Framsýn farsæld Tinna Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2024 11:00 Trappa á 10 ára afmæli um þessar mundir. Trappa er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að veita og auka aðgengi að ýmis konar þjónustu fyrir börn, til að mynda talþjáfun, sálfræðiráðgjöf og hegðunarráðgjöf svo eitthvað sé nefnt. Markmið og sýn okkar hefur ávallt verið að grípa barn í vanda án tafar, ýmist með ráðgjöf, leiðbeiningum eða beinni þjálfun. Frá upphafi var lögð áhersla á fjarþjónustu og notast við Zoom til að byrja með. Fyrstu skjólstæðingarnir voru börn í Vesturbyggð sem hlutu talþjálfun vikulega. Vel að merkja var þetta árið 2014, löngu fyrir Covid. Smátt og smátt fjölgaði sveitarfélögum vítt og breitt um landið sem sáu kosti þess að fá vikulega talþjálfun fyrir börn með minni áherslu á greiningar. Í dag nýta 11 sveitarfélög sér þjónustu okkar með góðum árangri. Eftir því sem þjónusta Tröppu þróaðist hófst einnig þróun hugbúnaðarins Kara Connect, sem er veflægur fjarfundabúnaður hannaður með fyllsta öryggi í huga. Í dag eru Trappa og Kara tvö aðskilin fyrirtæki sem eru þó byggð á sama grunni og með sömu sýn - að auðvelda aðgengi að aðstoð. Við höfum á þessum tíma byggt upp öfluga þjónustu og gott og faglegt samstarf við sveitarfélög. Þrátt fyrir frumkvöðlastarfsemi Tröppu og þá umbyltingu í veitingu þjónustu sem fyrirtækið hefur valdið hefur það aldrei hlotið opinbera styrki. Þvert á móti höfum við þurft að berjast við hinar ýmsu stofnanir hér á landi í gegnum tíðina. Má þar nefna Landlæknisembættið sem setti sérstakar kröfur um leyfi til veitingar fjarþjónustu án fyrirvara, sem hafði þá einnig áhrif á stöðu talmeinafræðinga gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. Voru þessar aðgerðir hins opinbera mjög kostnaðarsamar fyrir okkur og unnu í rauninni gegn þeirri framsýni og umbótum sem fjarþjónusta af þessu tagi er fyrir samfélagið allt. Þrátt fyrir mótlæti látum við engan bilbug á okkur finna og vex Trappa nú og dafnar sem aldrei fyrr. Í haust verður haldin ráðstefna til að fagna þessum tímamótum. Við höldum áfram að auka aðgengi að hjálp og er nú hægt er að bóka tíma hjá hinum ýmsu sérfræðingum með stuttum fyrirvara í gegnum vefsíðu Tröppu. Áfram er sýn okkar sú að með því grípa inn í sem fyrst með góðri og ítarlegri ráðgjöf og handleiðslu til foreldra og fagfólks, megi breyta miklu varðandi framgang þroska barns. Trappa er vissulega langt á undan sinni samtíð þegar kemur að farsæld barna og við hlökkum til að vera áfram leiðandi í betra aðgengi að aðstoð fyrir börn, foreldra og fagfólk með farsæld barna að leiðarljósi. Höfundur er talmeinafræðingur og einn stofnenda Tröppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Trappa á 10 ára afmæli um þessar mundir. Trappa er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að veita og auka aðgengi að ýmis konar þjónustu fyrir börn, til að mynda talþjáfun, sálfræðiráðgjöf og hegðunarráðgjöf svo eitthvað sé nefnt. Markmið og sýn okkar hefur ávallt verið að grípa barn í vanda án tafar, ýmist með ráðgjöf, leiðbeiningum eða beinni þjálfun. Frá upphafi var lögð áhersla á fjarþjónustu og notast við Zoom til að byrja með. Fyrstu skjólstæðingarnir voru börn í Vesturbyggð sem hlutu talþjálfun vikulega. Vel að merkja var þetta árið 2014, löngu fyrir Covid. Smátt og smátt fjölgaði sveitarfélögum vítt og breitt um landið sem sáu kosti þess að fá vikulega talþjálfun fyrir börn með minni áherslu á greiningar. Í dag nýta 11 sveitarfélög sér þjónustu okkar með góðum árangri. Eftir því sem þjónusta Tröppu þróaðist hófst einnig þróun hugbúnaðarins Kara Connect, sem er veflægur fjarfundabúnaður hannaður með fyllsta öryggi í huga. Í dag eru Trappa og Kara tvö aðskilin fyrirtæki sem eru þó byggð á sama grunni og með sömu sýn - að auðvelda aðgengi að aðstoð. Við höfum á þessum tíma byggt upp öfluga þjónustu og gott og faglegt samstarf við sveitarfélög. Þrátt fyrir frumkvöðlastarfsemi Tröppu og þá umbyltingu í veitingu þjónustu sem fyrirtækið hefur valdið hefur það aldrei hlotið opinbera styrki. Þvert á móti höfum við þurft að berjast við hinar ýmsu stofnanir hér á landi í gegnum tíðina. Má þar nefna Landlæknisembættið sem setti sérstakar kröfur um leyfi til veitingar fjarþjónustu án fyrirvara, sem hafði þá einnig áhrif á stöðu talmeinafræðinga gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. Voru þessar aðgerðir hins opinbera mjög kostnaðarsamar fyrir okkur og unnu í rauninni gegn þeirri framsýni og umbótum sem fjarþjónusta af þessu tagi er fyrir samfélagið allt. Þrátt fyrir mótlæti látum við engan bilbug á okkur finna og vex Trappa nú og dafnar sem aldrei fyrr. Í haust verður haldin ráðstefna til að fagna þessum tímamótum. Við höldum áfram að auka aðgengi að hjálp og er nú hægt er að bóka tíma hjá hinum ýmsu sérfræðingum með stuttum fyrirvara í gegnum vefsíðu Tröppu. Áfram er sýn okkar sú að með því grípa inn í sem fyrst með góðri og ítarlegri ráðgjöf og handleiðslu til foreldra og fagfólks, megi breyta miklu varðandi framgang þroska barns. Trappa er vissulega langt á undan sinni samtíð þegar kemur að farsæld barna og við hlökkum til að vera áfram leiðandi í betra aðgengi að aðstoð fyrir börn, foreldra og fagfólk með farsæld barna að leiðarljósi. Höfundur er talmeinafræðingur og einn stofnenda Tröppu.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar