Forsetaáskorunin: Lærbraut sig út í móa og beið lengi eftir aðstoð Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2024 19:01 Viktor Traustason. Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Viktor Traustason er í framboði til forseta Íslands. Ég heiti Viktor Traustason og ég er fyrst og fremst í framboði til þess að bjóða upp á skýr og markviss stefnumál. Stefnumálin eru: 1) Ráðherrar fái ekki að sinna þingmennsku. Það er greinilegur hagsmunaárekstur þegar fólk sem fær að velja í valdastöður fær að velja sjálfa sig. Ég myndi gera þá kröfu til þingsins að ef það vill fá að velja ráðherra áfram að þá skuli það velja fólk utan þingsins eða að þingmenn segi af sér þingmennsku áður en þeir taka við ráðherraembætti. Það er ekkert sem segir að þetta séu hlutastörf og það er ekkert sem segir að einstaka stjórnmálasamtök eigi að ráða því hverjir eru ráðherrar. 2) Ef að tíundi hluti kjósenda mótmælir frumvarpi að þá skrifa ég ekki undir það. Stjórnlagaráð mælti með 10% mótmælaþröskuldi frekar en að valdið til þess að stöðva störf Alþingis velti á geðþótta einnar manneskju og er það stefna mín þegar kemur að 26.gr. stjórnarskrárinnar. 3) Öll atkvæði fá vægi í Alþingiskosningum. Forseti stefnir saman Alþingi og skrifar undir öll lög. Stórum stjórnmálasamtökum tekst þó oft að mynda meirihluta á Alþingi án þess að hafa fengið meirihluta umboð frá kjósendum þar sem stór hluti atkvæða er einfaldlega ekki talinn með í lokaniðurstöðunni. Sá hópur eru auðir seðlar, ógildir seðlar og atkvæði til stjórnmálasamtaka sem ná ekki 5% á landsvísu. Ef þessi hópur samsvarar ákveðnum fjölda þingsæta myndi ég ætlast til þess að Alþingi samþykki öll mál með auknum meirihluta sem samsvarar þeim hópi sem var útilokaður. Þannig væri hægt að tryggja það að störf Alþingis séu með samþykki kjósenda. Þing sem þjást af þessum "týndu þingsætum" ná iðulega ekki að renna sitt fjögurra ára skeið og eru störf þeirra alltaf rofin og boðið til nýrra kosninga hvort eð er. Í dag eru þessi þingsæti fjögur talsins. Klippa: Forsetaáskorun Vísis: Viktor Traustason Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Kólonsbotn og Skrúðurinn í Fáskrúðsfirði. Ef þú fengir að ráða, hvaða einu breytingu myndir þú helst vilja gera á forsetaembættinu? Að málskotsrétturinn velti ekki á geðþótta einnar manneskju. Segjum sem svo að þú tapir kosningunum og ákveðir í kjölfarið að snúa þér að blönduðum bardagalistum, hvaða lag myndir þú spila áður en þú færir inn í átthyrninginn? Ég myndi hafa þögn. Er einhver „samsæriskenning“ sem þú telur vera sanna eða mikið til í? Eins og til dæmis hvernig Vísir og RÚV hafa nýlega ákveðið að mismuna frambjóðendum þegar kemur að umfjöllun? Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað fer á diskinn og í glasið? Rif og rótarbjór. Uppáhalds bíómynd? The Good, the Bad and the Ugly... gull í gegn. Hefur þú komist í kast við lögin? Að sjálfsögðu. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Íslandsmeistaramótið í Petanqué. Þó svo að ég detti út í fyrstu umferð á hverju ári. Uppáhalds sjónvarpsþættir? Var að klára Baby Reindeer. Alltaf gott þegar maður kemst í slíkt breskt gæðaefni. Hver er þín uppáhalds líkamsrækt? Lyftingar. Saknar þú einhvers frá Covid-árunum? Hjólinu sem ég átti þá. Því var síðan stolið. Hver er eftirminnilegasta stundin þegar þú þurftir að stíga út fyrir þægindarammann? Lærbraut mig 12 ára úti í móa og þurfti að bíða í þó nokkurn tíma áður en ég fannst. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Skammast mín ekki en ef þið viljið fá eitthvað lag þá er „Price of smokes is going up again“ með The Chats á fóninum þessa dagana. Áttu þér draumabíl? Nei. Hvernig slappar þú af? Með því að setja fæturna upp. Ertu með húðflúr? Nei. Hvað verður fyrst upp á vegg þegar þú sest að á Bessastöðum? Ég ætla að veðja á flugu. Hvaða þjóðarleiðtoga myndir þú helst vilja hitta og hvað yrði það fyrsta sem þú myndir segja? Leiðtoga þjóðarþings Sama. Ég myndi spyrja hana hvers vegna hún svaraði ekki bréfinu sem ég sendi henni og hvort hún væri til í að árita mynd fyrir mig. Kanntu á eitthvað hljóðfæri? Vinnukonugripin á gítar og pikkaði síðan upp Partýbæ með Ham á píanó. Hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn? NBA JAM, BOOM SHAKA LAKA. Ef gerð yrði kvikmynd um þig, hver ætti að leika þig? Ég hef verið aukaleikari í kvikmyndum þannig það væri fínt að fá einhvern slíkann. Ef þú yrðir skipreka á eyðieyju, hvaða einn mótframbjóðanda tækir þú með þér? Þann sem ekki drukknaði býst ég við. Ég er jafn spenntur og þið að sjá hver þeirra lifði þetta af með mér. Hefur þú einhverja umdeilda skoðun, sem gæti orðið fréttamál á heimsvísu? Samanber skoðun Guðna Th á pítsuáleggjum. Það vona ég