Mannmergð í Vín: Swift tónleikunum en ekki söngröddinni Lovísa Arnardóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 8. ágúst 2024 14:19 Talið er að um 195 þúsund hafi átt miða á tónleika Swift í Vín sem aflýst var vegna hryðjuverkaógnar. Vísir/Sólrún Mannmergð er á Kartner Strasse í Vínarborg þar sem aðdáendur bandarísku poppstjörnunnar Taylor Swift hafa komið saman að skiptast á vinaböndum og syngja þekkta slagara söngkonunnar. Þrennum tónleikum Swift í Vín var aflýst í gær vegna hryðjuverkaógnar, en þeir áttu að fara fram í kvöld, á morgun og hinn. Tveir táningar hafa verið handteknir grunaðir um að hafa ætlað að gera árás á tónleikagesti fyrir utan leikvanginn þar sem tónleikarnir áttu að fara fram. Talið er að um 65 þúsund manns hafi ætlað á hverja tónleika, og tugir þúsunda ætlað að fylgjast með þeim fyrir utan leikvanginn. Því er mikið um aðdáendur Swift í Vín sem reyna að gera gott úr stöðunni. Líkt og sjá má á myndbandi sem fylgir fréttinni. Lagið sem aðdáendur söngla í myndbandinu að ofan er lagið Long live og hér að neðan má heyra það í flutningi Taylor Swift. Önnur lög þau sem sungu í Vínarborg var Love Story og I knew you were trouble. Íslendingar miður sín Heiðdís er ein þeirra sem ætlaði á tónleikana. Hún sagði í viðtali við FM 957 fyrr í dag að stemningin í Vín væri skrítin og fólk ráfaði um göturnar án þess að vita hvað það eigi að gera. Hún er úti með vinkonum sínum og höfðu þær planað að fara á tónleikana í heilt ár. Heiðdís segir að þær hafi frétt af því að búið væri að aflýsa tónleikunum á írskum bar í gærkvöldi. Þar voru þær að perla armbönd fyrir tónleikana. Fyrst lásu þær um að karlmaður hafi verið handtekinn og svo inn á aðdáendasíðu að það væri búið að aflýsa. Stuttu síðar fengu þær skilaboð um að þeim hefði verði aflýst. Heiðdís segir að þær vinkonurnar ætli að gera gott úr þessu. Klæða sig upp eins og þær ætluðu að gera, fara út að borða og eiga góða kvöldstund en þær áttu miða á tónleikana sem áttu að fara fram í kvöld. Tveir handteknir Greint var frá því í gærkvöldi að tveir hefðu verið handteknir vegna málsins. Annars vegar nítján ára gamall austurrískur ríkisborgari sem aðhylltist Íslamska ríkið. Nú er greint frá því að hinn handtekni sé sautján ára austurrískur ríkisborgari af tyrkneskum og króatískum uppruna. Sá mun hafa verið handtekinn skammt frá leikvangnum þar sem tónleikar Swift áttu að fara fram. Yfirmaður öryggismála í Austurríki sagði á blaðamannafundi um málið í morgun að maðurinn hefði unnið að skipulagningu hryðjuverkanna síðan í júlí en það var á sama tíma og hann sagði upp í vinnunni. Mikil breyting hafði orðið á manninum en hann hafði svarið ísis, samtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki, hollustu sína. Hann viðurkenndi í yfirheyrslum lögreglu að hafa viljað drepa sem flesta tónleikagesti. Á sama fundi sagði innanríkisráðherra að lögregluyfirvöldum hefði tekist að koma í veg fyrir mikinn harmleik. Austurríki Tónlist Tengdar fréttir Tónleikum Taylor Swift frestað: „Best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt“ Þrennum tónleikum poppstjörnunnar Taylor Swift í Vín í Austurríki hefur verið frestað vegna mögulegrar öryggis- og hryðjuverkaógnar. Fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram á morgun, aðrir á föstudag og þriðju á laugardag. 7. ágúst 2024 21:33 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fleiri fréttir Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Sjá meira
Þrennum tónleikum Swift í Vín var aflýst í gær vegna hryðjuverkaógnar, en þeir áttu að fara fram í kvöld, á morgun og hinn. Tveir táningar hafa verið handteknir grunaðir um að hafa ætlað að gera árás á tónleikagesti fyrir utan leikvanginn þar sem tónleikarnir áttu að fara fram. Talið er að um 65 þúsund manns hafi ætlað á hverja tónleika, og tugir þúsunda ætlað að fylgjast með þeim fyrir utan leikvanginn. Því er mikið um aðdáendur Swift í Vín sem reyna að gera gott úr stöðunni. Líkt og sjá má á myndbandi sem fylgir fréttinni. Lagið sem aðdáendur söngla í myndbandinu að ofan er lagið Long live og hér að neðan má heyra það í flutningi Taylor Swift. Önnur lög þau sem sungu í Vínarborg var Love Story og I knew you were trouble. Íslendingar miður sín Heiðdís er ein þeirra sem ætlaði á tónleikana. Hún sagði í viðtali við FM 957 fyrr í dag að stemningin í Vín væri skrítin og fólk ráfaði um göturnar án þess að vita hvað það eigi að gera. Hún er úti með vinkonum sínum og höfðu þær planað að fara á tónleikana í heilt ár. Heiðdís segir að þær hafi frétt af því að búið væri að aflýsa tónleikunum á írskum bar í gærkvöldi. Þar voru þær að perla armbönd fyrir tónleikana. Fyrst lásu þær um að karlmaður hafi verið handtekinn og svo inn á aðdáendasíðu að það væri búið að aflýsa. Stuttu síðar fengu þær skilaboð um að þeim hefði verði aflýst. Heiðdís segir að þær vinkonurnar ætli að gera gott úr þessu. Klæða sig upp eins og þær ætluðu að gera, fara út að borða og eiga góða kvöldstund en þær áttu miða á tónleikana sem áttu að fara fram í kvöld. Tveir handteknir Greint var frá því í gærkvöldi að tveir hefðu verið handteknir vegna málsins. Annars vegar nítján ára gamall austurrískur ríkisborgari sem aðhylltist Íslamska ríkið. Nú er greint frá því að hinn handtekni sé sautján ára austurrískur ríkisborgari af tyrkneskum og króatískum uppruna. Sá mun hafa verið handtekinn skammt frá leikvangnum þar sem tónleikar Swift áttu að fara fram. Yfirmaður öryggismála í Austurríki sagði á blaðamannafundi um málið í morgun að maðurinn hefði unnið að skipulagningu hryðjuverkanna síðan í júlí en það var á sama tíma og hann sagði upp í vinnunni. Mikil breyting hafði orðið á manninum en hann hafði svarið ísis, samtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki, hollustu sína. Hann viðurkenndi í yfirheyrslum lögreglu að hafa viljað drepa sem flesta tónleikagesti. Á sama fundi sagði innanríkisráðherra að lögregluyfirvöldum hefði tekist að koma í veg fyrir mikinn harmleik.
Austurríki Tónlist Tengdar fréttir Tónleikum Taylor Swift frestað: „Best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt“ Þrennum tónleikum poppstjörnunnar Taylor Swift í Vín í Austurríki hefur verið frestað vegna mögulegrar öryggis- og hryðjuverkaógnar. Fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram á morgun, aðrir á föstudag og þriðju á laugardag. 7. ágúst 2024 21:33 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fleiri fréttir Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Sjá meira
Tónleikum Taylor Swift frestað: „Best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt“ Þrennum tónleikum poppstjörnunnar Taylor Swift í Vín í Austurríki hefur verið frestað vegna mögulegrar öryggis- og hryðjuverkaógnar. Fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram á morgun, aðrir á föstudag og þriðju á laugardag. 7. ágúst 2024 21:33