Fjórar dýrindis diskósúpur úr hráefnum sem annars hefði verið hent Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. maí 2024 22:07 Marta María Arnarsdóttir, skólameistari Hússtjórnaskólans í Reykjavík og Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og kennari stóðu að diskósúpuviðburðinum í Hússtjórnarskólanum Vísir/Einar Nýjustu rannsóknir sýna hver Íslendingur hendir að meðaltali 160 kílóum af mat á ári. Nemendur í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík héldu upp á alþjóðlega diskósúpudaginn á dögunum með súpuveislu úr hráefnum sem annars hefði átt að henda. Slow Food samtökin tileinka síðast laugardag í apríl matarsóunarmálum á heimsvísu. Þá eru útbúnar súpur víðsvegar um heiminn til að vekja athygli á þessu stóra vandamáli. Nýjustu rannsóknir sýna að hver íslendingur hendir að meðaltali 160 kílóum af mat á ári. Þá eru ekki meðtalin matvæli í vökvaformi sem fara í niðurfallið. Nemendur í Hússtjórnunarskólanum í Reykjavík buðu á dögunum upp á svokallaðar diskósúpur sem unnar voru úr hráefnum sem annars hefði verið hent. „Það er svo mikilvægt að við komum því strax inn til unga fólksins okkar, hvernig við horfum á og umgöngumst matinn og lítum ekki á afganga sem rusl heldur hráefni í nýja rétti,“ segir Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og kennari. „Og lærum að smakka okkur til, búa til geggjaðar súpur og borða svo bara lausnina á þessum risastóra loftlagsvanda.“ Fréttamaður smakkaði blómkálssúpuna og getur staðfest að hún var algjörlega himnensk. Vísir/Einar Úr afgangshráefnunum urðu til fjórar ljómandi góðar súpur. Blómkálssúpa, graskerssúpa, sætkartöflusúpa með karrí og hnausþykk grænmetissúpa. „Þegar það er gott hráefni fyrir framan mann, þó það sé beygluð gulrót eða dós sem miðinn hefur eyðilagst á og átti þessvegna að henda í búðinni, þá er ekkert að því. Og þarna komum við sem matreiðslumeistarar eða kennarar inn til að kenna krökkunum og okkur sjálfum að treysta nefinu okkar og treysta hráefnunum sem við erum með,“ segir Dóra. Hússtjórnarskólinn í Reykjavík.Vísir/Einar Marta María Arnarsdóttir, skólameistari hússtjórnaskólans segir nemendur hafa tekið framtakinu vel. „Þau eru mjög til í flest það sem okkur dettur í hug hérna innanhúss. Dóra var líka búin að koma fyrr á önninni og kenna þeim matargerð sem er góð fyrir umhverfið, um grænmetisrétti og svoleiðis. Þannig þau þekktu Dóru vel og voru mjög jákvæð gagnvart þessu uppátæki.“ Matur Skóla- og menntamál Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
Slow Food samtökin tileinka síðast laugardag í apríl matarsóunarmálum á heimsvísu. Þá eru útbúnar súpur víðsvegar um heiminn til að vekja athygli á þessu stóra vandamáli. Nýjustu rannsóknir sýna að hver íslendingur hendir að meðaltali 160 kílóum af mat á ári. Þá eru ekki meðtalin matvæli í vökvaformi sem fara í niðurfallið. Nemendur í Hússtjórnunarskólanum í Reykjavík buðu á dögunum upp á svokallaðar diskósúpur sem unnar voru úr hráefnum sem annars hefði verið hent. „Það er svo mikilvægt að við komum því strax inn til unga fólksins okkar, hvernig við horfum á og umgöngumst matinn og lítum ekki á afganga sem rusl heldur hráefni í nýja rétti,“ segir Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og kennari. „Og lærum að smakka okkur til, búa til geggjaðar súpur og borða svo bara lausnina á þessum risastóra loftlagsvanda.“ Fréttamaður smakkaði blómkálssúpuna og getur staðfest að hún var algjörlega himnensk. Vísir/Einar Úr afgangshráefnunum urðu til fjórar ljómandi góðar súpur. Blómkálssúpa, graskerssúpa, sætkartöflusúpa með karrí og hnausþykk grænmetissúpa. „Þegar það er gott hráefni fyrir framan mann, þó það sé beygluð gulrót eða dós sem miðinn hefur eyðilagst á og átti þessvegna að henda í búðinni, þá er ekkert að því. Og þarna komum við sem matreiðslumeistarar eða kennarar inn til að kenna krökkunum og okkur sjálfum að treysta nefinu okkar og treysta hráefnunum sem við erum með,“ segir Dóra. Hússtjórnarskólinn í Reykjavík.Vísir/Einar Marta María Arnarsdóttir, skólameistari hússtjórnaskólans segir nemendur hafa tekið framtakinu vel. „Þau eru mjög til í flest það sem okkur dettur í hug hérna innanhúss. Dóra var líka búin að koma fyrr á önninni og kenna þeim matargerð sem er góð fyrir umhverfið, um grænmetisrétti og svoleiðis. Þannig þau þekktu Dóru vel og voru mjög jákvæð gagnvart þessu uppátæki.“
Matur Skóla- og menntamál Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira