Mannmergð í Vín: Swift tónleikunum en ekki söngröddinni Lovísa Arnardóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 8. ágúst 2024 14:19 Talið er að um 195 þúsund hafi átt miða á tónleika Swift í Vín sem aflýst var vegna hryðjuverkaógnar. Vísir/Sólrún Mannmergð er á Kartner Strasse í Vínarborg þar sem aðdáendur bandarísku poppstjörnunnar Taylor Swift hafa komið saman að skiptast á vinaböndum og syngja þekkta slagara söngkonunnar. Þrennum tónleikum Swift í Vín var aflýst í gær vegna hryðjuverkaógnar, en þeir áttu að fara fram í kvöld, á morgun og hinn. Tveir táningar hafa verið handteknir grunaðir um að hafa ætlað að gera árás á tónleikagesti fyrir utan leikvanginn þar sem tónleikarnir áttu að fara fram. Talið er að um 65 þúsund manns hafi ætlað á hverja tónleika, og tugir þúsunda ætlað að fylgjast með þeim fyrir utan leikvanginn. Því er mikið um aðdáendur Swift í Vín sem reyna að gera gott úr stöðunni. Líkt og sjá má á myndbandi sem fylgir fréttinni. Lagið sem aðdáendur söngla í myndbandinu að ofan er lagið Long live og hér að neðan má heyra það í flutningi Taylor Swift. Önnur lög þau sem sungu í Vínarborg var Love Story og I knew you were trouble. Íslendingar miður sín Heiðdís er ein þeirra sem ætlaði á tónleikana. Hún sagði í viðtali við FM 957 fyrr í dag að stemningin í Vín væri skrítin og fólk ráfaði um göturnar án þess að vita hvað það eigi að gera. Hún er úti með vinkonum sínum og höfðu þær planað að fara á tónleikana í heilt ár. Heiðdís segir að þær hafi frétt af því að búið væri að aflýsa tónleikunum á írskum bar í gærkvöldi. Þar voru þær að perla armbönd fyrir tónleikana. Fyrst lásu þær um að karlmaður hafi verið handtekinn og svo inn á aðdáendasíðu að það væri búið að aflýsa. Stuttu síðar fengu þær skilaboð um að þeim hefði verði aflýst. Heiðdís segir að þær vinkonurnar ætli að gera gott úr þessu. Klæða sig upp eins og þær ætluðu að gera, fara út að borða og eiga góða kvöldstund en þær áttu miða á tónleikana sem áttu að fara fram í kvöld. Tveir handteknir Greint var frá því í gærkvöldi að tveir hefðu verið handteknir vegna málsins. Annars vegar nítján ára gamall austurrískur ríkisborgari sem aðhylltist Íslamska ríkið. Nú er greint frá því að hinn handtekni sé sautján ára austurrískur ríkisborgari af tyrkneskum og króatískum uppruna. Sá mun hafa verið handtekinn skammt frá leikvangnum þar sem tónleikar Swift áttu að fara fram. Yfirmaður öryggismála í Austurríki sagði á blaðamannafundi um málið í morgun að maðurinn hefði unnið að skipulagningu hryðjuverkanna síðan í júlí en það var á sama tíma og hann sagði upp í vinnunni. Mikil breyting hafði orðið á manninum en hann hafði svarið ísis, samtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki, hollustu sína. Hann viðurkenndi í yfirheyrslum lögreglu að hafa viljað drepa sem flesta tónleikagesti. Á sama fundi sagði innanríkisráðherra að lögregluyfirvöldum hefði tekist að koma í veg fyrir mikinn harmleik. Austurríki Tónlist Tengdar fréttir Tónleikum Taylor Swift frestað: „Best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt“ Þrennum tónleikum poppstjörnunnar Taylor Swift í Vín í Austurríki hefur verið frestað vegna mögulegrar öryggis- og hryðjuverkaógnar. Fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram á morgun, aðrir á föstudag og þriðju á laugardag. 7. ágúst 2024 21:33 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjá meira
Þrennum tónleikum Swift í Vín var aflýst í gær vegna hryðjuverkaógnar, en þeir áttu að fara fram í kvöld, á morgun og hinn. Tveir táningar hafa verið handteknir grunaðir um að hafa ætlað að gera árás á tónleikagesti fyrir utan leikvanginn þar sem tónleikarnir áttu að fara fram. Talið er að um 65 þúsund manns hafi ætlað á hverja tónleika, og tugir þúsunda ætlað að fylgjast með þeim fyrir utan leikvanginn. Því er mikið um aðdáendur Swift í Vín sem reyna að gera gott úr stöðunni. Líkt og sjá má á myndbandi sem fylgir fréttinni. Lagið sem aðdáendur söngla í myndbandinu að ofan er lagið Long live og hér að neðan má heyra það í flutningi Taylor Swift. Önnur lög þau sem sungu í Vínarborg var Love Story og I knew you were trouble. Íslendingar miður sín Heiðdís er ein þeirra sem ætlaði á tónleikana. Hún sagði í viðtali við FM 957 fyrr í dag að stemningin í Vín væri skrítin og fólk ráfaði um göturnar án þess að vita hvað það eigi að gera. Hún er úti með vinkonum sínum og höfðu þær planað að fara á tónleikana í heilt ár. Heiðdís segir að þær hafi frétt af því að búið væri að aflýsa tónleikunum á írskum bar í gærkvöldi. Þar voru þær að perla armbönd fyrir tónleikana. Fyrst lásu þær um að karlmaður hafi verið handtekinn og svo inn á aðdáendasíðu að það væri búið að aflýsa. Stuttu síðar fengu þær skilaboð um að þeim hefði verði aflýst. Heiðdís segir að þær vinkonurnar ætli að gera gott úr þessu. Klæða sig upp eins og þær ætluðu að gera, fara út að borða og eiga góða kvöldstund en þær áttu miða á tónleikana sem áttu að fara fram í kvöld. Tveir handteknir Greint var frá því í gærkvöldi að tveir hefðu verið handteknir vegna málsins. Annars vegar nítján ára gamall austurrískur ríkisborgari sem aðhylltist Íslamska ríkið. Nú er greint frá því að hinn handtekni sé sautján ára austurrískur ríkisborgari af tyrkneskum og króatískum uppruna. Sá mun hafa verið handtekinn skammt frá leikvangnum þar sem tónleikar Swift áttu að fara fram. Yfirmaður öryggismála í Austurríki sagði á blaðamannafundi um málið í morgun að maðurinn hefði unnið að skipulagningu hryðjuverkanna síðan í júlí en það var á sama tíma og hann sagði upp í vinnunni. Mikil breyting hafði orðið á manninum en hann hafði svarið ísis, samtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki, hollustu sína. Hann viðurkenndi í yfirheyrslum lögreglu að hafa viljað drepa sem flesta tónleikagesti. Á sama fundi sagði innanríkisráðherra að lögregluyfirvöldum hefði tekist að koma í veg fyrir mikinn harmleik.
Austurríki Tónlist Tengdar fréttir Tónleikum Taylor Swift frestað: „Best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt“ Þrennum tónleikum poppstjörnunnar Taylor Swift í Vín í Austurríki hefur verið frestað vegna mögulegrar öryggis- og hryðjuverkaógnar. Fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram á morgun, aðrir á föstudag og þriðju á laugardag. 7. ágúst 2024 21:33 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjá meira
Tónleikum Taylor Swift frestað: „Best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt“ Þrennum tónleikum poppstjörnunnar Taylor Swift í Vín í Austurríki hefur verið frestað vegna mögulegrar öryggis- og hryðjuverkaógnar. Fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram á morgun, aðrir á föstudag og þriðju á laugardag. 7. ágúst 2024 21:33