Kennari hljóp til þegar Sushi læstist inni eftir skólaslit Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júní 2024 12:53 Sushi var ekki fyrr komin úr skólanum áður en hún fór að reyna að komast aftur inn. Ljósmynd/Facebook Hinn víðfrægi köttur Sushi læstist inni í Garðaskóla eftir skólaslit um helgina. Kötturinn þurfti þó ekki að dúsa lengi í skólanum en kennari í skólanum var fljótur að hlaupa til og hleypa kettinum út eftir að íbúi í bæjarfélaginu vakti athygli á kettinum á Facebook. Þetta segir Sara Dís Hjaltested, eigandi Sushi, í samtali við Vísi en hún tekur fram að Sushi hafi aðeins verið föst í skólanum innan við sólarhring. Sushi er afar vinsæl í Garðabæ en til stendur að reisa styttu af kettinum í bæjarfélaginu eins og greint var frá um daginn. Sushi er fastagestur í Hagkaup en sækir einnig kennslustundir í Garðaskóla og er einstaklega vinsæl meðal nemenda. Mætt aftur á ganga skólans Sara segir að Sushi hafi ekki fagnað frelsinu eftir að henni var hleypt út en hún er komin aftur í skólann núna og lætur fara vel um sig á göngunum. Sara tekur fram að Sushi sé greinilega ekki tilbúin að fara í sumarfrí eins og flestir starfsmenn og nemendur skólans. „Það er einhver frágangur í skólanum núna og það þykir öllum það vænt um hana að ég veit ekki hversu oft starfsmenn og kennarar fara og hleypa henni út þegar það er vakin athygli á að hún sé í skólanum í Garðabæjarhópnum á Facebook,“ segir Sara sem tekur fram að Sushi sé ekki í neinni hættu að festast aftur í skólanum. View this post on Instagram A post shared by Kötturinn Sushi (@kotturinnsushi) Sushi gert að sitja eftir í skólanum Spurð hvort að Sushi staldri eitthvað við heima hjá sér svarar Sara því neitandi og segir hana of upptekna að standa vaktina í Hagkaup eða Garðaskóla. „Við sjáum hana mjög lítið. Hún kemur bara heim til að éta.“ Hún bætir við að Sushi virðist vera alveg sama að færri séu í skólanum núna en vanalega og tekur fram að mikið sé grínast um viðveru Sushi í skólanum eftir skólaslit. „Það er mikið grínast með það að hún hafi ekki náð prófunum og þurfi þess vegna að sitja eftir.“ Dýr Garðabær Kettir Tengdar fréttir Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að reisa styttu af kettinum Sushi Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að láta reisa styttu af frægasta ketti bæjarins, Sushi, sem mun því sem fréttastofa kemst næst brjóta blað í sögunni og verða fyrsti íslenski kötturinn sem fær reistan skúlptúr sér til heiðurs. Kötturinn er fastagestur í Hagkaup og sækir kennslustundir í Garðaskóla. 23. maí 2024 21:01 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira
Þetta segir Sara Dís Hjaltested, eigandi Sushi, í samtali við Vísi en hún tekur fram að Sushi hafi aðeins verið föst í skólanum innan við sólarhring. Sushi er afar vinsæl í Garðabæ en til stendur að reisa styttu af kettinum í bæjarfélaginu eins og greint var frá um daginn. Sushi er fastagestur í Hagkaup en sækir einnig kennslustundir í Garðaskóla og er einstaklega vinsæl meðal nemenda. Mætt aftur á ganga skólans Sara segir að Sushi hafi ekki fagnað frelsinu eftir að henni var hleypt út en hún er komin aftur í skólann núna og lætur fara vel um sig á göngunum. Sara tekur fram að Sushi sé greinilega ekki tilbúin að fara í sumarfrí eins og flestir starfsmenn og nemendur skólans. „Það er einhver frágangur í skólanum núna og það þykir öllum það vænt um hana að ég veit ekki hversu oft starfsmenn og kennarar fara og hleypa henni út þegar það er vakin athygli á að hún sé í skólanum í Garðabæjarhópnum á Facebook,“ segir Sara sem tekur fram að Sushi sé ekki í neinni hættu að festast aftur í skólanum. View this post on Instagram A post shared by Kötturinn Sushi (@kotturinnsushi) Sushi gert að sitja eftir í skólanum Spurð hvort að Sushi staldri eitthvað við heima hjá sér svarar Sara því neitandi og segir hana of upptekna að standa vaktina í Hagkaup eða Garðaskóla. „Við sjáum hana mjög lítið. Hún kemur bara heim til að éta.“ Hún bætir við að Sushi virðist vera alveg sama að færri séu í skólanum núna en vanalega og tekur fram að mikið sé grínast um viðveru Sushi í skólanum eftir skólaslit. „Það er mikið grínast með það að hún hafi ekki náð prófunum og þurfi þess vegna að sitja eftir.“
Dýr Garðabær Kettir Tengdar fréttir Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að reisa styttu af kettinum Sushi Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að láta reisa styttu af frægasta ketti bæjarins, Sushi, sem mun því sem fréttastofa kemst næst brjóta blað í sögunni og verða fyrsti íslenski kötturinn sem fær reistan skúlptúr sér til heiðurs. Kötturinn er fastagestur í Hagkaup og sækir kennslustundir í Garðaskóla. 23. maí 2024 21:01 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira
Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að reisa styttu af kettinum Sushi Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að láta reisa styttu af frægasta ketti bæjarins, Sushi, sem mun því sem fréttastofa kemst næst brjóta blað í sögunni og verða fyrsti íslenski kötturinn sem fær reistan skúlptúr sér til heiðurs. Kötturinn er fastagestur í Hagkaup og sækir kennslustundir í Garðaskóla. 23. maí 2024 21:01