Telja að hann hafi sent tvíburabróðurinn til Rúmeníu í sinn stað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2024 07:00 Edgar eða Edelino í leik með Dinamo Búkarest. Flaviu Buboi/NurPhoto via Getty Images) Edgar Miguel Ié, leikmaður Dinamo Búkarest í Rúmeníu, hefur verið sakaður um að senda tvíburabróður sinn að spila fyrir rúmenska félagið. Orðrómur sem er lyginni líkastur skekur nú rúmenska knattspyrnu. Þannig er mál með vexti að hinn þrítugi Edgar, sem var á mála hjá Barcelona frá 2012 til 2015, samdi við Búkarest fyrr á þessu ári eftir að hafa sagt skilið við İstanbul Başakşehir í Tyrklandi. Nú er sá orðrómur farinn á kreik að Edgar hafi í raun aldrei spilað í Rúmeníu heldur sé um að ræða tvíburabróðir hans, Edelino. Segir í frétt talkSPORT um félaginu hafi brugðið þar sem leikmaðurinn tali ekki stakt orð í ensku en félagið taldi að hann væri meira en fær um að tjá sig á ensku. Þess í stað gat hann aðeins tjáð sig á portúgölsku. Kom þetta sérstaklega á óvart þar sem Edgar hefur spilað víðsvegar um Evrópu. Eftir að fara frá Barcelona til Villarel B þá samdi hann við Belenenses í Portúgal. Þaðan lá leiðin til Frakklands þar sem hann lék með Lille og Nantes. Lék hann einnig með hollenska stórliðinu Feyenoord áður en samið var við Trabzanspor í Tyrklandi. Þaðan færði Edgar sig yfir til Başakşehir og svo loks Búkarest. Ofan á þetta á Edgar fjölda yngri landsleikja að baki fyrir Portúgal sem og hann lék á Ólympíuleikunum árið 2016. Hann lék einn A-landsleik árið 2017 en þar sem þeir urðu ekki fleiri og nægilega langt var liðið síðan hann lék landsleikinn fékk hann að skipta yfir til landsliðs Gínea-Bissá árið 2023. Síðan þá hefur hann leikið þrjá A-landsleik fyrir þjóðina. Hvað Edelino varðar þá hefur hann að mestu haldið sig í Portúgal. Það er þangað til á síðasta ári þegar hann samdi við Tluchovia í Póllandi. Sá samningur rann út í janúar og er hann án félags. Þá er vert að taka fram að á vefsíðunni Transfermarkt segir að Edgar sé miðvörður á meðan Edelino sé hægri vængmaður. 😲 La gran estafa del fútbol moderno: un ex del Barcelona ficha por el Dínamo ¡¡y su hermano gemelo se hace pasar por él!! 👬 https://t.co/FfVDdzHOEw— MARCA (@marca) May 13, 2024 Dinamo Búkarest tekur málinu alvarlega enda gætu átta stig verið dregin af því komi í ljós að það hafi ítrekað spilað ólöglegum leikmanni. Ku félagið hafa beðið leikmanninn um að framvísa ökuskírteini en hann neitaði. Háttsettur aðili innan rúmenska knattspyrnusambandsins sagði í viðtali við staðarmiðilinn iAMsport að það væru einfaldlega engin fordæmi né regluverk í kringum atvik sem þetta. Dinamo Búkarest er í nægilega miklum vandræðum eins og er en liðið er sem stendur tveimur stigum frá öruggu sæti í efstu deild. Fari svo að stig verði tekin af liðinu blasir fallið einfaldlega við. Fótbolti Rúmenía Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Sjá meira
Orðrómur sem er lyginni líkastur skekur nú rúmenska knattspyrnu. Þannig er mál með vexti að hinn þrítugi Edgar, sem var á mála hjá Barcelona frá 2012 til 2015, samdi við Búkarest fyrr á þessu ári eftir að hafa sagt skilið við İstanbul Başakşehir í Tyrklandi. Nú er sá orðrómur farinn á kreik að Edgar hafi í raun aldrei spilað í Rúmeníu heldur sé um að ræða tvíburabróðir hans, Edelino. Segir í frétt talkSPORT um félaginu hafi brugðið þar sem leikmaðurinn tali ekki stakt orð í ensku en félagið taldi að hann væri meira en fær um að tjá sig á ensku. Þess í stað gat hann aðeins tjáð sig á portúgölsku. Kom þetta sérstaklega á óvart þar sem Edgar hefur spilað víðsvegar um Evrópu. Eftir að fara frá Barcelona til Villarel B þá samdi hann við Belenenses í Portúgal. Þaðan lá leiðin til Frakklands þar sem hann lék með Lille og Nantes. Lék hann einnig með hollenska stórliðinu Feyenoord áður en samið var við Trabzanspor í Tyrklandi. Þaðan færði Edgar sig yfir til Başakşehir og svo loks Búkarest. Ofan á þetta á Edgar fjölda yngri landsleikja að baki fyrir Portúgal sem og hann lék á Ólympíuleikunum árið 2016. Hann lék einn A-landsleik árið 2017 en þar sem þeir urðu ekki fleiri og nægilega langt var liðið síðan hann lék landsleikinn fékk hann að skipta yfir til landsliðs Gínea-Bissá árið 2023. Síðan þá hefur hann leikið þrjá A-landsleik fyrir þjóðina. Hvað Edelino varðar þá hefur hann að mestu haldið sig í Portúgal. Það er þangað til á síðasta ári þegar hann samdi við Tluchovia í Póllandi. Sá samningur rann út í janúar og er hann án félags. Þá er vert að taka fram að á vefsíðunni Transfermarkt segir að Edgar sé miðvörður á meðan Edelino sé hægri vængmaður. 😲 La gran estafa del fútbol moderno: un ex del Barcelona ficha por el Dínamo ¡¡y su hermano gemelo se hace pasar por él!! 👬 https://t.co/FfVDdzHOEw— MARCA (@marca) May 13, 2024 Dinamo Búkarest tekur málinu alvarlega enda gætu átta stig verið dregin af því komi í ljós að það hafi ítrekað spilað ólöglegum leikmanni. Ku félagið hafa beðið leikmanninn um að framvísa ökuskírteini en hann neitaði. Háttsettur aðili innan rúmenska knattspyrnusambandsins sagði í viðtali við staðarmiðilinn iAMsport að það væru einfaldlega engin fordæmi né regluverk í kringum atvik sem þetta. Dinamo Búkarest er í nægilega miklum vandræðum eins og er en liðið er sem stendur tveimur stigum frá öruggu sæti í efstu deild. Fari svo að stig verði tekin af liðinu blasir fallið einfaldlega við.
Fótbolti Rúmenía Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Sjá meira