„Finnst mega vernda leikmenn meira“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júlí 2024 20:58 Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, segir að dómarar megi gera meira til að vernda leikmenn. Vísir/Diego Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur í Bestu-deild kvenna, segir erfitt að kyngja 1-0 tapi síns liðs gegn Stjörnunni í kvöld. „Mjög erfitt. En svona er fótboltinn. Það er hægt að skapa öll heimsins færi eins og við gerðum í kvöld, en ef maður nýtir þau ekki þá mun það bíta þig í rassinn,“ sagði Glenn í viðtali eftir leik. „Eins og ég sá þetta vorum við eina liðið á vellinum að skapa öll þessi færi og það er erfitt að kyngja þessu.“ Hann segir leikmenn hafa skort ró til að klára færin. „Okkur vantaði að vera rólegar í færunum. Mér fannst við vera að koma okkur í góð færi og í góðar stöður þar sem við vorum að nýta okkur það þegar varnarmenn Stjörnunnar voru komnir úr stöðum. En þegar við vorum komin í þessar stöður þurftum við að vera rólegri til að klára færin.“ Keflavíkurliðið kom boltanum þó einu sinni í netið, en markið var dæmt af vegna þess að Erin Mcleod, markvörður Stjörnunnar, var með hönd á boltanum þegar Saorla Miller hrifsaði hann af henni. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá sá ég þetta ekki nógu vel. Ég sá þegar Erin varði, en ég sá ekki almennilega hvað gerðist eftir það. Ég þarf að skoða það betur.“ Kallar eftir vernd Hann nýtti þó einnig tækifærið og sendi dómarateymi leiksins smá pillu. „En ég verð að segja að það var brotið mjög oft á okkar lykilleikmönnum. Gróf brot sem fengu að viðgangast. Einn sóknarmaðurinn okkar sem var að búa til vandræði fyrir Stjörnuna er stokkbólgin á öðrum ökklanum og við gátum varla notað hana í seinni hálfleik. Þannig ef við horfum á leikinn út frá því finnst mér mega vernda leikmenn meira.“ „Leikmenn vita hvaða leikmenn eru hættulegir í liðunum sem þeir eru að spila á móti. Einn leikmaður brýtur hérna og annar þarna þannig þetta er kannski ekki alltaf sami leikmaðurinn sem er að brjóta af sér. En ef það er alltaf verið að brjóta á sama leikmanninum þá verður að koma sá tímapunktur að dómarinn fari að veifa spjöldum.“ Keflavík mætir Fylki í botnbaráttuslag í næstu umferð og Glenn var ekkert að fjölyrða um mikilvægi þess leiks. „Það er bara leikur sem við verðum að vinna,“ sagði Glenn að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Sjá meira
„Mjög erfitt. En svona er fótboltinn. Það er hægt að skapa öll heimsins færi eins og við gerðum í kvöld, en ef maður nýtir þau ekki þá mun það bíta þig í rassinn,“ sagði Glenn í viðtali eftir leik. „Eins og ég sá þetta vorum við eina liðið á vellinum að skapa öll þessi færi og það er erfitt að kyngja þessu.“ Hann segir leikmenn hafa skort ró til að klára færin. „Okkur vantaði að vera rólegar í færunum. Mér fannst við vera að koma okkur í góð færi og í góðar stöður þar sem við vorum að nýta okkur það þegar varnarmenn Stjörnunnar voru komnir úr stöðum. En þegar við vorum komin í þessar stöður þurftum við að vera rólegri til að klára færin.“ Keflavíkurliðið kom boltanum þó einu sinni í netið, en markið var dæmt af vegna þess að Erin Mcleod, markvörður Stjörnunnar, var með hönd á boltanum þegar Saorla Miller hrifsaði hann af henni. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá sá ég þetta ekki nógu vel. Ég sá þegar Erin varði, en ég sá ekki almennilega hvað gerðist eftir það. Ég þarf að skoða það betur.“ Kallar eftir vernd Hann nýtti þó einnig tækifærið og sendi dómarateymi leiksins smá pillu. „En ég verð að segja að það var brotið mjög oft á okkar lykilleikmönnum. Gróf brot sem fengu að viðgangast. Einn sóknarmaðurinn okkar sem var að búa til vandræði fyrir Stjörnuna er stokkbólgin á öðrum ökklanum og við gátum varla notað hana í seinni hálfleik. Þannig ef við horfum á leikinn út frá því finnst mér mega vernda leikmenn meira.“ „Leikmenn vita hvaða leikmenn eru hættulegir í liðunum sem þeir eru að spila á móti. Einn leikmaður brýtur hérna og annar þarna þannig þetta er kannski ekki alltaf sami leikmaðurinn sem er að brjóta af sér. En ef það er alltaf verið að brjóta á sama leikmanninum þá verður að koma sá tímapunktur að dómarinn fari að veifa spjöldum.“ Keflavík mætir Fylki í botnbaráttuslag í næstu umferð og Glenn var ekkert að fjölyrða um mikilvægi þess leiks. „Það er bara leikur sem við verðum að vinna,“ sagði Glenn að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn