Prófsteinninn Katrín Harðardóttir skrifar 7. maí 2024 14:01 Íslenska þjóðin stendur með þjóðarmorði og aðskilnaðarstefnu Ísrael, sem er framhald af 19. aldar nýlendustefnu vestrænna ríkja. Það er ákvörðun núverandi ríkisstjórnar. Þessi ríkisstjórn hefur einnig ákveðið fyrir hönd þjóðarinnar að taka sem minnstan þátt í að hjálpa fólki á flótta í heiminum, sem nú í maí er áætlað að nái 110 milljónum, samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Yfir helmingur þessa fjölda er á flótta í eigin landi en þau lönd sem taka á móti hvað flestu fólki eru aðallega lág- og millitekjulönd, ekki lönd eins og Ísland sem er í 13. sæti á WorldData-listanum yfir ríkustu lönd heims. Fullyrðing hér í upphafi er sett fram vegna þeirrar staðreyndar að ríkisstjórnin hefur ekki enn fordæmt yfirstandandi þjóðarmorð í Palestínu og skirrist við að standa með sjálfsögðum mannréttindum. Palestína er prófsteinn á mannréttindi á heimsvísu. Í um þrjátíu ár, eða síðan bundinn var endir á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku, hefur Palestína verið síðasta vígi heimsvaldastefnunnar, síðasta ríkið sem er undirokað af öðru landi með bein tengsl við vestrænar þjóðir. Vissulega eru til ógnarstjórnir sem brjóta mannréttindi, en samsekt hins vestræna heims með mannréttindabrotum Ísraelsríkis felst í afneitun þeirra á sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar og mannréttindum hennar, í bráðum heila öld. Þess vegna er hér um prófstein að ræða. Ef hinn vestræni heimur fellur á þessu prófi með því að standa ekki við skuldbindingar sínar gagnvart alþjóðlegum friðarsáttmálum, er lítil von til þess að yfirvöld og stjórnir framtíðar muni finna hvatningu til að taka mannréttindi alvarlega innan eigin landamæra. Hægt er að rekja slóð mannréttindabrota Ísraelsríkis allt til stofnunar þess 1948, sem er einnig fæðingarár Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu Þjóðanna. Á sama tíma og þetta nýja ríki færði sig upp á skaftið í ofbeldi og yfirgangi efldist og styrktist sjálf yfirlýsingin og varð ein helsta skrautfjöður vestrænna ríkja eftir seinna stríð. En aukin áhrif mannréttindayfirlýsingarinnar höfðu samt lítil áhrif á afneitun sömu ríkja á palestínskum sjálfsákvörðunarrétti. Það er prófsteinninn. Prófsteinninn er vestrænna ríkja að takast á við því það hefur sýnt sig að hvorki lög né réttur komi málinu við. Miklu heldur er það val vestrænna ríkja um að horfa undan og leyfa herskárri nýlenduhyggju að grassera óáreitt. Alþjóðadómstólinn má sín lítils gagnvart neitunarvaldi BNA í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en þjóðir heims hafa val um að vera samsekar með þjóðarmorði. Fólkið sem þjóðirnar býr hefur líka val, val um að taka ekki þátt í opinberum tvískinnungi evrópskra sjónvarpsstöðva, val um að sniðganga vörur frá hernámsþjóðum, val um að taka vel á móti stríðshrjáðum þolendum yfirlýstrar heimsvaldastefnu Íslands, val um að kjósa forseta sem skirrist ekki undan ábyrgð, val um að standa með mannréttindum. Íslensk yfirvöld og íslensk þjóð þurfa að hætta þessum undirlægjuhætti hjálendunnar og taka skýra afstöðu gegn nýlendu- og aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Þau þurfa líka að taka ábyrgð á núverandi utanríkisstefnu sinni og hætta að koma fram við flóttafólk eins og glæpamenn. Ætlum við að vera þessi margumtalaða þjóð meðal þjóða eða bara enn eitt smáríkið sem lætur berast um úti á rúmsjó úreltra alþjóðastjórnmála? Er það frelsið og manndáðin best? Ef lesendur hafa áhuga á að fræðast betur um hvernig Palestína er prófsteinn á almenn mannréttindi vísar greinarhöfundur á eftirfarandi grein:The Question of Palestine as a Litmus Test, On Human Rights and Root Causes eftir Nimer Sultany. Höfundur er þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska þjóðin stendur með þjóðarmorði og aðskilnaðarstefnu Ísrael, sem er framhald af 19. aldar nýlendustefnu vestrænna ríkja. Það er ákvörðun núverandi ríkisstjórnar. Þessi ríkisstjórn hefur einnig ákveðið fyrir hönd þjóðarinnar að taka sem minnstan þátt í að hjálpa fólki á flótta í heiminum, sem nú í maí er áætlað að nái 110 milljónum, samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Yfir helmingur þessa fjölda er á flótta í eigin landi en þau lönd sem taka á móti hvað flestu fólki eru aðallega lág- og millitekjulönd, ekki lönd eins og Ísland sem er í 13. sæti á WorldData-listanum yfir ríkustu lönd heims. Fullyrðing hér í upphafi er sett fram vegna þeirrar staðreyndar að ríkisstjórnin hefur ekki enn fordæmt yfirstandandi þjóðarmorð í Palestínu og skirrist við að standa með sjálfsögðum mannréttindum. Palestína er prófsteinn á mannréttindi á heimsvísu. Í um þrjátíu ár, eða síðan bundinn var endir á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku, hefur Palestína verið síðasta vígi heimsvaldastefnunnar, síðasta ríkið sem er undirokað af öðru landi með bein tengsl við vestrænar þjóðir. Vissulega eru til ógnarstjórnir sem brjóta mannréttindi, en samsekt hins vestræna heims með mannréttindabrotum Ísraelsríkis felst í afneitun þeirra á sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar og mannréttindum hennar, í bráðum heila öld. Þess vegna er hér um prófstein að ræða. Ef hinn vestræni heimur fellur á þessu prófi með því að standa ekki við skuldbindingar sínar gagnvart alþjóðlegum friðarsáttmálum, er lítil von til þess að yfirvöld og stjórnir framtíðar muni finna hvatningu til að taka mannréttindi alvarlega innan eigin landamæra. Hægt er að rekja slóð mannréttindabrota Ísraelsríkis allt til stofnunar þess 1948, sem er einnig fæðingarár Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu Þjóðanna. Á sama tíma og þetta nýja ríki færði sig upp á skaftið í ofbeldi og yfirgangi efldist og styrktist sjálf yfirlýsingin og varð ein helsta skrautfjöður vestrænna ríkja eftir seinna stríð. En aukin áhrif mannréttindayfirlýsingarinnar höfðu samt lítil áhrif á afneitun sömu ríkja á palestínskum sjálfsákvörðunarrétti. Það er prófsteinninn. Prófsteinninn er vestrænna ríkja að takast á við því það hefur sýnt sig að hvorki lög né réttur komi málinu við. Miklu heldur er það val vestrænna ríkja um að horfa undan og leyfa herskárri nýlenduhyggju að grassera óáreitt. Alþjóðadómstólinn má sín lítils gagnvart neitunarvaldi BNA í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en þjóðir heims hafa val um að vera samsekar með þjóðarmorði. Fólkið sem þjóðirnar býr hefur líka val, val um að taka ekki þátt í opinberum tvískinnungi evrópskra sjónvarpsstöðva, val um að sniðganga vörur frá hernámsþjóðum, val um að taka vel á móti stríðshrjáðum þolendum yfirlýstrar heimsvaldastefnu Íslands, val um að kjósa forseta sem skirrist ekki undan ábyrgð, val um að standa með mannréttindum. Íslensk yfirvöld og íslensk þjóð þurfa að hætta þessum undirlægjuhætti hjálendunnar og taka skýra afstöðu gegn nýlendu- og aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Þau þurfa líka að taka ábyrgð á núverandi utanríkisstefnu sinni og hætta að koma fram við flóttafólk eins og glæpamenn. Ætlum við að vera þessi margumtalaða þjóð meðal þjóða eða bara enn eitt smáríkið sem lætur berast um úti á rúmsjó úreltra alþjóðastjórnmála? Er það frelsið og manndáðin best? Ef lesendur hafa áhuga á að fræðast betur um hvernig Palestína er prófsteinn á almenn mannréttindi vísar greinarhöfundur á eftirfarandi grein:The Question of Palestine as a Litmus Test, On Human Rights and Root Causes eftir Nimer Sultany. Höfundur er þýðandi.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun