Nýsköpun innviða Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar 17. maí 2024 11:01 Innviðir og stafræn þróun Verkefni sveitarfélaga eru fjölbreytt og verkefnum fjölgar frekar en fækkar. Hvert og eitt sveitarfélag leggur metnað sinn í góða grunnþjónustu. Aukin krafa er á sveitarfélög um samkeppnishæfni við nágrannasveitarfélög um val á búsetu sem kallar á framúrskarandi þjónustu talsvert út fyrir hin lögbundnu verkefni. Þessu ákalli vilja sveitarfélögin standa undir og kallar þetta því á forgangsröðun hvers sveitarfélags. Það er því nú sem fyrr hlutverk okkar sveitarstjórnarmanna, að leita allra mögulegra leiða til hagkvæmrar ráðstöfunar á fjármagni. Eitt stærsta innviðamálið í dag Stafræn þróun er mikilvægt innviðamál og jafnframt lykilatriði í byggðaþróun. Með stafrænni þróun getum við minnkað álag á starfsfólk stofnana og þar með náð fram aukinni skilvirkni, við getum sparað fjármagn og við getum aukið þjónustu við íbúana. Þjónustan verður nær íbúanum og ávallt til staðar hvort sem sveitarfélagið er lítið eða stórt. Við sem sveitarstjórnarmenn berum ábyrgð á rekstri sveitarfélaga og því er það okkar hlutverk að leita leiða til að þjónusta sem best á sem hagkvæmastan hátt. Stafrænt ráð sveitarfélaga Stafrænt ráð sveitarfélaga er teymi sem sett var saman með fulltrúum landshlutasamtaka sveitarfélaganna árið 2020 til að styðja við stefnumótun og forgangsröðun um stafræna framþróun. Sex markmið hafa verið samþykkt af landsþingi Sambandsins en markmiðin snúa beint að stafrænni þróun. Sambandið vinni stefnumörkun og aðgerðaáætlun í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga í góðu samstarfi við sveitarfélög og ríkið Auka þekkingarstig kjörinna fulltrúa og annarra stjórnenda sveitarfélaga, starfsfólks og annarra hagaðila á tækifærum stafrænnar umbreytingar, nýtingu tækni og nýsköpunar við úrlausn áskorana. Vinna að pappírslausri stjórnsýslu sveitarfélaga og beita sér fyrir rafrænum skilum. Upplýsingartækniinnviðir sveitarfélaga verði þróaðir á grundvelli sameiginlegra kröfulýsinga og út frá sjálfvirkni með það að markmiði að ná fram auknu rekstrarhagræði og bættri þjónustu samhliða því sem öryggi gagna sé tryggt. Stafrænt umbreytingateymi sveitarfélaga verði miðlægur þjónustukjarni með skilgreint umboð og hlutverk, mannað stafrænum leiðtogum í öllum landshlutum sem veita sveitarfélögum stuðning. Efla samstarf við ríkið (Stafrænt Ísland) til að sveitarfélög geti nýtt miðlægan vettvang, ísland.is, við þróun þjónustu fyrir sveitarfélög. Frá því í haust hefur verið settur enn meiri þungi í að vinna með stefnumótunina og markmiðin sex. Mikilvægi samstarfs Samstarf sveitarfélaga innbyrðis og samstarf sveitarfélaga og ríkis – er gríðarlega mikilvægt. Að sveitarfélögin sjálf stígi fram sem ein rödd í samskiptum við ríki. Það er á ábyrgð okkar sveitarstjórnarmanna að eiga samtalið, sameina krafta okkar, fara vel með opinbert fjármagn og forðast tvíverknað. Stafræn þróun byggir upp sjálfstraust. Við sköpum notendavænar lausnir, aukum sjálfstæði notandans og léttum á innviðunum – enda er hér um nýsköpun innviða að ræða. Það er von mín að sveitarfélögin og ríki starfi sem ein heild í átt að aukinni þjónustu fyrir íbúa landsins með stafræna þróun að leiðarljósi. Erindi þetta var flutt á afar gagnlegum nýsköpunardegi hins opinbera sem fram fór þann 15. maí s.l. Höfundur er formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar og formaður starfræns ráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Sveitarstjórnarmál Stafræn þróun Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Innviðir og stafræn þróun Verkefni sveitarfélaga eru fjölbreytt og verkefnum fjölgar frekar en fækkar. Hvert og eitt sveitarfélag leggur metnað sinn í góða grunnþjónustu. Aukin krafa er á sveitarfélög um samkeppnishæfni við nágrannasveitarfélög um val á búsetu sem kallar á framúrskarandi þjónustu talsvert út fyrir hin lögbundnu verkefni. Þessu ákalli vilja sveitarfélögin standa undir og kallar þetta því á forgangsröðun hvers sveitarfélags. Það er því nú sem fyrr hlutverk okkar sveitarstjórnarmanna, að leita allra mögulegra leiða til hagkvæmrar ráðstöfunar á fjármagni. Eitt stærsta innviðamálið í dag Stafræn þróun er mikilvægt innviðamál og jafnframt lykilatriði í byggðaþróun. Með stafrænni þróun getum við minnkað álag á starfsfólk stofnana og þar með náð fram aukinni skilvirkni, við getum sparað fjármagn og við getum aukið þjónustu við íbúana. Þjónustan verður nær íbúanum og ávallt til staðar hvort sem sveitarfélagið er lítið eða stórt. Við sem sveitarstjórnarmenn berum ábyrgð á rekstri sveitarfélaga og því er það okkar hlutverk að leita leiða til að þjónusta sem best á sem hagkvæmastan hátt. Stafrænt ráð sveitarfélaga Stafrænt ráð sveitarfélaga er teymi sem sett var saman með fulltrúum landshlutasamtaka sveitarfélaganna árið 2020 til að styðja við stefnumótun og forgangsröðun um stafræna framþróun. Sex markmið hafa verið samþykkt af landsþingi Sambandsins en markmiðin snúa beint að stafrænni þróun. Sambandið vinni stefnumörkun og aðgerðaáætlun í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga í góðu samstarfi við sveitarfélög og ríkið Auka þekkingarstig kjörinna fulltrúa og annarra stjórnenda sveitarfélaga, starfsfólks og annarra hagaðila á tækifærum stafrænnar umbreytingar, nýtingu tækni og nýsköpunar við úrlausn áskorana. Vinna að pappírslausri stjórnsýslu sveitarfélaga og beita sér fyrir rafrænum skilum. Upplýsingartækniinnviðir sveitarfélaga verði þróaðir á grundvelli sameiginlegra kröfulýsinga og út frá sjálfvirkni með það að markmiði að ná fram auknu rekstrarhagræði og bættri þjónustu samhliða því sem öryggi gagna sé tryggt. Stafrænt umbreytingateymi sveitarfélaga verði miðlægur þjónustukjarni með skilgreint umboð og hlutverk, mannað stafrænum leiðtogum í öllum landshlutum sem veita sveitarfélögum stuðning. Efla samstarf við ríkið (Stafrænt Ísland) til að sveitarfélög geti nýtt miðlægan vettvang, ísland.is, við þróun þjónustu fyrir sveitarfélög. Frá því í haust hefur verið settur enn meiri þungi í að vinna með stefnumótunina og markmiðin sex. Mikilvægi samstarfs Samstarf sveitarfélaga innbyrðis og samstarf sveitarfélaga og ríkis – er gríðarlega mikilvægt. Að sveitarfélögin sjálf stígi fram sem ein rödd í samskiptum við ríki. Það er á ábyrgð okkar sveitarstjórnarmanna að eiga samtalið, sameina krafta okkar, fara vel með opinbert fjármagn og forðast tvíverknað. Stafræn þróun byggir upp sjálfstraust. Við sköpum notendavænar lausnir, aukum sjálfstæði notandans og léttum á innviðunum – enda er hér um nýsköpun innviða að ræða. Það er von mín að sveitarfélögin og ríki starfi sem ein heild í átt að aukinni þjónustu fyrir íbúa landsins með stafræna þróun að leiðarljósi. Erindi þetta var flutt á afar gagnlegum nýsköpunardegi hins opinbera sem fram fór þann 15. maí s.l. Höfundur er formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar og formaður starfræns ráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun