Fótboltamenn „örva skapandi löngun“ og mynda nýtt tónlistartvíeyki Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. júní 2024 12:01 Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason mynda tvíeykið HúbbaBúbba og gáfu út sitt fyrsta lag í dag. húbbabúbba Knattspyrnumennirnir Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason tóku óvænt höndum saman í hljóðveri og hafa nú gefið út glænýjan sumarsmell. Þeir leituðu til þekkts nafns í fótbolta- og tónlistarheiminum sér til auka, Loga Tómasson, einnig þekktur sem Luigi. Allt saman bar þetta nokkuð óvænt upp fyrir um tveimur vikum síðan þegar þeir félagar héngu saman í stúdíói. „Þetta verður til bara óvart, þeir eru í fríinu sína hérna heima, Kristall og Luigi. Við hoppum í stúdíó, ég og Kristall með Loga, eitt leiðir af öðru og við erum farnir að syngja. Þá verður þetta myndarlega lag til en þetta concept var ekkert til fyrir tveimur vikum síðar. Þetta er ungt og óvænt, bara slys ef það mætti segja það,“ segir annar af forsprökkum hópsins, Eyþór Aron Wöhler, í samtali við Vísi. View this post on Instagram A post shared by HúbbaBúbba (@hubbabubbamusik) Rík sköpunargleði sem verður að virkja Listaspíran hefur blundað lengi í Eyþóri og hann býr yfir ríkri sköpunargleði. Á síðasta ári gerðist hann rithöfundur og gaf út Frasabókina. „Það hefur alltaf einhvern veginn dottað í manni að gera eitthvað svona. Ég skrifa Frasabókina og geri eitthvað svona skapandi. Nú á bara að taka yfir tónlistarheiminn, eins og maður segir, örva þessa skapandi löngun sem maður hefur.“ Gæti reynst erfitt að ná þeim saman á svið Síðan hafa þeir hrundið af stað mikilli auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum og loks í dag kom lagið út. Það gæti þó reynst aðdáendum HúbbaBúbba erfitt að fá þá til að flytja lagið saman þar sem Kristall (Sönderjyske) er búsettur í Danmörku, Logi (Strömsgodset) í Noregi og Eyþór (KR) á Íslandi. „Það er ekki hægt,“ segir Eyþór og hlær. „Nema Kristall og Logi fái helgarfrí eða eitthvað svoleiðis og fljúgi heim, annars er svakalega erfitt að vera að gigga eitthvað saman. Kristall getur það ekki þegar hann er að fara að spila á Parken eftir korter.“ Það er því ekkert útgáfupartý planað þar sem Logi og Kristall eru báðir erlendis eins og er en Eyþór segir mögulega eitthvað óvænt geta borið upp og bendir aðdáendum að fylgjast vel með á samfélagsmiðlum. Þjálfari KR dillar sér og dansar Eyþór er leikmaður KR, sem heyrir undir nýrri stjórn Pálma Rafns Pálmasonar, hann segir þjálfarann sem og aðra leikmenn liðsins hafa tekið vel í þetta allt saman. „Ég held nú að Pálmi sé ekkert nema bara sáttur. Ég sendi honum lagið áður en það kom út og hann var bara að dilla sér við það.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Danski boltinn Norski boltinn Tónlist Atvinnumennirnir okkar Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira
Allt saman bar þetta nokkuð óvænt upp fyrir um tveimur vikum síðan þegar þeir félagar héngu saman í stúdíói. „Þetta verður til bara óvart, þeir eru í fríinu sína hérna heima, Kristall og Luigi. Við hoppum í stúdíó, ég og Kristall með Loga, eitt leiðir af öðru og við erum farnir að syngja. Þá verður þetta myndarlega lag til en þetta concept var ekkert til fyrir tveimur vikum síðar. Þetta er ungt og óvænt, bara slys ef það mætti segja það,“ segir annar af forsprökkum hópsins, Eyþór Aron Wöhler, í samtali við Vísi. View this post on Instagram A post shared by HúbbaBúbba (@hubbabubbamusik) Rík sköpunargleði sem verður að virkja Listaspíran hefur blundað lengi í Eyþóri og hann býr yfir ríkri sköpunargleði. Á síðasta ári gerðist hann rithöfundur og gaf út Frasabókina. „Það hefur alltaf einhvern veginn dottað í manni að gera eitthvað svona. Ég skrifa Frasabókina og geri eitthvað svona skapandi. Nú á bara að taka yfir tónlistarheiminn, eins og maður segir, örva þessa skapandi löngun sem maður hefur.“ Gæti reynst erfitt að ná þeim saman á svið Síðan hafa þeir hrundið af stað mikilli auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum og loks í dag kom lagið út. Það gæti þó reynst aðdáendum HúbbaBúbba erfitt að fá þá til að flytja lagið saman þar sem Kristall (Sönderjyske) er búsettur í Danmörku, Logi (Strömsgodset) í Noregi og Eyþór (KR) á Íslandi. „Það er ekki hægt,“ segir Eyþór og hlær. „Nema Kristall og Logi fái helgarfrí eða eitthvað svoleiðis og fljúgi heim, annars er svakalega erfitt að vera að gigga eitthvað saman. Kristall getur það ekki þegar hann er að fara að spila á Parken eftir korter.“ Það er því ekkert útgáfupartý planað þar sem Logi og Kristall eru báðir erlendis eins og er en Eyþór segir mögulega eitthvað óvænt geta borið upp og bendir aðdáendum að fylgjast vel með á samfélagsmiðlum. Þjálfari KR dillar sér og dansar Eyþór er leikmaður KR, sem heyrir undir nýrri stjórn Pálma Rafns Pálmasonar, hann segir þjálfarann sem og aðra leikmenn liðsins hafa tekið vel í þetta allt saman. „Ég held nú að Pálmi sé ekkert nema bara sáttur. Ég sendi honum lagið áður en það kom út og hann var bara að dilla sér við það.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Danski boltinn Norski boltinn Tónlist Atvinnumennirnir okkar Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira