Viltu koma í ferðalag? Guðmundur Björnsson skrifar 15. maí 2024 17:00 Ferðamál, ferðamennska og ferðamálafræði hefur verið ástríða mín lengi, og ég trúi því að nám í ferðamálafræði sé lykillinn að því að skilja ferðaþjónustuna og ferðamennsku og hvernig hún getur haft jákvæð áhrif á samfélagið okkar. Ferðamálafræði býður upp á einstakt tækifæri til að kafa djúpt í þessa spennandi og þverfaglegu námsgrein. Ferðamálafræði – fyrir hverja? Ef þú hefur áhuga á ferðamennsku og vilt skilja hvers vegna fólk ferðast og hvernig við getum byggt upp ferðamannastaði í sátt við umhverfi og menningu, þá er ferðamálafræði fyrir þig. Námið hentar líka þeim sem vilja efla nýsköpun og vöruþróun í ferðaþjónustu, hafa gaman af því að skipuleggja og vilja vinna fjölbreytt verkefni undir handleiðslu helstu sérfræðinga landsins. Það er einnig frábær valkostur fyrir þá sem langar í krefjandi og skemmtilegt framtíðarstarf. Hvað lærir maður í ferðamálafræði? Námið er fjölbreytt og tengir saman náttúru- og umhverfisfræði, félagsvísindi, viðskiptafræði og skipulagsfræði. Mikilvægur hluti námsins er að skoða áhrif ferðamennsku á umhverfi, menningu og hagkerfi og samspil þeirra. Nemendur fá tækifæri til að vinna með fyrirtækjum og stoðkerfi ferðaþjónustunnar, með sérstaka áherslu á starfsþróun og möguleika til starfsþjálfunar. Nýsköpun og sjálfbærni í ferðaþjónustu Nýsköpun er lykillinn að því að þróa ferðaþjónustu sem er bæði arðbær og sjálfbær. Í náminu eru nemendur þjálfaðir í að nýta nýjustu tækni og hugmyndafræði til að þróa þjónustu sem uppfyllir þarfir ferðamanna á vistvænan hátt. Ferðamennska hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á umhverfi, og það er okkar hlutverk að lágmarka neikvæðu áhrifin með sjálfbærri þróun. Nemendur í ferðamálafræðum læra að greina áhrif ferðamennsku á umhverfi og þróa lausnir til að vernda náttúruna á sama tíma og við stuðlum að efnahagslegum og félagslegum ávinningi. Öryggismál í ferðaþjónustu Öryggi ferðamanna er grundvallaratriði í ferðaþjónustu. Því læra nemendur um mikilvægi öryggisáætlana, áhættumat og viðbragðsáætlanir í tilfelli neyðarástands. Kennsla í öryggismálum felur í sér þjálfun í viðbrögðum við náttúruhamförum, slysavörnum og heilsufarslegum áskorunum. Sérstök áhersla er lögð á gerð öryggisáætlana, öryggismenningu og öryggi í náttúruferðum, þar sem farið er yfir hvernig hægt er að vernda bæði ferðamenn og náttúruna sjálfa. Þjálfun og framtíðarhorfur Nám í ferðamálafræðum undirbýr nemendur fyrir fjölbreytt störf í ferðaþjónustunni. Námið leggur áherslu á nýsköpun, þjónustuþróun og neytendavernd, sem eru lykilatriði í samkeppni innan ferðaþjónustunnar. Nemendur fá þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum en einnig í því að vinna með öðrum. Kennarar leggja mikið upp úr því að vera aðgengilegir og stuðningsríkir, sem stuðlar að góðu sambandi milli nemenda og kennara. Félagslífið innan deildarinnar er einnig öflugt, með fjölbreyttum viðburðum og starfsemi sem stuðlar að sterku samfélagi. Lokaorð Ferðamálafræði veitir nemendum dýrmæta þekkingu á nýsköpun, áhrifum ferðamennsku á umhverfi og sjálfbærni, og öryggismálum. Þetta nám undirbýr nemendur fyrir krefjandi störf í ferðaþjónustunni þar sem þeir geta stuðlað að vistvænni og öruggari ferðaþjónustu á Íslandi og um allan heim. Ég hvet alla sem hafa áhuga á þessum málum að skoða þetta nám í HÍ nánar og taka þátt í þessu spennandi ferðalagi. Höfundur er kennari í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skóla- og menntamál Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðamál, ferðamennska og ferðamálafræði hefur verið ástríða mín lengi, og ég trúi því að nám í ferðamálafræði sé lykillinn að því að skilja ferðaþjónustuna og ferðamennsku og hvernig hún getur haft jákvæð áhrif á samfélagið okkar. Ferðamálafræði býður upp á einstakt tækifæri til að kafa djúpt í þessa spennandi og þverfaglegu námsgrein. Ferðamálafræði – fyrir hverja? Ef þú hefur áhuga á ferðamennsku og vilt skilja hvers vegna fólk ferðast og hvernig við getum byggt upp ferðamannastaði í sátt við umhverfi og menningu, þá er ferðamálafræði fyrir þig. Námið hentar líka þeim sem vilja efla nýsköpun og vöruþróun í ferðaþjónustu, hafa gaman af því að skipuleggja og vilja vinna fjölbreytt verkefni undir handleiðslu helstu sérfræðinga landsins. Það er einnig frábær valkostur fyrir þá sem langar í krefjandi og skemmtilegt framtíðarstarf. Hvað lærir maður í ferðamálafræði? Námið er fjölbreytt og tengir saman náttúru- og umhverfisfræði, félagsvísindi, viðskiptafræði og skipulagsfræði. Mikilvægur hluti námsins er að skoða áhrif ferðamennsku á umhverfi, menningu og hagkerfi og samspil þeirra. Nemendur fá tækifæri til að vinna með fyrirtækjum og stoðkerfi ferðaþjónustunnar, með sérstaka áherslu á starfsþróun og möguleika til starfsþjálfunar. Nýsköpun og sjálfbærni í ferðaþjónustu Nýsköpun er lykillinn að því að þróa ferðaþjónustu sem er bæði arðbær og sjálfbær. Í náminu eru nemendur þjálfaðir í að nýta nýjustu tækni og hugmyndafræði til að þróa þjónustu sem uppfyllir þarfir ferðamanna á vistvænan hátt. Ferðamennska hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á umhverfi, og það er okkar hlutverk að lágmarka neikvæðu áhrifin með sjálfbærri þróun. Nemendur í ferðamálafræðum læra að greina áhrif ferðamennsku á umhverfi og þróa lausnir til að vernda náttúruna á sama tíma og við stuðlum að efnahagslegum og félagslegum ávinningi. Öryggismál í ferðaþjónustu Öryggi ferðamanna er grundvallaratriði í ferðaþjónustu. Því læra nemendur um mikilvægi öryggisáætlana, áhættumat og viðbragðsáætlanir í tilfelli neyðarástands. Kennsla í öryggismálum felur í sér þjálfun í viðbrögðum við náttúruhamförum, slysavörnum og heilsufarslegum áskorunum. Sérstök áhersla er lögð á gerð öryggisáætlana, öryggismenningu og öryggi í náttúruferðum, þar sem farið er yfir hvernig hægt er að vernda bæði ferðamenn og náttúruna sjálfa. Þjálfun og framtíðarhorfur Nám í ferðamálafræðum undirbýr nemendur fyrir fjölbreytt störf í ferðaþjónustunni. Námið leggur áherslu á nýsköpun, þjónustuþróun og neytendavernd, sem eru lykilatriði í samkeppni innan ferðaþjónustunnar. Nemendur fá þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum en einnig í því að vinna með öðrum. Kennarar leggja mikið upp úr því að vera aðgengilegir og stuðningsríkir, sem stuðlar að góðu sambandi milli nemenda og kennara. Félagslífið innan deildarinnar er einnig öflugt, með fjölbreyttum viðburðum og starfsemi sem stuðlar að sterku samfélagi. Lokaorð Ferðamálafræði veitir nemendum dýrmæta þekkingu á nýsköpun, áhrifum ferðamennsku á umhverfi og sjálfbærni, og öryggismálum. Þetta nám undirbýr nemendur fyrir krefjandi störf í ferðaþjónustunni þar sem þeir geta stuðlað að vistvænni og öruggari ferðaþjónustu á Íslandi og um allan heim. Ég hvet alla sem hafa áhuga á þessum málum að skoða þetta nám í HÍ nánar og taka þátt í þessu spennandi ferðalagi. Höfundur er kennari í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar