Vandamálaráðuneytið útnefndi hinn fimmtán ára Viðar til sigurs Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. apríl 2024 12:00 Viðar ásamt Lilju Dögg Alferðsdóttur menningarmálaráðherra. Stjórnarráðið Hinn fimmtán ára gamli Viðar Már Friðjónsson hlaut fyrstu verðlaun í efniskeppni Vandamálaráðuneytisins, sem snerist um að búa til efni á fjölbreyttri íslensku. Patrekur Jaime og Sunneva Einars, ráðuneytisstjórar verkefnisins höfðu vakið athygli í auglýsingum fyrir keppnina. Framlag Viðars í keppninni, sem leiddi hann til sigurs, var endurgerð atriðis úr stórmyndinni Dune 2. Atriðið hafði hann þýtt yfir á íslensku auk þess sem hann föndraði leikmuni, endurgerði atriðið á upptöku og klippti. Afurðin, Dúna: Seinni hluti, er aðgengileg á vef verkefnisins. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hafnfirðingurinn Viðar Már þegar framleitt tvær aðrar bíómyndir ásamt vinum sínum og sýnt aðra þeirra í Bæjarbíói. Aðspurður hvað hann ætli að gera við þrjú hundruð þúsund kallinn sem hann fékk í verðlaun segist hann vera að vinna að þáttum með vinum sínum og eitthvað af peningunum gæti nýst í það. Í tilkynningu segir að vandamálaráðuneytið hafi fengið til liðs við sig margs konar hæfileikafólk til þess að hvetja sem flesta til þess að gera fjölbreytt samfélagsmiðlaefni á fjölbreyttri íslensku. Meðal þeirra eru raunveruleikastjörnurnar Patrekur Jaime og Sunneva Einars. Auglýsinguna má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Vandamálið (@vandamalid) „Þátttakendur í keppninni sýndu og sönnuðu að íslenskan er bæði sprelllifandi og mjög skapandi tungumál og átti dómnefnd keppninnar út töluvert vöndu að ráða,“ segir í tilkynningu. Alls bárust rúmlega 160 innsendingar í efniskeppnina sem skipulögð var af hinu nýja „ráðuneyti“ í vetur. Það er menningar- og viðskiptaráðuneytið í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið og forsætisráðuneytið sem standa að baki verkefninu. Menning Íslensk tunga Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
Framlag Viðars í keppninni, sem leiddi hann til sigurs, var endurgerð atriðis úr stórmyndinni Dune 2. Atriðið hafði hann þýtt yfir á íslensku auk þess sem hann föndraði leikmuni, endurgerði atriðið á upptöku og klippti. Afurðin, Dúna: Seinni hluti, er aðgengileg á vef verkefnisins. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hafnfirðingurinn Viðar Már þegar framleitt tvær aðrar bíómyndir ásamt vinum sínum og sýnt aðra þeirra í Bæjarbíói. Aðspurður hvað hann ætli að gera við þrjú hundruð þúsund kallinn sem hann fékk í verðlaun segist hann vera að vinna að þáttum með vinum sínum og eitthvað af peningunum gæti nýst í það. Í tilkynningu segir að vandamálaráðuneytið hafi fengið til liðs við sig margs konar hæfileikafólk til þess að hvetja sem flesta til þess að gera fjölbreytt samfélagsmiðlaefni á fjölbreyttri íslensku. Meðal þeirra eru raunveruleikastjörnurnar Patrekur Jaime og Sunneva Einars. Auglýsinguna má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Vandamálið (@vandamalid) „Þátttakendur í keppninni sýndu og sönnuðu að íslenskan er bæði sprelllifandi og mjög skapandi tungumál og átti dómnefnd keppninnar út töluvert vöndu að ráða,“ segir í tilkynningu. Alls bárust rúmlega 160 innsendingar í efniskeppnina sem skipulögð var af hinu nýja „ráðuneyti“ í vetur. Það er menningar- og viðskiptaráðuneytið í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið og forsætisráðuneytið sem standa að baki verkefninu.
Menning Íslensk tunga Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira