Fólk í öllum flokkum ágætt og meingallað í senn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2024 10:00 Sindri og Heimir ræddu ferilinn og ævina yfir kaffibolla. Vísir Heimir Már Pétursson er einn helsti stjórnmálablaðamaður Íslands og hefur verið í fjölmiðlabransanum lengur en flestir. Sindri Sindrason kíkti til Heimis í morgunkaffi á litla, krúttlega heimili hans í miðbæ Reykjavíkur. Heimir fór yfir langan feril og litríka ævi með Sindra og rifjar meðal annars upp æskuárin fyrir vestan. Hann var, að hans sögn, dálítið hættulegt barn. „Á Ísafirði varðstu að vera þannig að annað hvort varstu sá sem fólk var hrætt við eða þú varst hræddur við fólk. Þannig að ég var dálítið hættulegt barn. Ég var ekkert hræddur við að slá frá mér. Ef ég hafði á tilfinningunni að einhver ætlaði að ybbast upp á mig þá lamdi ég hann áður en honum tókst að gera það,“ sagði Heimir. Langaði alltaf í börn Heimir segist alltaf hafa langað börn og að hann hafi átt von á barni með fyrrverandi kærustu sinni en þau misstu fóstrið skömmu áður en hann kom út úr skápnum. Hann leggi ekki í það í dag. „En ég hef mjög gaman að börnum. Ég næ góðu sambandi við börn. Þau eru svo miklir heimspekingar, krakkar,“ sagði hann. Sindri spurði Heimi hvort það væri hans stærsta eftirsjá, að hafa aldrei eignast börn, en því svaraði Heimir neitandi. Eina sem hann sér verulega eftir er að hafa byrjað að reykja. „Eins og mér þykir nú gott að reykja þegar ég geri það.“ Nokkrir stjórnmálamenn standa upp úr Heimir er í grunninn „vinstrikall“ en segir þó að fólk í öllum flokkum sé ágætt og meingallað í senn eins og aðrir. Sindri spurði Heimi hvort hann ætti sér einhverja uppáhalds stjórnmálamenn í gegnum árin. „Ég hef mjög gaman að Sigmundi Davíð. Hann er svo mælskur. Það er rosa gaman að taka viðtöl við hann og auðvelt að klippa hann,“ sagði Heimir. „Það var líka mjög gaman að Guðna Ágústsyni. Hann hefur húmor og er kíminn. Davíð Oddsson var auðvitað ofboðslega litríkur stjórnmálamaður. Það var aldrei leiðinlegt sem fréttamaður að vera í kringum hann þegar hann var í stjórnmálum. Margrét Frímannsdóttir er í uppáhaldi líka. Hún er svo hrein, hún Magga. Margrét var stjórnmálamaður hjartans og hún var svo street-wise og klár. Ef ekki hefði verið fyrir hana hefði aldrei orðið þessi sameining fjögurra flokka.“ Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Fjölmiðlar Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Sjá meira
Heimir fór yfir langan feril og litríka ævi með Sindra og rifjar meðal annars upp æskuárin fyrir vestan. Hann var, að hans sögn, dálítið hættulegt barn. „Á Ísafirði varðstu að vera þannig að annað hvort varstu sá sem fólk var hrætt við eða þú varst hræddur við fólk. Þannig að ég var dálítið hættulegt barn. Ég var ekkert hræddur við að slá frá mér. Ef ég hafði á tilfinningunni að einhver ætlaði að ybbast upp á mig þá lamdi ég hann áður en honum tókst að gera það,“ sagði Heimir. Langaði alltaf í börn Heimir segist alltaf hafa langað börn og að hann hafi átt von á barni með fyrrverandi kærustu sinni en þau misstu fóstrið skömmu áður en hann kom út úr skápnum. Hann leggi ekki í það í dag. „En ég hef mjög gaman að börnum. Ég næ góðu sambandi við börn. Þau eru svo miklir heimspekingar, krakkar,“ sagði hann. Sindri spurði Heimi hvort það væri hans stærsta eftirsjá, að hafa aldrei eignast börn, en því svaraði Heimir neitandi. Eina sem hann sér verulega eftir er að hafa byrjað að reykja. „Eins og mér þykir nú gott að reykja þegar ég geri það.“ Nokkrir stjórnmálamenn standa upp úr Heimir er í grunninn „vinstrikall“ en segir þó að fólk í öllum flokkum sé ágætt og meingallað í senn eins og aðrir. Sindri spurði Heimi hvort hann ætti sér einhverja uppáhalds stjórnmálamenn í gegnum árin. „Ég hef mjög gaman að Sigmundi Davíð. Hann er svo mælskur. Það er rosa gaman að taka viðtöl við hann og auðvelt að klippa hann,“ sagði Heimir. „Það var líka mjög gaman að Guðna Ágústsyni. Hann hefur húmor og er kíminn. Davíð Oddsson var auðvitað ofboðslega litríkur stjórnmálamaður. Það var aldrei leiðinlegt sem fréttamaður að vera í kringum hann þegar hann var í stjórnmálum. Margrét Frímannsdóttir er í uppáhaldi líka. Hún er svo hrein, hún Magga. Margrét var stjórnmálamaður hjartans og hún var svo street-wise og klár. Ef ekki hefði verið fyrir hana hefði aldrei orðið þessi sameining fjögurra flokka.“
Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Fjölmiðlar Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Sjá meira