ekki. Forsetakosningar 2024 Forsetaáskorun Vísis Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Viktor Traustason er í framboði til forseta Íslands. Ég heiti Viktor Traustason og ég er fyrst og fremst í framboði til þess að bjóða upp á skýr og markviss stefnumál. Stefnumálin eru: 1) Ráðherrar fái ekki að sinna þingmennsku. Það er greinilegur hagsmunaárekstur þegar fólk sem fær að velja í valdastöður fær að velja sjálfa sig. Ég myndi gera þá kröfu til þingsins að ef það vill fá að velja ráðherra áfram að þá skuli það velja fólk utan þingsins eða að þingmenn segi af sér þingmennsku áður en þeir taka við ráðherraembætti. Það er ekkert sem segir að þetta séu hlutastörf og það er ekkert sem segir að einstaka stjórnmálasamtök eigi að ráða því hverjir eru ráðherrar. 2) Ef að tíundi hluti kjósenda mótmælir frumvarpi að þá skrifa ég ekki undir það. Stjórnlagaráð mælti með 10% mótmælaþröskuldi frekar en að valdið til þess að stöðva störf Alþingis velti á geðþótta einnar manneskju og er það stefna mín þegar kemur að 26.gr. stjórnarskrárinnar. 3) Öll atkvæði fá vægi í Alþingiskosningum. Forseti stefnir saman Alþingi og skrifar undir öll lög. Stórum stjórnmálasamtökum tekst þó oft að mynda meirihluta á Alþingi án þess að hafa fengið meirihluta umboð frá kjósendum þar sem stór hluti atkvæða er einfaldlega ekki talinn með í lokaniðurstöðunni. Sá hópur eru auðir seðlar, ógildir seðlar og atkvæði til stjórnmálasamtaka sem ná ekki 5% á landsvísu. Ef þessi hópur samsvarar ákveðnum fjölda þingsæta myndi ég ætlast til þess að Alþingi samþykki öll mál með auknum meirihluta sem samsvarar þeim hópi sem var útilokaður. Þannig væri hægt að tryggja það að störf Alþingis séu með samþykki kjósenda. Þing sem þjást af þessum "týndu þingsætum" ná iðulega ekki að renna sitt fjögurra ára skeið og eru störf þeirra alltaf rofin og boðið til nýrra kosninga hvort eð er. Í dag eru þessi þingsæti fjögur talsins. Klippa: Forsetaáskorun Vísis: Viktor Traustason Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Kólonsbotn og Skrúðurinn í Fáskrúðsfirði. Ef þú fengir að ráða, hvaða einu breytingu myndir þú helst vilja gera á forsetaembættinu? Að málskotsrétturinn velti ekki á geðþótta einnar manneskju. Segjum sem svo að þú tapir kosningunum og ákveðir í kjölfarið að snúa þér að blönduðum bardagalistum, hvaða lag myndir þú spila áður en þú færir inn í átthyrninginn? Ég myndi hafa þögn. Er einhver „samsæriskenning“ sem þú telur vera sanna eða mikið til í? Eins og til dæmis hvernig Vísir og RÚV hafa nýlega ákveðið að mismuna frambjóðendum þegar kemur að umfjöllun? Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað fer á diskinn og í glasið? Rif og rótarbjór. Uppáhalds bíómynd? The Good, the Bad and the Ugly... gull í gegn. Hefur þú komist í kast við lögin? Að sjálfsögðu. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Íslandsmeistaramótið í Petanqué. Þó svo að ég detti út í fyrstu umferð á hverju ári. Uppáhalds sjónvarpsþættir? Var að klára Baby Reindeer. Alltaf gott þegar maður kemst í slíkt breskt gæðaefni. Hver er þín uppáhalds líkamsrækt? Lyftingar. Saknar þú einhvers frá Covid-árunum? Hjólinu sem ég átti þá. Því var síðan stolið. Hver er eftirminnilegasta stundin þegar þú þurftir að stíga út fyrir þægindarammann? Lærbraut mig 12 ára úti í móa og þurfti að bíða í þó nokkurn tíma áður en ég fannst. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Skammast mín ekki en ef þið viljið fá eitthvað lag þá er „Price of smokes is going up again“ með The Chats á fóninum þessa dagana. Áttu þér draumabíl? Nei. Hvernig slappar þú af? Með því að setja fæturna upp. Ertu með húðflúr? Nei. Hvað verður fyrst upp á vegg þegar þú sest að á Bessastöðum? Ég ætla að veðja á flugu. Hvaða þjóðarleiðtoga myndir þú helst vilja hitta og hvað yrði það fyrsta sem þú myndir segja? Leiðtoga þjóðarþings Sama. Ég myndi spyrja hana hvers vegna hún svaraði ekki bréfinu sem ég sendi henni og hvort hún væri til í að árita mynd fyrir mig. Kanntu á eitthvað hljóðfæri? Vinnukonugripin á gítar og pikkaði síðan upp Partýbæ með Ham á píanó. Hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn? NBA JAM, BOOM SHAKA LAKA. Ef gerð yrði kvikmynd um þig, hver ætti að leika þig? Ég hef verið aukaleikari í kvikmyndum þannig það væri fínt að fá einhvern slíkann. Ef þú yrðir skipreka á eyðieyju, hvaða einn mótframbjóðanda tækir þú með þér? Þann sem ekki drukknaði býst ég við. Ég er jafn spenntur og þið að sjá hver þeirra lifði þetta af með mér. Hefur þú einhverja umdeilda skoðun, sem gæti orðið fréttamál á heimsvísu? Samanber skoðun Guðna Th á pítsuáleggjum. Það vona ég ekki.
Forsetakosningar 2024 Forsetaáskorun Vísis Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp