Vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar: „Ég hef ekki heyrt múkk“ Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2024 10:31 Jón Daði Böðvarsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty Atvinnumaðurinn í knattspyrnu, Jón Daði Böðvarsson hefur ekkert heyrt frá núverandi landsliðsþjálfara Íslands síðan að sá tók við þjálfun liðsins. Hann vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar. Jón Daði á að baki 64 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur farið á tvö stórmót með liðinu en hefur ekki fengið kallið í landsliðið í rúm tvö ár. Norðmaðurinn Age Hareide tók við þjálfun íslenska landsliðsins í apríl í fyrra. Jón Daði hefur ekki enn heyrt frá honum „Ég ber fulla virðingu fyrir vali landsliðsþjálfarans og þeir leikmenn sem eru þarna núna í landsliðinu eiga það skilið að vera í hópnum,“ segir Jón Daði. „Eina sem ég hefði viljað eru smá samskipti. Það er ekki mikið sem ég bið um. Bara til að sjá hvar maður stendur í þessu öllu saman. Maður er að lesa fréttir og annað þar sem að maður er að heyra hann segja frá því að hann hafi heyrt í leikmönnum reglulega. Þar spyr hann þá hvernig gangi hjá þeim og annað. Ég hef ekki heyrt múkk. Það er bara eins og það er. Jón Daði hefur verið á mála hjá enska C-deildar liðinu Bolton Wanderers undanfarin ár. Samningur hans við félagið rann út eftir nýafstaðið tímabil. Jón er því núna að ákveða næsta skref á sínum atvinnumannaferli. @OfficialBWFC Ekki það að það þurfi að gera eitthvað svoleiðis. En að mínu mati er þetta bara ákveðinn hlutur tengdur virðingu. Fyrir leikmenn sem hafa til að mynda verið lengi í þessu. Það hefði verið fínt að fá smá spjall eða eitthvað. Ég er ekki að segja að ég eigi þetta eitthvað meira skilið en aðrir.“ Hann vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar fyrir sig. „Ég er alltaf með augun opin varðandi það hvaða leikmenn eru valdir í landsliðið hverju sinni. Ég geri mér líka alveg grein fyrir því að jú landsliðsferillinn minn er langur en ef þú horfir á tölfræðina markalega séð þá er hún kannski ekki frábær. Maður var í ákveðnu hlutverki, kannski öðruvísi hlutverki hjá landsliðinu heldur en félagsliðinu. Maður var öðruvísi leikmaður á þeim tíma. Kannski vegna þess að við vorum svo mikið teymi á þeim tíma í landsliðinu. Ég gegndi bara mínu hlutverki. Var bassaleikarinn í teyminu. Lét lítið fyrir mér fara. Var bara í ákveðnu hlutverki og naut mín alveg í botn í þennan landsliðstíma. Maður vill alltaf vera í landsliðinu og allt það. Þetta snýst hins vegar ekki um mig. Heldur þá leikmenn sem eru þar nú þegar. Ég ber fulla virðingu fyrir öllum sem eru þarna í KSÍ. Leikmönnum, þjálfurum og þeim ákvörðunum sem eru þar teknar.“ Landslið karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
Jón Daði á að baki 64 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur farið á tvö stórmót með liðinu en hefur ekki fengið kallið í landsliðið í rúm tvö ár. Norðmaðurinn Age Hareide tók við þjálfun íslenska landsliðsins í apríl í fyrra. Jón Daði hefur ekki enn heyrt frá honum „Ég ber fulla virðingu fyrir vali landsliðsþjálfarans og þeir leikmenn sem eru þarna núna í landsliðinu eiga það skilið að vera í hópnum,“ segir Jón Daði. „Eina sem ég hefði viljað eru smá samskipti. Það er ekki mikið sem ég bið um. Bara til að sjá hvar maður stendur í þessu öllu saman. Maður er að lesa fréttir og annað þar sem að maður er að heyra hann segja frá því að hann hafi heyrt í leikmönnum reglulega. Þar spyr hann þá hvernig gangi hjá þeim og annað. Ég hef ekki heyrt múkk. Það er bara eins og það er. Jón Daði hefur verið á mála hjá enska C-deildar liðinu Bolton Wanderers undanfarin ár. Samningur hans við félagið rann út eftir nýafstaðið tímabil. Jón er því núna að ákveða næsta skref á sínum atvinnumannaferli. @OfficialBWFC Ekki það að það þurfi að gera eitthvað svoleiðis. En að mínu mati er þetta bara ákveðinn hlutur tengdur virðingu. Fyrir leikmenn sem hafa til að mynda verið lengi í þessu. Það hefði verið fínt að fá smá spjall eða eitthvað. Ég er ekki að segja að ég eigi þetta eitthvað meira skilið en aðrir.“ Hann vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar fyrir sig. „Ég er alltaf með augun opin varðandi það hvaða leikmenn eru valdir í landsliðið hverju sinni. Ég geri mér líka alveg grein fyrir því að jú landsliðsferillinn minn er langur en ef þú horfir á tölfræðina markalega séð þá er hún kannski ekki frábær. Maður var í ákveðnu hlutverki, kannski öðruvísi hlutverki hjá landsliðinu heldur en félagsliðinu. Maður var öðruvísi leikmaður á þeim tíma. Kannski vegna þess að við vorum svo mikið teymi á þeim tíma í landsliðinu. Ég gegndi bara mínu hlutverki. Var bassaleikarinn í teyminu. Lét lítið fyrir mér fara. Var bara í ákveðnu hlutverki og naut mín alveg í botn í þennan landsliðstíma. Maður vill alltaf vera í landsliðinu og allt það. Þetta snýst hins vegar ekki um mig. Heldur þá leikmenn sem eru þar nú þegar. Ég ber fulla virðingu fyrir öllum sem eru þarna í KSÍ. Leikmönnum, þjálfurum og þeim ákvörðunum sem eru þar teknar.“
Landslið karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira