„Gjörsamlega óboðlegt og eitthvað sem ég sætti mig bara alls ekki við“ Siggeir Ævarsson skrifar 22. júní 2024 20:03 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var jafnvel enn daufari í dálkinn eftir leik í dag en þegar þessi mynd var tekin Visir/ Hulda Margrét Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var sótillur þegar hann mætti til viðtals eftir að lið hans var kjöldregið 1-5 af Val í dag. Hann var sérstaklega ósáttur með frammistöðu markvarðar síns, William Eskelinen, sem færði gestunum þrjú mörk á silfurfati að hans mati. „Mér fannst bara enginn munur á liðunum í fyrri hálfleik svo er náttúrulega bara einstaklingsgæði sem kosta okkur þennan leik. Menn sem voru fengnir hingað í stórt hlutverk til að hjálpa okkur að sækja stig en það hefur heldur annað gerst með það.“ Davíð var þarna að vísa í frammistöðu William Eskelinen og var spurður hvort hann myndi mögulega gera breytingar á liðinu fyrir næsta leik og jafnvel setja hann á bekkinn. „Það gefur augaleið. Mig langaði nú bara að gera breytingar í miðjum leik. Þetta er algjörlega óboðlegt og fyrir mann, komandi af þessu „level-i“ sem hann kemur frá. Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig og bara sorglegt fyrir strákana sem lögðu sig alla í þennan leik. Bara gríðarlega svekkjandi fyrir þá því spilamennska liðsins var mjög góð.“ „Eðilega, undir lok leiks, eru menn farnir að missa trú þegar það er búið að gefa þrjú mörk á silfurfati. Þetta er bara gjörsamlega óboðlegt og eitthvað sem ég sætti mig bara alls ekki við.“ Þetta var annar tapleikur Vestra í röð og situr liðið í 10. sæti Bestu deildarinnar. Liðið á þrjá heimaleiki framundan og Davíð Smári vonast til að liðið nái vopnum sínum. „Mér fannst liðið spila hrikalega vel í dag og það eru einstaklings mistök sem kosta okkur þennan leik í dag. Ég held að það sé erfitt að rökræða það eitthvað. Enn og aftur, í stöðunni 2-1, þegar það er búið að gefa þeim eitt mark þá fannst mér við alveg eiga séns því við fengum fullt af sénsum hér í dag.“ „Við erum bara með vel spilandi lið og erum með góða liðsheild. Það er mjög eðlilegt þegar staðan er orðin 4-1 og þrjú af þessum mörkum eru gjafir að liðið missi dampinn. Sem betur fer höfum við smá tíma fram að næsta leik til að jafna okkur á þessu og gíra okkur aftur í gang og við ætlum okkur að vera erfiðir heim að sækja.“ Allir fimm miðverðir Vestra eru meiddir um þessar mundir en Davíð gat lítið gefið upp um hvenær þeir eru væntanlegir aftur á grasið. „Við vorum með engan, ef það mætti kalla það, hreinræktaðan „hafsent“ í liðinu í dag og þetta hefur verið mikið vandamál hjá okkur. Við erum með fimm „hafsenta“ og þeir eru allir meiddir. Hvenær þeir koma til baka, eins og með Jeppe, það er bara ekki alveg ljóst. Fótbolti Besta deild karla Vestri Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
„Mér fannst bara enginn munur á liðunum í fyrri hálfleik svo er náttúrulega bara einstaklingsgæði sem kosta okkur þennan leik. Menn sem voru fengnir hingað í stórt hlutverk til að hjálpa okkur að sækja stig en það hefur heldur annað gerst með það.“ Davíð var þarna að vísa í frammistöðu William Eskelinen og var spurður hvort hann myndi mögulega gera breytingar á liðinu fyrir næsta leik og jafnvel setja hann á bekkinn. „Það gefur augaleið. Mig langaði nú bara að gera breytingar í miðjum leik. Þetta er algjörlega óboðlegt og fyrir mann, komandi af þessu „level-i“ sem hann kemur frá. Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig og bara sorglegt fyrir strákana sem lögðu sig alla í þennan leik. Bara gríðarlega svekkjandi fyrir þá því spilamennska liðsins var mjög góð.“ „Eðilega, undir lok leiks, eru menn farnir að missa trú þegar það er búið að gefa þrjú mörk á silfurfati. Þetta er bara gjörsamlega óboðlegt og eitthvað sem ég sætti mig bara alls ekki við.“ Þetta var annar tapleikur Vestra í röð og situr liðið í 10. sæti Bestu deildarinnar. Liðið á þrjá heimaleiki framundan og Davíð Smári vonast til að liðið nái vopnum sínum. „Mér fannst liðið spila hrikalega vel í dag og það eru einstaklings mistök sem kosta okkur þennan leik í dag. Ég held að það sé erfitt að rökræða það eitthvað. Enn og aftur, í stöðunni 2-1, þegar það er búið að gefa þeim eitt mark þá fannst mér við alveg eiga séns því við fengum fullt af sénsum hér í dag.“ „Við erum bara með vel spilandi lið og erum með góða liðsheild. Það er mjög eðlilegt þegar staðan er orðin 4-1 og þrjú af þessum mörkum eru gjafir að liðið missi dampinn. Sem betur fer höfum við smá tíma fram að næsta leik til að jafna okkur á þessu og gíra okkur aftur í gang og við ætlum okkur að vera erfiðir heim að sækja.“ Allir fimm miðverðir Vestra eru meiddir um þessar mundir en Davíð gat lítið gefið upp um hvenær þeir eru væntanlegir aftur á grasið. „Við vorum með engan, ef það mætti kalla það, hreinræktaðan „hafsent“ í liðinu í dag og þetta hefur verið mikið vandamál hjá okkur. Við erum með fimm „hafsenta“ og þeir eru allir meiddir. Hvenær þeir koma til baka, eins og með Jeppe, það er bara ekki alveg ljóst.
Fótbolti Besta deild karla Vestri Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn