Kóngurinn er sá sem keypti Fender Telecaster-frímerkið Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2024 13:20 Bubbi Morthens er rokkjeppann í höndunum. Næsta skref er að flauta til fyrstu æfingarinnar, ný rokksveit með honum og Bjössa í Mínus er í burðarliðnum. Arnar Þór Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, sjálfur kóngurinn, festi kaup á Fender Telecaster-gítar sem er einstakur að því leyti til að hann er handsmíðaður og þakinn íslenskum frímerkjum. „Telecasterinn er geggjaður. Það þarf ekki mikið til að gleðja mann, einn rokkjeppi og maður er glaður,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Bubbi var að fletta Vísi, eins og hann gerir flesta daga og var að hugsa með sér að hann þyrfti nú að fara að spila heiðarlegt rokk. Þær fyrirætlanir eru reyndar komnar á koppinn, langleiðina, þegar þessi frétt poppaði upp: Þarna segir af því að Hljóðfærahúsið pantaði sérsmíðaðan Fender Telecaster, en Andy Mooney, forstjóri fyrirtækisins, hefur sérsmíðað gítara sem eru helgaðir einstökum löndum, hver um sig. Og það gerir hann með því að þekja hljóðfærin frímerkjum þaðan. En Mooney er einnig mikilvirkur frímerkjasafnari. Kominn með alvöru rokkjeppa í hendurnar „Já, ég sá þennan gítar. Þarna var hann kominn. Djöfull er hann flottur. Tryllt hljóðfæri. Ég get svarið þér það,“ segir Bubbi. Bubbi segist hafa átt þrjá safngripi, Martin-gítara. Einn er smíðaður eftir hans höfði frá a til ö og sérmerktur honum. Hann er dýr, andvirði bíls. „Já, ef það er smábíll.“ Og annan Martin-gítar á Bubbi sem er merktur honum. „Og svo á ég enn einn costom-martin sem ég kalla Gissur Pál. Þetta er lítill gítar en svakalega hljómmikill.“ Og svo hefur Bubbi verið á leiðinni með að fá sér rokkgítar. Bubbi ánægður með nýja gítarinn sinn. Nú skal spilað rokk.arnar þór „Og rokkgítarinn, rokkhundurinn og jeppinn er Telecaster. Margir hafa spilað á Telecasterinn af miklu listfengi og snilld. Og þar er Bruce [Springsteen] kannski þeirra fremstur, að mínu mati.“ Ætlar að stofna rokksveit með Bjössa í Mínus Bubbi segist hafa hringt beint í Hljóðfærahúsið, um leið og hann sá fréttina og bað þá þar um að taka gítarinn frá fyrir sig. „Þeir spurðu undrandi hvernig ég vissi af honum og ég sagði náttúrlega: Vísir. Og ég bara keypti hann.“ Bubbi segir að ekki skemmt fyrir að gítarinn sé þakinn frímerkjum æsku hans. Næsta skref er að stofna rokkhljómsveit með Bjössa í Mínus. „Við erum búnir að tala saman. Það er í kortunum að stofna rokkhljómsveit eftir okkar höfði; alvöru rokkhundahljómsveit þar sem við spilum heiðarlegt rokk.“ Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira
„Telecasterinn er geggjaður. Það þarf ekki mikið til að gleðja mann, einn rokkjeppi og maður er glaður,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Bubbi var að fletta Vísi, eins og hann gerir flesta daga og var að hugsa með sér að hann þyrfti nú að fara að spila heiðarlegt rokk. Þær fyrirætlanir eru reyndar komnar á koppinn, langleiðina, þegar þessi frétt poppaði upp: Þarna segir af því að Hljóðfærahúsið pantaði sérsmíðaðan Fender Telecaster, en Andy Mooney, forstjóri fyrirtækisins, hefur sérsmíðað gítara sem eru helgaðir einstökum löndum, hver um sig. Og það gerir hann með því að þekja hljóðfærin frímerkjum þaðan. En Mooney er einnig mikilvirkur frímerkjasafnari. Kominn með alvöru rokkjeppa í hendurnar „Já, ég sá þennan gítar. Þarna var hann kominn. Djöfull er hann flottur. Tryllt hljóðfæri. Ég get svarið þér það,“ segir Bubbi. Bubbi segist hafa átt þrjá safngripi, Martin-gítara. Einn er smíðaður eftir hans höfði frá a til ö og sérmerktur honum. Hann er dýr, andvirði bíls. „Já, ef það er smábíll.“ Og annan Martin-gítar á Bubbi sem er merktur honum. „Og svo á ég enn einn costom-martin sem ég kalla Gissur Pál. Þetta er lítill gítar en svakalega hljómmikill.“ Og svo hefur Bubbi verið á leiðinni með að fá sér rokkgítar. Bubbi ánægður með nýja gítarinn sinn. Nú skal spilað rokk.arnar þór „Og rokkgítarinn, rokkhundurinn og jeppinn er Telecaster. Margir hafa spilað á Telecasterinn af miklu listfengi og snilld. Og þar er Bruce [Springsteen] kannski þeirra fremstur, að mínu mati.“ Ætlar að stofna rokksveit með Bjössa í Mínus Bubbi segist hafa hringt beint í Hljóðfærahúsið, um leið og hann sá fréttina og bað þá þar um að taka gítarinn frá fyrir sig. „Þeir spurðu undrandi hvernig ég vissi af honum og ég sagði náttúrlega: Vísir. Og ég bara keypti hann.“ Bubbi segir að ekki skemmt fyrir að gítarinn sé þakinn frímerkjum æsku hans. Næsta skref er að stofna rokkhljómsveit með Bjössa í Mínus. „Við erum búnir að tala saman. Það er í kortunum að stofna rokkhljómsveit eftir okkar höfði; alvöru rokkhundahljómsveit þar sem við spilum heiðarlegt rokk.“
Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira