Ég held að Cristiano Ronaldo og Lionel Messi séu einu leikmennirnir með fleiri mörk í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann er í þeim gæðaflokki,“ sagði Rio að endingu. Only Cristiano Ronaldo (23 in 39 games) has scored more away goals in the knockout rounds of the Champions League than Kylian Mbappé (15).The Frenchman has done it in 12 games. pic.twitter.com/BJkUTfiOrp— Squawka (@Squawka) April 16, 2024 Núverandi tímabil gæti verið síðasti séns Mbappé til að vinna Meistaradeildina með PSG þar sem það virðist allt benda til þess að hann gangi í raðir Real Madríd í sumar. Hann hefur einu sinni áður komist í úrslit en það var árið 2020 þegar PSG tapaði 1-0 gegn Bayern München í úrslitum. Alls hefur hinn 25 ára gamli Mbappé skorað 48 mörk og gefið 26 stoðsendingar í 71 Meistaradeildarleik til þessa á ferlinum. Reikna má með að hann brjóti 50 marka múrinn áður en tímabilinu lýkur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
PSG lagði Barcelona 4-1 á útivelli í ótrúlegum leik eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli 3-2. Liðið er nú komið í undanúrslit þar sem Borussia Dortmund bíður. Mbappé skoraði tvívegis í kvöld og hefði getað skorað eitt eða ef til vill tvö til viðbótar ef ekki hefði verið fyrir Marc-André ter Stegen í marki Börsunga. Ferdinand, sem vann Meistaradeildina einu sinni á sínum ferli en fór tvívegis til viðbótar í úrslit til þess eins að tapa gegn Barcelona, starfar í dag sem sérfræðingur fyrir hina ýmsu miðla á Bretlandi. Hann var meðal þeirra sem fjallaði um sigur PSG í kvöld og telur varnarmaðurinn fyrrverandi að tími Mbappé sé kominn. „Ég tel að sumt fólk virðist einfaldlega hafa fengið blessun að ofan og þegar það gerist þá sé þeirra tími kominn. Mér líður þannig nú með Mbappé.. „Annað markið hans, boltinn fellur ekki svona fyrir neinn annan en hann fellur svona fyrir Mbappé af því hann er þessi leikmaður. Það kemur augnablik í undanúrslitunum þar sem Mbappé mun taka yfir.“ „Ég held að Cristiano Ronaldo og Lionel Messi séu einu leikmennirnir með fleiri mörk í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann er í þeim gæðaflokki,“ sagði Rio að endingu. Only Cristiano Ronaldo (23 in 39 games) has scored more away goals in the knockout rounds of the Champions League than Kylian Mbappé (15).The Frenchman has done it in 12 games. pic.twitter.com/BJkUTfiOrp— Squawka (@Squawka) April 16, 2024 Núverandi tímabil gæti verið síðasti séns Mbappé til að vinna Meistaradeildina með PSG þar sem það virðist allt benda til þess að hann gangi í raðir Real Madríd í sumar. Hann hefur einu sinni áður komist í úrslit en það var árið 2020 þegar PSG tapaði 1-0 gegn Bayern München í úrslitum. Alls hefur hinn 25 ára gamli Mbappé skorað 48 mörk og gefið 26 stoðsendingar í 71 Meistaradeildarleik til þessa á ferlinum. Reikna má með að hann brjóti 50 marka múrinn áður en tímabilinu lýkur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira