Þekkir sjúkdóminn sem dró barnabarnið til dauða af eigin raun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. ágúst 2024 09:51 Sigurður segir orðið erfitt að hlaupa hálfmaraþon en það gerir hann í minningu sonardóttur sinnar. Sigurður Gunnsteinsson tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár þar sem hann hyggst hlaupa hálfmaraþon og safna áheitum fyrir SÁÁ í minningu sonardóttur sinnar, sem lést aðeins 26 ára gömul úr fíknisjúkdómi. Sigurður mun hlaupa í bol með mynd af sonardóttur sinni, hefur sjálfur farið í meðferð og þekkir baráttuna við sjúkdóminn af eigin raun. „Í minningu sonardóttur minnar sem lést af þessum fíknisjúkdómi fyrir fjórum árum, 26 ára gömul. Gullfalleg, vel gefin, klár stelpa sem féll fyrir þessu. Ég er að hlaupa í minningu hennar,“ segir Sigurður sem mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða hlaup sitt ásamt Stefáni Pálssyni markaðsstjóra SÁÁ. Sjálfur hefur hann starfað lengi fyrir SÁÁ. „Ég er búinn að vinna við þetta í yfir fjörutíu ár, meðferð við þessum fíknisjúkdómi og annað. Maður er búinn að sjá ýmislegt og maður áttar sig alveg á því að þessi sjúkdómur er hættulegur. Hann er banvænn, oft illviðráðanlegur og óútreiknanlegur. Það er svo margt sem spilar inn í sem verður þess valdandi að fólk lætur lífið í þessum sjúkdómi eins og öðrum erfiðum krónískum sjúkdómum.“ Þekkir baráttuna af eigin raun Sigurður hyggst hlaupa í bol með mynd af sonardóttur sinni og tölunni 46. Hann segir léttur í bragði að Stefán hafi troðið þeirri tölu á bolinn, talan merki hans eigin baráttu. „Ég fór í meðferð, þannig ég hef eignast 46 ár án þess að nota áfengi og önnur vímuefni og er þakklátur fyrir það. Hóf svo störf hjá SÁÁ mjög fljótlega þegar það rann af mér, fór að vinna og vann hjá þeim í yfir fjörutíu ár.“ Sigurður segist hafa hlaupið í yfir þrjátíu ár. Hann á að baki 53 maraþon, fjögur 100 kílómetra hlaup og þar af eitt heimsmeistarakeppnishlaup í Frakklandi. Þá hafi hann og félagar hans búið til hlaup, Þingstaðahlaupið og Þingvallavatnshlaupið svo eitthvað sé nefnt. „Ég hef fyrir því að hlaupa hálft maraþon í dag, því maður er ekki að hlaupa eins mikið og maður gerði. Maður var svo rogginn á tímabili að maður reimaði ekki skóna sína fyrir minna en tuttugu kílómetra,“ segir Sigurður hlæjandi. Hann hvetur fólk til að láta á hlaupin reyna. Reima á sig skóna og vera vel vökvaðir. Gefast ekki upp og setja sér markmið, hlaupa til dæmis tíu ljósastaura. „Í hlaupum þarf að bíða eftir verðlaununum, þau koma ekki alltaf strax. Fyrst þarftu að hafa fyrir þessu, verður móður, færð blóðbragð í munninn. Þetta gengur yfir, líkaminn þarf tíma til að sjá að þú ætlir að gera einhverja alvöru úr þessu.“ Reykjavíkurmaraþon Fíkniefnabrot Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
„Í minningu sonardóttur minnar sem lést af þessum fíknisjúkdómi fyrir fjórum árum, 26 ára gömul. Gullfalleg, vel gefin, klár stelpa sem féll fyrir þessu. Ég er að hlaupa í minningu hennar,“ segir Sigurður sem mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða hlaup sitt ásamt Stefáni Pálssyni markaðsstjóra SÁÁ. Sjálfur hefur hann starfað lengi fyrir SÁÁ. „Ég er búinn að vinna við þetta í yfir fjörutíu ár, meðferð við þessum fíknisjúkdómi og annað. Maður er búinn að sjá ýmislegt og maður áttar sig alveg á því að þessi sjúkdómur er hættulegur. Hann er banvænn, oft illviðráðanlegur og óútreiknanlegur. Það er svo margt sem spilar inn í sem verður þess valdandi að fólk lætur lífið í þessum sjúkdómi eins og öðrum erfiðum krónískum sjúkdómum.“ Þekkir baráttuna af eigin raun Sigurður hyggst hlaupa í bol með mynd af sonardóttur sinni og tölunni 46. Hann segir léttur í bragði að Stefán hafi troðið þeirri tölu á bolinn, talan merki hans eigin baráttu. „Ég fór í meðferð, þannig ég hef eignast 46 ár án þess að nota áfengi og önnur vímuefni og er þakklátur fyrir það. Hóf svo störf hjá SÁÁ mjög fljótlega þegar það rann af mér, fór að vinna og vann hjá þeim í yfir fjörutíu ár.“ Sigurður segist hafa hlaupið í yfir þrjátíu ár. Hann á að baki 53 maraþon, fjögur 100 kílómetra hlaup og þar af eitt heimsmeistarakeppnishlaup í Frakklandi. Þá hafi hann og félagar hans búið til hlaup, Þingstaðahlaupið og Þingvallavatnshlaupið svo eitthvað sé nefnt. „Ég hef fyrir því að hlaupa hálft maraþon í dag, því maður er ekki að hlaupa eins mikið og maður gerði. Maður var svo rogginn á tímabili að maður reimaði ekki skóna sína fyrir minna en tuttugu kílómetra,“ segir Sigurður hlæjandi. Hann hvetur fólk til að láta á hlaupin reyna. Reima á sig skóna og vera vel vökvaðir. Gefast ekki upp og setja sér markmið, hlaupa til dæmis tíu ljósastaura. „Í hlaupum þarf að bíða eftir verðlaununum, þau koma ekki alltaf strax. Fyrst þarftu að hafa fyrir þessu, verður móður, færð blóðbragð í munninn. Þetta gengur yfir, líkaminn þarf tíma til að sjá að þú ætlir að gera einhverja alvöru úr þessu.“
Reykjavíkurmaraþon Fíkniefnabrot Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira