Nú getum við brotið blað Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 4. maí 2024 09:01 Nú stöndum við frammi fyrir því að kjósa forseta - að minnsta kosti til næstu fjögurra ára. Kosningabaráttan stendur sem hæst og þá fer að bera á alls konar ófrægingarorðræðu sem beinist aðallega gegn þeim sem best standa að vígi, skv. skoðanakönnunum. Þá fer ekki hjá því að mér verði hugsað til forsetakosninganna 1980 þegar við, sem studdum Vigdísi Finnbogadóttur, upplifðum. Þá var ég starfandi í lögreglunni og fékk daglega að heyra upplognar kjaftasögur um minn frambjóðanda. Þessar sögusagnir voru auðvitað uppspuni frá rótum. Vigdís var kosin forseti Íslands og þá gerðist það ótrúlega. Þeir sem hæst höfðu bugtuðu sig og beygðu fyrir nýjum forseta. Sjálf var ég send til að standa í öllum dyrum og gefa “honnor” fyrir nýjum forseta - þeim hinum sama og hafði mátt sæta illvígum óhróðri frá vinnuveitendum mínum. Enginn efast í dag um þau stórkostlegu áhrif sem Vigdís hafði - ekki bara hérlendis - heldur líka á alheimsvísu. Ísland mun njóta alheimsathygli verði það raunin Nú stöndum við frammi fyrir því að kjósa forseta sem getur brotið blað í sögunni; frambjóðanda sem er fyrsti samkynhneigði forsetinn sem er lýðræðislega kosinn. Verði það raunin, mun Ísland aftur njóta alheimsathygli og verða fremst meðal jafningja í réttindabaráttu hinsegin fólks. Og það sem meira er - einstaklingur sem þekkir stjórnkerfi Íslands í þaula. Hvað er hægt að biðja um meira? Þess vegna segi ég: Í boði er Baldur Þórhallsson, vel giftur maður með yfirburða þekkingu á stjórnskipun Íslands sem er svo lánsamur að eiga mjög hæfileikaríkan maka sem er tilbúinn að vinna að málefnum barna og unglinga. Í guðanna bænum látið ekki óhróður og illmælgi hafa áhrif á skoðanir ykkar. Kjósið með hjartanu í kjörklefanum. Höfundur er fyrrum lögreglumaður og forvarnarfulltrúi og sat i kosningateymi Vigdísar Finnbogadóttur árið 1980. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Nú stöndum við frammi fyrir því að kjósa forseta - að minnsta kosti til næstu fjögurra ára. Kosningabaráttan stendur sem hæst og þá fer að bera á alls konar ófrægingarorðræðu sem beinist aðallega gegn þeim sem best standa að vígi, skv. skoðanakönnunum. Þá fer ekki hjá því að mér verði hugsað til forsetakosninganna 1980 þegar við, sem studdum Vigdísi Finnbogadóttur, upplifðum. Þá var ég starfandi í lögreglunni og fékk daglega að heyra upplognar kjaftasögur um minn frambjóðanda. Þessar sögusagnir voru auðvitað uppspuni frá rótum. Vigdís var kosin forseti Íslands og þá gerðist það ótrúlega. Þeir sem hæst höfðu bugtuðu sig og beygðu fyrir nýjum forseta. Sjálf var ég send til að standa í öllum dyrum og gefa “honnor” fyrir nýjum forseta - þeim hinum sama og hafði mátt sæta illvígum óhróðri frá vinnuveitendum mínum. Enginn efast í dag um þau stórkostlegu áhrif sem Vigdís hafði - ekki bara hérlendis - heldur líka á alheimsvísu. Ísland mun njóta alheimsathygli verði það raunin Nú stöndum við frammi fyrir því að kjósa forseta sem getur brotið blað í sögunni; frambjóðanda sem er fyrsti samkynhneigði forsetinn sem er lýðræðislega kosinn. Verði það raunin, mun Ísland aftur njóta alheimsathygli og verða fremst meðal jafningja í réttindabaráttu hinsegin fólks. Og það sem meira er - einstaklingur sem þekkir stjórnkerfi Íslands í þaula. Hvað er hægt að biðja um meira? Þess vegna segi ég: Í boði er Baldur Þórhallsson, vel giftur maður með yfirburða þekkingu á stjórnskipun Íslands sem er svo lánsamur að eiga mjög hæfileikaríkan maka sem er tilbúinn að vinna að málefnum barna og unglinga. Í guðanna bænum látið ekki óhróður og illmælgi hafa áhrif á skoðanir ykkar. Kjósið með hjartanu í kjörklefanum. Höfundur er fyrrum lögreglumaður og forvarnarfulltrúi og sat i kosningateymi Vigdísar Finnbogadóttur árið 1980.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar