Nú getum við brotið blað Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 4. maí 2024 09:01 Nú stöndum við frammi fyrir því að kjósa forseta - að minnsta kosti til næstu fjögurra ára. Kosningabaráttan stendur sem hæst og þá fer að bera á alls konar ófrægingarorðræðu sem beinist aðallega gegn þeim sem best standa að vígi, skv. skoðanakönnunum. Þá fer ekki hjá því að mér verði hugsað til forsetakosninganna 1980 þegar við, sem studdum Vigdísi Finnbogadóttur, upplifðum. Þá var ég starfandi í lögreglunni og fékk daglega að heyra upplognar kjaftasögur um minn frambjóðanda. Þessar sögusagnir voru auðvitað uppspuni frá rótum. Vigdís var kosin forseti Íslands og þá gerðist það ótrúlega. Þeir sem hæst höfðu bugtuðu sig og beygðu fyrir nýjum forseta. Sjálf var ég send til að standa í öllum dyrum og gefa “honnor” fyrir nýjum forseta - þeim hinum sama og hafði mátt sæta illvígum óhróðri frá vinnuveitendum mínum. Enginn efast í dag um þau stórkostlegu áhrif sem Vigdís hafði - ekki bara hérlendis - heldur líka á alheimsvísu. Ísland mun njóta alheimsathygli verði það raunin Nú stöndum við frammi fyrir því að kjósa forseta sem getur brotið blað í sögunni; frambjóðanda sem er fyrsti samkynhneigði forsetinn sem er lýðræðislega kosinn. Verði það raunin, mun Ísland aftur njóta alheimsathygli og verða fremst meðal jafningja í réttindabaráttu hinsegin fólks. Og það sem meira er - einstaklingur sem þekkir stjórnkerfi Íslands í þaula. Hvað er hægt að biðja um meira? Þess vegna segi ég: Í boði er Baldur Þórhallsson, vel giftur maður með yfirburða þekkingu á stjórnskipun Íslands sem er svo lánsamur að eiga mjög hæfileikaríkan maka sem er tilbúinn að vinna að málefnum barna og unglinga. Í guðanna bænum látið ekki óhróður og illmælgi hafa áhrif á skoðanir ykkar. Kjósið með hjartanu í kjörklefanum. Höfundur er fyrrum lögreglumaður og forvarnarfulltrúi og sat i kosningateymi Vigdísar Finnbogadóttur árið 1980. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Nú stöndum við frammi fyrir því að kjósa forseta - að minnsta kosti til næstu fjögurra ára. Kosningabaráttan stendur sem hæst og þá fer að bera á alls konar ófrægingarorðræðu sem beinist aðallega gegn þeim sem best standa að vígi, skv. skoðanakönnunum. Þá fer ekki hjá því að mér verði hugsað til forsetakosninganna 1980 þegar við, sem studdum Vigdísi Finnbogadóttur, upplifðum. Þá var ég starfandi í lögreglunni og fékk daglega að heyra upplognar kjaftasögur um minn frambjóðanda. Þessar sögusagnir voru auðvitað uppspuni frá rótum. Vigdís var kosin forseti Íslands og þá gerðist það ótrúlega. Þeir sem hæst höfðu bugtuðu sig og beygðu fyrir nýjum forseta. Sjálf var ég send til að standa í öllum dyrum og gefa “honnor” fyrir nýjum forseta - þeim hinum sama og hafði mátt sæta illvígum óhróðri frá vinnuveitendum mínum. Enginn efast í dag um þau stórkostlegu áhrif sem Vigdís hafði - ekki bara hérlendis - heldur líka á alheimsvísu. Ísland mun njóta alheimsathygli verði það raunin Nú stöndum við frammi fyrir því að kjósa forseta sem getur brotið blað í sögunni; frambjóðanda sem er fyrsti samkynhneigði forsetinn sem er lýðræðislega kosinn. Verði það raunin, mun Ísland aftur njóta alheimsathygli og verða fremst meðal jafningja í réttindabaráttu hinsegin fólks. Og það sem meira er - einstaklingur sem þekkir stjórnkerfi Íslands í þaula. Hvað er hægt að biðja um meira? Þess vegna segi ég: Í boði er Baldur Þórhallsson, vel giftur maður með yfirburða þekkingu á stjórnskipun Íslands sem er svo lánsamur að eiga mjög hæfileikaríkan maka sem er tilbúinn að vinna að málefnum barna og unglinga. Í guðanna bænum látið ekki óhróður og illmælgi hafa áhrif á skoðanir ykkar. Kjósið með hjartanu í kjörklefanum. Höfundur er fyrrum lögreglumaður og forvarnarfulltrúi og sat i kosningateymi Vigdísar Finnbogadóttur árið 1980.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar