Vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar: „Ég hef ekki heyrt múkk“ Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2024 10:31 Jón Daði Böðvarsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty Atvinnumaðurinn í knattspyrnu, Jón Daði Böðvarsson hefur ekkert heyrt frá núverandi landsliðsþjálfara Íslands síðan að sá tók við þjálfun liðsins. Hann vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar. Jón Daði á að baki 64 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur farið á tvö stórmót með liðinu en hefur ekki fengið kallið í landsliðið í rúm tvö ár. Norðmaðurinn Age Hareide tók við þjálfun íslenska landsliðsins í apríl í fyrra. Jón Daði hefur ekki enn heyrt frá honum „Ég ber fulla virðingu fyrir vali landsliðsþjálfarans og þeir leikmenn sem eru þarna núna í landsliðinu eiga það skilið að vera í hópnum,“ segir Jón Daði. „Eina sem ég hefði viljað eru smá samskipti. Það er ekki mikið sem ég bið um. Bara til að sjá hvar maður stendur í þessu öllu saman. Maður er að lesa fréttir og annað þar sem að maður er að heyra hann segja frá því að hann hafi heyrt í leikmönnum reglulega. Þar spyr hann þá hvernig gangi hjá þeim og annað. Ég hef ekki heyrt múkk. Það er bara eins og það er. Jón Daði hefur verið á mála hjá enska C-deildar liðinu Bolton Wanderers undanfarin ár. Samningur hans við félagið rann út eftir nýafstaðið tímabil. Jón er því núna að ákveða næsta skref á sínum atvinnumannaferli. @OfficialBWFC Ekki það að það þurfi að gera eitthvað svoleiðis. En að mínu mati er þetta bara ákveðinn hlutur tengdur virðingu. Fyrir leikmenn sem hafa til að mynda verið lengi í þessu. Það hefði verið fínt að fá smá spjall eða eitthvað. Ég er ekki að segja að ég eigi þetta eitthvað meira skilið en aðrir.“ Hann vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar fyrir sig. „Ég er alltaf með augun opin varðandi það hvaða leikmenn eru valdir í landsliðið hverju sinni. Ég geri mér líka alveg grein fyrir því að jú landsliðsferillinn minn er langur en ef þú horfir á tölfræðina markalega séð þá er hún kannski ekki frábær. Maður var í ákveðnu hlutverki, kannski öðruvísi hlutverki hjá landsliðinu heldur en félagsliðinu. Maður var öðruvísi leikmaður á þeim tíma. Kannski vegna þess að við vorum svo mikið teymi á þeim tíma í landsliðinu. Ég gegndi bara mínu hlutverki. Var bassaleikarinn í teyminu. Lét lítið fyrir mér fara. Var bara í ákveðnu hlutverki og naut mín alveg í botn í þennan landsliðstíma. Maður vill alltaf vera í landsliðinu og allt það. Þetta snýst hins vegar ekki um mig. Heldur þá leikmenn sem eru þar nú þegar. Ég ber fulla virðingu fyrir öllum sem eru þarna í KSÍ. Leikmönnum, þjálfurum og þeim ákvörðunum sem eru þar teknar.“ Landslið karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Jón Daði á að baki 64 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur farið á tvö stórmót með liðinu en hefur ekki fengið kallið í landsliðið í rúm tvö ár. Norðmaðurinn Age Hareide tók við þjálfun íslenska landsliðsins í apríl í fyrra. Jón Daði hefur ekki enn heyrt frá honum „Ég ber fulla virðingu fyrir vali landsliðsþjálfarans og þeir leikmenn sem eru þarna núna í landsliðinu eiga það skilið að vera í hópnum,“ segir Jón Daði. „Eina sem ég hefði viljað eru smá samskipti. Það er ekki mikið sem ég bið um. Bara til að sjá hvar maður stendur í þessu öllu saman. Maður er að lesa fréttir og annað þar sem að maður er að heyra hann segja frá því að hann hafi heyrt í leikmönnum reglulega. Þar spyr hann þá hvernig gangi hjá þeim og annað. Ég hef ekki heyrt múkk. Það er bara eins og það er. Jón Daði hefur verið á mála hjá enska C-deildar liðinu Bolton Wanderers undanfarin ár. Samningur hans við félagið rann út eftir nýafstaðið tímabil. Jón er því núna að ákveða næsta skref á sínum atvinnumannaferli. @OfficialBWFC Ekki það að það þurfi að gera eitthvað svoleiðis. En að mínu mati er þetta bara ákveðinn hlutur tengdur virðingu. Fyrir leikmenn sem hafa til að mynda verið lengi í þessu. Það hefði verið fínt að fá smá spjall eða eitthvað. Ég er ekki að segja að ég eigi þetta eitthvað meira skilið en aðrir.“ Hann vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar fyrir sig. „Ég er alltaf með augun opin varðandi það hvaða leikmenn eru valdir í landsliðið hverju sinni. Ég geri mér líka alveg grein fyrir því að jú landsliðsferillinn minn er langur en ef þú horfir á tölfræðina markalega séð þá er hún kannski ekki frábær. Maður var í ákveðnu hlutverki, kannski öðruvísi hlutverki hjá landsliðinu heldur en félagsliðinu. Maður var öðruvísi leikmaður á þeim tíma. Kannski vegna þess að við vorum svo mikið teymi á þeim tíma í landsliðinu. Ég gegndi bara mínu hlutverki. Var bassaleikarinn í teyminu. Lét lítið fyrir mér fara. Var bara í ákveðnu hlutverki og naut mín alveg í botn í þennan landsliðstíma. Maður vill alltaf vera í landsliðinu og allt það. Þetta snýst hins vegar ekki um mig. Heldur þá leikmenn sem eru þar nú þegar. Ég ber fulla virðingu fyrir öllum sem eru þarna í KSÍ. Leikmönnum, þjálfurum og þeim ákvörðunum sem eru þar teknar.“
Landslið karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti