Um lýðræði — Þrjár spurningar til forsetaframbjóðenda Hjörtur Hjartarson skrifar 16. maí 2024 13:30 Frambjóðendurnir og fleiri hafa talað um forsetakosningarnar sem „lýðræðisveislu.“ Til að fá skýrari mynd af viðhorfum þeirra til lýðræðis er rakið að spyrja þá út í stjórnarskrármálið og nýju stjórnarskrána, sem svo er nefnd. Ég hvet kjósendur til að beina spurningum til þeirra um þessi efni og deila þessari grein sem víðast. Líklega gætu allir frambjóðendurnir rækt formlegar skyldur forseta. Það sem skiptir okkur flest mestu máli er skilningur þeirra á grundvallarhlutverki embættisins og viðhorf til lýðræðis. Eitt mikilvægasta hlutverk forsetans endurspeglast í málsskotsréttinum, að þjóðkjörinn forseti geti lagt lög frá Alþingi í dóm kjósenda til samþykktar eða synjunar. Í því felst sá viðtekni grundvallarskilningur á lýðræði að þjóðin eigi lokaorðið. Að allt ríkisvald sé sprottið frá þjóðinni, að þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn. Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Tillögurnar urðu til í ferli sem Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands 1980-1996, lýsti sem „víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um.“ Kjósendur svöruðu afdráttarlaust. Yfir 2/3 hlutar þeirra (67%) sögðu að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Alþingi hefur ekki enn virt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 1. Hvað finnst þér um þetta, að skýr vilji kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu sé ekki virtur? Rúm þrjú ár (2020) eru síðan þáverandi forsætisráðherra fékk afhentar staðfestar undirskriftir vel yfir 43 þúsund almennra borgara sem kröfðust þess að Alþingi virti niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Nokkrum dögum áður hafði Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað álitsgerð til sama forsætisráðherra þar sem segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá þeim tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. 2. Hvað finnst þér um þessi tilmæli Feneyjanefndarinnar? Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sagði í janúar síðastliðnum að stjórnarskráin væri í sjálfheldu. Það eru orð að sönnu. Viðleitni nýfráfarins forsætisráðherra í stjórnarskrármálinu undanfarin sjö ár hefur engu skilað nema óbreyttu ástandi. Og aðeins lítill minni hluti getur glaðst yfir því. Enn er hægt að ganga hreint og heiðarlega til verks. Að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 felur í sér að taka fyrir og afgreiða samþykktar tillögur af heilindum og trúnaði við lýðræðislegar grundvallarreglur. Alþingi hefur reynst ófært um þetta. Sú hugmynd hefur verið sett fram að farsælast væri að sérstakt slembivalið stjórnlagaþing sæi um lokafrágang á nýju stjórnarskránni. Stjórnlagaþingið ynni í samræmi við tilmæli Feneyjanefndar Evrópuráðsins frá 2020 og samskonar leiðsögn Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns, sem er þessi: Tillögurnar eru fengnar með lýðræðislegum hætti. Þeim sem hafa hug á að endursemja eða breyta þeim verða því að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en óbreyttar tillögur. 3. Sérð þú fyrir þér leið til að virða lýðræðislegan vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá? Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Frá þúsund manna þjóðfundi í Laugardalshöll. Lárus Ýmir Óskarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Frambjóðendurnir og fleiri hafa talað um forsetakosningarnar sem „lýðræðisveislu.“ Til að fá skýrari mynd af viðhorfum þeirra til lýðræðis er rakið að spyrja þá út í stjórnarskrármálið og nýju stjórnarskrána, sem svo er nefnd. Ég hvet kjósendur til að beina spurningum til þeirra um þessi efni og deila þessari grein sem víðast. Líklega gætu allir frambjóðendurnir rækt formlegar skyldur forseta. Það sem skiptir okkur flest mestu máli er skilningur þeirra á grundvallarhlutverki embættisins og viðhorf til lýðræðis. Eitt mikilvægasta hlutverk forsetans endurspeglast í málsskotsréttinum, að þjóðkjörinn forseti geti lagt lög frá Alþingi í dóm kjósenda til samþykktar eða synjunar. Í því felst sá viðtekni grundvallarskilningur á lýðræði að þjóðin eigi lokaorðið. Að allt ríkisvald sé sprottið frá þjóðinni, að þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn. Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Tillögurnar urðu til í ferli sem Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands 1980-1996, lýsti sem „víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um.“ Kjósendur svöruðu afdráttarlaust. Yfir 2/3 hlutar þeirra (67%) sögðu að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Alþingi hefur ekki enn virt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 1. Hvað finnst þér um þetta, að skýr vilji kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu sé ekki virtur? Rúm þrjú ár (2020) eru síðan þáverandi forsætisráðherra fékk afhentar staðfestar undirskriftir vel yfir 43 þúsund almennra borgara sem kröfðust þess að Alþingi virti niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Nokkrum dögum áður hafði Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað álitsgerð til sama forsætisráðherra þar sem segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá þeim tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. 2. Hvað finnst þér um þessi tilmæli Feneyjanefndarinnar? Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sagði í janúar síðastliðnum að stjórnarskráin væri í sjálfheldu. Það eru orð að sönnu. Viðleitni nýfráfarins forsætisráðherra í stjórnarskrármálinu undanfarin sjö ár hefur engu skilað nema óbreyttu ástandi. Og aðeins lítill minni hluti getur glaðst yfir því. Enn er hægt að ganga hreint og heiðarlega til verks. Að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 felur í sér að taka fyrir og afgreiða samþykktar tillögur af heilindum og trúnaði við lýðræðislegar grundvallarreglur. Alþingi hefur reynst ófært um þetta. Sú hugmynd hefur verið sett fram að farsælast væri að sérstakt slembivalið stjórnlagaþing sæi um lokafrágang á nýju stjórnarskránni. Stjórnlagaþingið ynni í samræmi við tilmæli Feneyjanefndar Evrópuráðsins frá 2020 og samskonar leiðsögn Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns, sem er þessi: Tillögurnar eru fengnar með lýðræðislegum hætti. Þeim sem hafa hug á að endursemja eða breyta þeim verða því að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en óbreyttar tillögur. 3. Sérð þú fyrir þér leið til að virða lýðræðislegan vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá? Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Frá þúsund manna þjóðfundi í Laugardalshöll. Lárus Ýmir Óskarsson
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun