Sláttuvélarfögnuður Þróttarastelpna sló í gegn í Gautaborg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 08:30 Gleðin leyndi sér ekki þegar Þróttarastelpur fögnuðu sigri á Gothia Cup um helgina. @gothiacup_official Sextán ára stelpur í Þrótti tryggðu sér sigur á Gothia Cup um helgina sem er árlegt og risastórt unglingamót í Gautaborg í Svíþjóð. Þróttararliðið vann 3-0 sigur á sænska liðinu Lerums IS í úrslitaleiknum sem var spilaður á Gamla Ullevi leikvanginum. Emma Sóley Arnarsdóttir kom Þrótti í 1-0, Iðunn Þórey Hjaltalín skoraði annað markið og Hildur Hekla Elmarsdóttir skoraði síðan það þriðja. Eftir leikinn sýndu stelpurnar líka að þær kunna líka að fagna sigri. Sláttuvélarfögnuður Þróttarastelpna sló sérstaklega í gegn. Fyrirliðinn Nadía Karen Aziza Lakhli fór fyrir fögnuðinum en hann má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Gothia Cup (@gothiacup_official) Þróttur vann alla átta leiki sína á mótinu og markatalan var 40-3. Liðið sló úr spænska liðið Madrid Panthers 4-0 í undanúrslitum, sænska liðið Utsiktens BK 4-0 í átta liða úrslitum og sænska liðið Lindö FF Norrköping 6-0 í sextán liða úrslitum. Markatalan í útsláttarkeppninni var því 14-0. Markahæsti leikmaður Þróttar á mótinu var Þórdís Nanna Ágústsdóttir með átta mörk, Emma Sóley Arnarsdóttir skoraði sjö mörk á meðan Steinunn Lára Ingvarsdóttir skoraði fimm og Iðunn Þórey Hjaltalín fjögur mörk. Í liði Þróttar voru samkvæmt vef mótsins: Margrét Ellertsdóttir, Ninna Björk Þorsteinsdóttir, Emma Sóley Arnarsdóttir, Rebekka Rós Kristófersdóttir, Þórdís Nanna Ágústsdóttir, Margrét Lóa Hilmarsdóttir, Steinunn Lára Ingvarsdóttir, Sara Snædahl Brynjarsdóttir, Ísold Embla Ögn Hrannarsdóttir, Hekla Dögg Ingvarsdóttir, Iðunn Þórey Hjaltalín, Nadía Karen Aziza Lakhli, Heiður Njarðardóttir, Þórey Hanna Sigurðardóttir, Camilly Kristal Silva Da Rocha, Hildur Hekla Elmarsdóttir og Marla Sól Manuelsdóttir Plasencia. View this post on Instagram A post shared by Gothia Cup (@gothiacup_official) Fótbolti Þróttur Reykjavík Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Þróttararliðið vann 3-0 sigur á sænska liðinu Lerums IS í úrslitaleiknum sem var spilaður á Gamla Ullevi leikvanginum. Emma Sóley Arnarsdóttir kom Þrótti í 1-0, Iðunn Þórey Hjaltalín skoraði annað markið og Hildur Hekla Elmarsdóttir skoraði síðan það þriðja. Eftir leikinn sýndu stelpurnar líka að þær kunna líka að fagna sigri. Sláttuvélarfögnuður Þróttarastelpna sló sérstaklega í gegn. Fyrirliðinn Nadía Karen Aziza Lakhli fór fyrir fögnuðinum en hann má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Gothia Cup (@gothiacup_official) Þróttur vann alla átta leiki sína á mótinu og markatalan var 40-3. Liðið sló úr spænska liðið Madrid Panthers 4-0 í undanúrslitum, sænska liðið Utsiktens BK 4-0 í átta liða úrslitum og sænska liðið Lindö FF Norrköping 6-0 í sextán liða úrslitum. Markatalan í útsláttarkeppninni var því 14-0. Markahæsti leikmaður Þróttar á mótinu var Þórdís Nanna Ágústsdóttir með átta mörk, Emma Sóley Arnarsdóttir skoraði sjö mörk á meðan Steinunn Lára Ingvarsdóttir skoraði fimm og Iðunn Þórey Hjaltalín fjögur mörk. Í liði Þróttar voru samkvæmt vef mótsins: Margrét Ellertsdóttir, Ninna Björk Þorsteinsdóttir, Emma Sóley Arnarsdóttir, Rebekka Rós Kristófersdóttir, Þórdís Nanna Ágústsdóttir, Margrét Lóa Hilmarsdóttir, Steinunn Lára Ingvarsdóttir, Sara Snædahl Brynjarsdóttir, Ísold Embla Ögn Hrannarsdóttir, Hekla Dögg Ingvarsdóttir, Iðunn Þórey Hjaltalín, Nadía Karen Aziza Lakhli, Heiður Njarðardóttir, Þórey Hanna Sigurðardóttir, Camilly Kristal Silva Da Rocha, Hildur Hekla Elmarsdóttir og Marla Sól Manuelsdóttir Plasencia. View this post on Instagram A post shared by Gothia Cup (@gothiacup_official)
Fótbolti Þróttur Reykjavík Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira