Kvikmyndastjarna slær í gegn á Landsmóti hestamanna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júlí 2024 20:00 Ída Mekkín og Marín frá Lækjarbrekku eru í fjórða sæti eftir keppni í milliriðli í unglingaflokki. Eiðfaxi/Kolla Gr Hornfirðingurinn Ída Mekkín Hlynsdóttir fer nú mikinn á Landsmóti hestamanna. Hún er í fjórða sæti í unglingaflokki eftir keppni í milliriðlinum, og hefur tryggt sér sæti í úrslitum. Ída Mekkín var ellefu ára þegar hún var í burðarhlutverki í kvikmyndinni Hvítur hvítur dagur, og lék einnig í myndinni Volaða land, en hún er dóttir leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar. Ída Mekkín keppir í unglingaflokki á Landsmóti hestamanna sem nú stendur yfir í Reykjavík. Hún keppir á hestinum Marín frá Lækjarbrekku 2 fyrir hestamannafélagið Hornfirðingur. Leikari og hestakona Ída Mekkín skaust ung upp á stjörnuhimininn þegar hún fór með stórleik á móti Ingvari E. Sigurðssyni í kvikmyndinni Hvítur hvítur dagur, en bæði voru þau í burðarhlutverkum. Myndin hverfist um þrúgandi harm lögreglustjórans Ingimundar sem missir eiginkonu sína í bílslysi og samband hans við dótturdótturina, Sölku, sem syrgir ömmu sína meðan hún er helsta haldreipi afa síns í tættri tilverunni. Ída sagði þá í viðtali við Vísi að hana langi til að vera hestakona, en ætli að leika inn á milli „ef það kemur eitthvað spennandi.“ Kvikmyndagerðin hafi stundum reynt á þolinmæðina. „Eftir á er ég alveg til í að leika meira en þetta var stundum leiðinlegt á meðan. En þegar maður hugsar til baka þá var þetta alveg skemmtilegt, skilurðu,“ sagði Ída. Síðasta mót hestsins fyrir folaldseignir Óhætt er að segja að hestamennskan gangi vel hjá Ídu. Eftir milliriðilinn eru hún og hestur hennar Marín með 8,86 stig. Í viðtali við Eiðfaxa segist hún vera ánægð með árangurinn, og að markmiðið hafi verið að komast í 8,4 stig. „Þetta er núna þriðja árið mitt með Marín, fyrst átti ég bara að keppa á henni á Landsmótinu á Hellu, svo átti hún að fara í folaldseignir. Nema svo ákváðum við að taka hana á fjórðungsmót, sem var í fyrra, og svo ákváðum við að taka hana á Landsmót hingað líka,“ segir Ída. Landsmótið sé hennar síðasta áður en hún fari svo í folaldseignir. Sjá annað viðtal Eiðfaxa við Ídu. Ída sigurreif við óþekkt tilefni.Eiðfaxi Ída á Cannes kvikmyndahátíðinni ásamt fríðu föruneyti árið 2022, þegar Volaða land var þar heimsfrumsýnd. Frá vinstri: Ída Mekkín Hlynsdóttir, Ingar Eggert Sigurðsson, Elliott Crosset Hove, Hlynur Pálmason, Victoria Carmen Sonne og Hilmar Guðjónsson.Getty Ída í myndinni Hvítur hvítur dagurVísir Hestar Hestaíþróttir Landsmót hestamanna Bíó og sjónvarp Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjá meira
Ída Mekkín keppir í unglingaflokki á Landsmóti hestamanna sem nú stendur yfir í Reykjavík. Hún keppir á hestinum Marín frá Lækjarbrekku 2 fyrir hestamannafélagið Hornfirðingur. Leikari og hestakona Ída Mekkín skaust ung upp á stjörnuhimininn þegar hún fór með stórleik á móti Ingvari E. Sigurðssyni í kvikmyndinni Hvítur hvítur dagur, en bæði voru þau í burðarhlutverkum. Myndin hverfist um þrúgandi harm lögreglustjórans Ingimundar sem missir eiginkonu sína í bílslysi og samband hans við dótturdótturina, Sölku, sem syrgir ömmu sína meðan hún er helsta haldreipi afa síns í tættri tilverunni. Ída sagði þá í viðtali við Vísi að hana langi til að vera hestakona, en ætli að leika inn á milli „ef það kemur eitthvað spennandi.“ Kvikmyndagerðin hafi stundum reynt á þolinmæðina. „Eftir á er ég alveg til í að leika meira en þetta var stundum leiðinlegt á meðan. En þegar maður hugsar til baka þá var þetta alveg skemmtilegt, skilurðu,“ sagði Ída. Síðasta mót hestsins fyrir folaldseignir Óhætt er að segja að hestamennskan gangi vel hjá Ídu. Eftir milliriðilinn eru hún og hestur hennar Marín með 8,86 stig. Í viðtali við Eiðfaxa segist hún vera ánægð með árangurinn, og að markmiðið hafi verið að komast í 8,4 stig. „Þetta er núna þriðja árið mitt með Marín, fyrst átti ég bara að keppa á henni á Landsmótinu á Hellu, svo átti hún að fara í folaldseignir. Nema svo ákváðum við að taka hana á fjórðungsmót, sem var í fyrra, og svo ákváðum við að taka hana á Landsmót hingað líka,“ segir Ída. Landsmótið sé hennar síðasta áður en hún fari svo í folaldseignir. Sjá annað viðtal Eiðfaxa við Ídu. Ída sigurreif við óþekkt tilefni.Eiðfaxi Ída á Cannes kvikmyndahátíðinni ásamt fríðu föruneyti árið 2022, þegar Volaða land var þar heimsfrumsýnd. Frá vinstri: Ída Mekkín Hlynsdóttir, Ingar Eggert Sigurðsson, Elliott Crosset Hove, Hlynur Pálmason, Victoria Carmen Sonne og Hilmar Guðjónsson.Getty Ída í myndinni Hvítur hvítur dagurVísir
Hestar Hestaíþróttir Landsmót hestamanna Bíó og sjónvarp Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjá meira