„Ég virðist ekkert vera að reyna að skora þessa dagana“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2024 16:29 Agla María Albertsdóttir er búin að skora sjö mörk í fyrstu átta leikjum tímabilsins. Vísir/Bára Agla María Albertsdóttir skoraði annað mark Breiðabliks er liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn Þrótti í áttundu umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Blikar tróna því enn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, en framan af leik í dag leit hreint ekki út fyrir að Breiðablik myndi valta yfir gestina. „Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstaklega góður af okkar hálfu. Þetta var kannski smá stress í okkur í fyrri hálfleik, en mér fannst við vera bara yfirburðarlið í seinni hálfleik og ef eitthvað er gátum við skorað fleiri mörk,“ sagði Agla María í leikslok. Þá segir hún það hafa verið mikilvægt að halda fyrri hálfleiknum markalausum miðað við þau færi sem gestirnir fengu. „Klárlega. Þær voru bara sterkari í fyrri hálfleik og fengu nokkur góð færi. En að sama skapi átti Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] líka skot rétt framhjá og þær björguðu á línu frá Andreu [Rut Bjarnadóttur] þannig að þetta var kannski sanngjarnt 0-0. En ég get alveg sagt að við vorum fegnar að fara inn í hálfleikinn með jafna stöðu.“ Eins og áður segir skoraði Agla María annað mark Blika í dag og það var af dýrari gerðinni. Hún skoraði þá beint úr hornspyrnu, en Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, sagði í viðtali eftir leik að hann hafði ekki trú á því að hún hafi verið að reyna að skora. „Ég virðist ekkert vera að reyna að skora þessa dagana,“ sagði Agla létt. „Seinast var það fyrirgjöf og núna úr hornspyrnu. En það er bara að reyna að setja hann nálægt markinu og vona að hann fari inn. Ef hann fer ekki inn þá reynir einhver að skalla hann. Þannig þetta snýst um að setja hann þarna einhversstaðar.“ Þá vildu aðrir meina að markið hennar Öglu hafi verið sjálfsmark þar sem boltinn hafi haft viðkomu í Jelenu Kujundzic á leið sinni í markið. Agla hlustar þó ekki á neitt svoleiðis. „Ég tek að sjálfsögðu þetta mark. Tek ekki annað til greina.“ Að lokum segir hún mikilvægt að liðið haldi áfram á sömu braut. „Við verðum bara að halda áfram að taka einn leik í einu. Við höfum verið að nota hópinn okkar mikið og það eru oft margar breytingar á milli leikja. Ég held að það sé það sem er að skila okkur núna. Við erum með breiðan og stóran hóp og erum að nýta alla leikmenn. Við erum þar af leiðandi að fá ferska fætur inn í hvern og einn leik og ég held að það sé að skila sér,“ sagði Agla að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-Þróttur 3-0 | Toppliðið keyrði yfir botnliðið í seinni hálfleik Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Þróttar í dag. 16. júní 2024 15:51 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Sjá meira
Blikar tróna því enn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, en framan af leik í dag leit hreint ekki út fyrir að Breiðablik myndi valta yfir gestina. „Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstaklega góður af okkar hálfu. Þetta var kannski smá stress í okkur í fyrri hálfleik, en mér fannst við vera bara yfirburðarlið í seinni hálfleik og ef eitthvað er gátum við skorað fleiri mörk,“ sagði Agla María í leikslok. Þá segir hún það hafa verið mikilvægt að halda fyrri hálfleiknum markalausum miðað við þau færi sem gestirnir fengu. „Klárlega. Þær voru bara sterkari í fyrri hálfleik og fengu nokkur góð færi. En að sama skapi átti Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] líka skot rétt framhjá og þær björguðu á línu frá Andreu [Rut Bjarnadóttur] þannig að þetta var kannski sanngjarnt 0-0. En ég get alveg sagt að við vorum fegnar að fara inn í hálfleikinn með jafna stöðu.“ Eins og áður segir skoraði Agla María annað mark Blika í dag og það var af dýrari gerðinni. Hún skoraði þá beint úr hornspyrnu, en Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, sagði í viðtali eftir leik að hann hafði ekki trú á því að hún hafi verið að reyna að skora. „Ég virðist ekkert vera að reyna að skora þessa dagana,“ sagði Agla létt. „Seinast var það fyrirgjöf og núna úr hornspyrnu. En það er bara að reyna að setja hann nálægt markinu og vona að hann fari inn. Ef hann fer ekki inn þá reynir einhver að skalla hann. Þannig þetta snýst um að setja hann þarna einhversstaðar.“ Þá vildu aðrir meina að markið hennar Öglu hafi verið sjálfsmark þar sem boltinn hafi haft viðkomu í Jelenu Kujundzic á leið sinni í markið. Agla hlustar þó ekki á neitt svoleiðis. „Ég tek að sjálfsögðu þetta mark. Tek ekki annað til greina.“ Að lokum segir hún mikilvægt að liðið haldi áfram á sömu braut. „Við verðum bara að halda áfram að taka einn leik í einu. Við höfum verið að nota hópinn okkar mikið og það eru oft margar breytingar á milli leikja. Ég held að það sé það sem er að skila okkur núna. Við erum með breiðan og stóran hóp og erum að nýta alla leikmenn. Við erum þar af leiðandi að fá ferska fætur inn í hvern og einn leik og ég held að það sé að skila sér,“ sagði Agla að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-Þróttur 3-0 | Toppliðið keyrði yfir botnliðið í seinni hálfleik Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Þróttar í dag. 16. júní 2024 15:51 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik-Þróttur 3-0 | Toppliðið keyrði yfir botnliðið í seinni hálfleik Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Þróttar í dag. 16. júní 2024 15:51