Á 90 þúsund servíettur í Hafnarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2024 20:46 Jóhanna Gunnhildur Stefánsdóttir, servíettusafnari með meiru í Hafnarfirði, sem á um 90 þúsund servíettur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kona í Hafnarfirði er engum líka þegar kemur að söfnun á servíettum því hún á hvorki meira né minna en níutíu þúsund servíettur og bara eina tegund af hverri. Söfnunin hefur staðið yfir í fjörutíu ár. Þegar komið er inn til Jóhönnu Gunnhildar Stefánsdóttur á Herjólfsgötunni eru kassar út um allt fullir af servíettum og möppur inn í skápum, líka fullar af servíettum. „Þetta er svo skemmtilegt, það er svo gaman að skoða servíettur, raða þeim upp og horfa á þær og spá og speglúera í servíettum. Í gamla daga voru þær alltaf einfaldar en núna eru þær þriggja laga,” segir Jóhanna. En hvað finnst fólki í kringum þig að þú sért að safna svona mikið af servíettum? „Það segir óskup lítið við þessu, börnin mín kvarta stundum yfir því hvað þau eigi að gera við þetta þegar þau taka við þessu þegar ég fer frá, þau kvarta stundum, en þau umbera þetta og þau vita vel að ég hef gaman af þessu og þetta er búið að vera mitt líf og yndi,” segir Jóhanna og hlær. Jóhanna hefur fengið mörg gömul servíettusöfn gefins í gegnum árin og hún hefur líka keypt mikið af servíettum frá útlöndum. „Já, já, ég tek við gömlum servíettum, bæði gömlum og nýjum,”segir hún. Servíettur frá því þegar Elísabet Bretadrottning var sett inn í sitt embætti eru í miklu uppáhaldi hjá Jóhönnu. „Það eru drottningarservíettur, svo breiddust þær út um allt Evrópu þessar servíettur.” Og Jóhanna hefur málað myndir á alla kassana þannig að hún viti nú örugglega hvað er í hverjum kassa. Og svo er hún fljót að flétta í kössunum og hún passar til dæmi upp á það að jólasveinar með bangsa séu í sér kassa. Jóhanna málar myndir á alla kassana þannig að hún viti nákvæmlega hvernig servéttur eru í hverjum kassa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá fara þeir í þennan kassa, þessi er með bangsa.” En Jóhanna segist ekki eiga neina eina uppáhalds servíettu í safninu. „Nei, en ég held mjög mikið upp á snjókarla, mjög mikið upp á Parísar servétturnar þar sem turnin er og ég held mjög mikið upp á Hollensku servétturnar, þær eru mjög fallegar og skemmtilegar,” segir Jóhanna og bætir strax við skellihlæjandi. „Það verða allir að gera einherjar vitleysu og eiga það bara út af fyrir sig sína vitleysu, ég hef mjög gaman af servíettum.” Safnið hennar Jóhönnu er einstaklega fallegt og vel um það hugsað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hafnarfjörður Söfn Grín og gaman Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Þegar komið er inn til Jóhönnu Gunnhildar Stefánsdóttur á Herjólfsgötunni eru kassar út um allt fullir af servíettum og möppur inn í skápum, líka fullar af servíettum. „Þetta er svo skemmtilegt, það er svo gaman að skoða servíettur, raða þeim upp og horfa á þær og spá og speglúera í servíettum. Í gamla daga voru þær alltaf einfaldar en núna eru þær þriggja laga,” segir Jóhanna. En hvað finnst fólki í kringum þig að þú sért að safna svona mikið af servíettum? „Það segir óskup lítið við þessu, börnin mín kvarta stundum yfir því hvað þau eigi að gera við þetta þegar þau taka við þessu þegar ég fer frá, þau kvarta stundum, en þau umbera þetta og þau vita vel að ég hef gaman af þessu og þetta er búið að vera mitt líf og yndi,” segir Jóhanna og hlær. Jóhanna hefur fengið mörg gömul servíettusöfn gefins í gegnum árin og hún hefur líka keypt mikið af servíettum frá útlöndum. „Já, já, ég tek við gömlum servíettum, bæði gömlum og nýjum,”segir hún. Servíettur frá því þegar Elísabet Bretadrottning var sett inn í sitt embætti eru í miklu uppáhaldi hjá Jóhönnu. „Það eru drottningarservíettur, svo breiddust þær út um allt Evrópu þessar servíettur.” Og Jóhanna hefur málað myndir á alla kassana þannig að hún viti nú örugglega hvað er í hverjum kassa. Og svo er hún fljót að flétta í kössunum og hún passar til dæmi upp á það að jólasveinar með bangsa séu í sér kassa. Jóhanna málar myndir á alla kassana þannig að hún viti nákvæmlega hvernig servéttur eru í hverjum kassa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá fara þeir í þennan kassa, þessi er með bangsa.” En Jóhanna segist ekki eiga neina eina uppáhalds servíettu í safninu. „Nei, en ég held mjög mikið upp á snjókarla, mjög mikið upp á Parísar servétturnar þar sem turnin er og ég held mjög mikið upp á Hollensku servétturnar, þær eru mjög fallegar og skemmtilegar,” segir Jóhanna og bætir strax við skellihlæjandi. „Það verða allir að gera einherjar vitleysu og eiga það bara út af fyrir sig sína vitleysu, ég hef mjög gaman af servíettum.” Safnið hennar Jóhönnu er einstaklega fallegt og vel um það hugsað.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hafnarfjörður Söfn Grín og gaman Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira